Færsluflokkur: Bloggar

Vatnslaus, sjónvarpslaus, símalaus og netlaus!!!

Já svona var dagurinn í gær!     Fyrst var byrjað á að loka fyrir heita vatnið í fyrrakvöld... hef ekki glóru hvers vegna en einhverja ástæðu hljóta þeir að hafa haft fyrir að loka fyrir vatnið af heilu bæjarfélagi.

Sagt var að þetta yrði fram eftir nóttu en ekki kom vatnið á fyrr en seinnipartinn í gær!Devil

Sat hér í makindum við tölvuna um hádegisbilið og allt í einu bara púff!   Netið úti... slökknar á sjónvarpinu sem skæruliðar voru að horfa á og ég skil ekki neitt í neinu!     Hringi í 8007000 og segi mínar farir ekki sléttar og spyr hvað í fjáranum sé að eiginlega????       Testa hitt og þetta í samráði við gaur þarna en ekkert gengur svo við vorum nú eiginlega orðin ráðalaus og ákveðum bara að þetta sé bilun eða eitthvað og það þurfi að líta á þetta.   Jæja... af einverri rælni ákveð ég að taka upp tólið á símanum þegar ég geng framhjá honum og viti menn... enginn sónn!!!!   Þá grunaði mig nú ástæðuna...   vissi að það var verið að vinna í garðinum hér við hliðina og fer og athuga þar...  jújú mikið rétt.... þeir klipptu símasnúruna okkar í sundur!!!!Crying   Urrdan bíttann bara!!!Devil   

Eftir mikið streð og mörg símtöl bæði frá mér, nágrannanum (þar sem garðurinn var grafinn upp) og íbúunum á efri hæðinni þá loksins komu línukallar í morgun til að laga línuna sem var slitin í sundur.  Þegar þeir mættu á svæðið sátum við konan á efri hæðinni úti í kaffi og smók og vorum svo bíræfnar að við klöppuðum fyrir þeim þegar þeir stigu útúr bílnum Tounge

Ekki tók betra við núna í kvöld.   Hjónin á efri hæðinni komu hingað niður og báðu okkur um að koma aðeins út og skoða með þeim geymsluna þar sem vatnsinntakið er.  Haldiði ekki að það hafi sprungið rör eða eitthvað þar og heita vatnið lak þar út svo geymslan var gersamlega full af gufu... mökkur í forstofunni og stiganum upp á efri hæðina (sem er beint fyrir ofan geymsluna úti) og þá kom skýringin á því af hverju það var svo mikil móða á eldhúsglugganum mínum áðan!   Woundering  Spurning hvort eitthvað hafi gefið sig þegar heita vatninu var hleypt á lagnirnar aftur... allavega hefðum við getað búið til gufubað þarna áðan!Angry    Píparinn getur náttúrulega ekki mætt á svæðið fyrr en á morgun í fyrsta lagi (gat verið... urrrrrrr PÍPARAR!!!Devil )  svo það þurfti að loka fyrir allt heitt vatn á húsinu og ég þakka bara fyrir að ég var búin að setja guttana í bað.... neyðist víst sjálf til að fara í KALDA STURTU!!!   Urr bara!!!Angry

pffftttttttttttttttttt.......  eru það nú dagar!!!!! 

 


Ja hvur....

Ekki er það nú oft sem blessuð stjörnuspáin passar en bíðið nú við!!

 

Stjörnuspá

KrabbiKrabbi: Þú ræður næstum því mikla ráðgáta. En væri nokkuð gaman ef þú leystir hana? Í kvöld hefur einhver jafn mikinn áhuga á þér og þú á honum. Ó, en indælt!
 
 
Wúhaaaa húsbóndinn á heimilinu var að detta inn úr dyrunum áðan Grin


Djös leti erþetta!

