Færsluflokkur: Bloggar

kjagandi hæna....

tja líður allavega þannig þegar ég skakklappast hér um íbúðina sem er alltof full af allskonar dóti og drasli.   Eða réttara sagt svona eins og mörgæs sem vaggar til hliðanna þegar hún reynir að komast áfram án þess að fljúga á hausinn í hálku!W00t

Spurning um að fá sér bara svona hálkumottu á lappirnar... hlýtur að vera hægt að útbúa eitthvað svoleiðis handa mér svo ég tolli á löppunum!   Var næstum flogin á hausinn áðan þegar ég fór með skæruliðana á leikskólann og samt var engin hálka!  Angry

Þarf að fara að dröslast til að taka til í þessari ruslahrúgu en hreinlega nenni því ekki... er eitthvað svo hrikalega löt og dofin eitthvað... veðrið kanski?    Alveg er furðulegt hvað veður getur haft áhrif á mann... geðvonskan fer uppúr öllu valdi og maður urrar á hvað sem fyrir verður.  *dæs* já það er ekki auðvelt að vera nálægt mér í svona lægð og ég er viss um að bóndinn verður bara guðslifandi feginn að komast í burtu frá ómögulegri frú í kvöld þegar hann byrjar nýja vaktatörn GetLost  

Mig vantar VARAHLUTI!!!    bara verst að mér er sagt að það sé