Er búin að vera eitthvað "ekki" í bloggstuði...    að vísu nóg að gera hjá kellu þar sem hún er grasekkja eina ferðina enn og gersamlega að verða gráhærð á skæruliðum sem finnst ekkert skemmtilegra en að hrella móður sína!!      Tja að vísu geta þetta verið algerir englar svona á köflum en... mega bara vera það aðeins oftar en í skæruliðaham! Sideways

Ég held ég þurfi að fara í klippingu!    Svo er komið að ég þarf ekkert að éta því ég er alltaf étandi hárið á mér!!  Má ekki fara út þá fýkur það fyrir andlitið svo ég reika í blindni að bílnum, rek mig náttúrulega í og uppsker þessa fallegu marbletti og þegar loksins er komist í bílinn þá þarf að byrja að leita að andlitinu og koma makkanum í sæmilegt horf áður en farið er að keyra af stað.   Er mikið að spá í að fá lánaðar garðklippurnar hjá nágrannanum bara Wink

Hey já.. ég á eldhúsinnréttingu!!!!  

250x250_faktum_lidingo Rændi þessari mynd frá Gunnubúðarsíðu þar sem mín er enn í þúsund pörtum uppí húsi og ómögulegt að ná góðri mynd af henni í gegnum allan pappann!

Hvenær hún verður sett upp?   Tja... öh... sko... ehh.... segjum bara svo... ég ætla að vona að ég verði flutt fyrir jól!!!  

Tek það að vísu ekki fram fyrir HVAÐA jól þar sem meiningin var nú að flytja inn í síðasta lagi 2006 og hvaða ár er núna? Pinch      Iðnaðarmenn jú nó... GARG!!!Devil

 

 

 


30 Vikur... skyldi mér takast þetta?

Kominn tími á smá uppfærslu á Merry Xmas :o)

24 vikur 30 vikur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hef dundað mér af og til við þetta þegar ég hef haft tíma.    Nú eru bara 10 vikur eftir af "meðgöngunni" svo það er spurning... tekst mér að skjóta út fyrirbura eða geng ég framyfir??? Tounge


Þreytt... þreyttari... þreyttust...

Langar mest að skríða í bólið aftur og sofa í allan dag! Sleeping

Strembin helgi...  tók að mér vinnu fyrir slysav.deildina mína og stóð á haus í afgreiðslu á  samlokum / vöfflum / kaffi og kakói í gær.    

Fór svo aftur í gærkvöldi og heppnaðist að fá alveg déskoti flottar hárlengingar.... svona bleikar...    jú og svo voru gleraugun orðin voða sæt... bleik og fín... ásamt bleika skegginu... og bleiku peysunni...   ójedúdda mía ekki má gleyma bleiku dílunum á svörtu buxunum mínum...    bleikar klessur farnar að leka útúr eyrum... klesstir puttar...    

Skil ekkert í af hverju allir ökumenn snéru sig næstum úr hálsliðnum þegar ég labbaði heim í gærkvöldi???ToungeWhistling

Eitt gott ráð....      EKKI BÚA TIL CANDYFLOSS Í GUSTI!!!  ToungeWhistlingW00t


Rigning, bixímatur og hænuvöntun.

Eftir bongóblíðu seinustu daga fáum við nú heldur betur að kenna á því... rok og rigning og varla hundi út sigandi (tja að vísu þurfti kallinn að vera úti áðan að rífa niður tjöld og festa önnur) Tounge

Gerði herferð í ísskápinn og úr varð þessi líka flotti Bixímatur...    frosið grænmeti, pylsubitar, forsoðnar kartöflur og skinkubitar... öllu hent á pönnu með smá olíu... kryddað með pínu salti, reyktri papriku og frönsku kartöflukryddi.   Borið fram með ristuðu brauði og spældu eggi *slurrrrpppppppp* Wink

Litli skæruliðinn gerði sitt besta í að plokka uppí sig af diski en þegar maður leit undir borð þá var alvarlega farið að spá í að fá sér hænur!!!     Humm.... eða kanski ekki... yrði svo déskoti leiðinlegt að þrífa skítinn eftir þær Tounge

Mig vantar HUND!!!!! 


Er á lífi....

Bara ekki nennt að blogga!

Þeytingar á milli bæja í hverri viku liggur við, stúss með skæruliða... afmæli hjá einum og bónda líka um garð gengin...    Hreyfði ekki sauma í heila viku en sit akkúrat núna með Merry Xmas og reyni að myndast við að flækja ekki þræði eða stinga mig!

Er nefnilega búin að vera skelfilegur hrakfallabálkur undanfarið... orðið svolítið slæmt þegar bóndinn fer að tala um að vefja mig bara inní bómul!Blush

Bara í dag rak ég vinstri hlið í.... svo klukkutíma seinna var það hægri hliðin....    hálftíma seinna fór litla táin!!      Svona fyrir utan að það er blaðra á hendinni eftir niðurskurð á 30kg af rabbabara í gær... mjöðmin er í klessu og  einhverjir helvvv skitustingir að bögga mig (sonna kvennamálefni) Tounge
Nenni ekki að telja alla marbletti sem hafa verið duglegir að birtast á löppunum á mér undanfarið heldur Sideways

Á einhver bubbluplast fyrir mig??????? ToungeHaloWhistling


Klukk???

Ójedúddamía... Ellasprella... hví geriru mér þetta???? W00t

 Ég á semsagt að segja einhverja 8 hluti um sjálfa mig sem aðrir vita ekki... *hux*

 

1.  Ég er alger skellibjalla sem trúir á að hláturinn lengi lífið LoL

2. Er kókisti af verstu gerð Blush

3. Hata göng!!  Versta sem ég geri er að fara í gegnum jarðgöng sem farþegi í bíl... skömminni skárra að keyra sjálf og finna að ÉG er við stjórnvölinn!Crying 

4. Hef tekið þátt í bjórdrykkjukeppni... og varð Reykjavíkurmeistari!!  (good old days) Whistling

5. Elska að dansa (þótt lítið hafi verið gert af því síðustu ár)Pouty

6. Hef "rótað" og fylgt ónefndum þekktum söngvara á nokkra staði á landinu Sideways

7. Get verið skelfilega ákveðin og mikil gribba... fljót að rjúka upp í fýlu en farið úr mér eftir 5 mín Tounge Þoli ekki langrækni og nenni ekki að rífast, lífið býður uppá svo mikið meira en að eltast við vandamál Grin

8. Rakaði einu sinni hárið af mér og var með brodda í þónokkurn tíma (var með sítt niður á rass áður) Whistling

 

Soddan!!!    Fer sko ekki að kafa niður í svæsnustu leyndarmálin Tounge

Eeeeeen.... nú ætla ég að klukka!! 

Gamlageit, Gerda,  Einari, Mongoqueen, svanag, gurrihar, Pollyanna og Sædís   KLUKK!!!


Ég veit hver sá seki er...

Stjörnuspá

KrabbiKrabbi: Einhver leiðilegur eyðileggur einbeitinguna þína í háleitu verkefni. Líttu á það eins og verið sé að reyna þig. Haltu síðan áfram.
 
 
Ójá sko... Nú er það nefnilega ALLT Gurrí bloggvinkonu að kenna að ég sit ekki með mitt háleita verkefni Merry Xmas!!!!! 
50 lífsreynslusögurÞessi bók tekur nefnilega allan tímann núna!!!
 
Lá við að ég stykki á póstinn þegar hann kom með pakkann minn enda búin að bíða eftir að fá þessa bók í mínar gráðugu hendur alveg frá því að ég vissi að hún kæmi út!!! 
 
Já Gurrí mín... nú hefurðu á samviskunni að saumunum er ýtt til hliðar og ég ligg bara í sukki í sófanum nartandi í hraunbita og fleira súkkulaði gúmmelaði á meðan ég sekk mér ofaní ótrúlegar sögurnar af mikilli græðgi FootinMouth  
Vantar eiginlega bara rauðvínið eða konjakið  til að fullkomna myndina en þar sem ég set ekki svoleiðis óþverra inn fyrir mínar varir þá læt ég mér nægja kaffið!!!Tounge
 
Reyna hvað??   Iss þetta er náttúrulega ekkert annað en sældarlíf sko bara!!!Grin

Símaskrá í tætlum...

út um allt gólf... barnaleikföng liggja eins og hráviðri um allt svo vissara er að passa sig hvar maður stígur niður fæti..    óhreint leirtau í vaskinum... þvottaskrímslið vex... hreinn þvottur bíður eftir að komast inní skápa og skúffur og það vantar eiginlega hænur til að gogga í sig kexmylsnu og kleinuhringjafræ sem fela sig undir borði... 

 

hvað gerir frúin????

 

jú... felur sig í sófanum og SAUMAR!!!!! W00tWhistlingBandit


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband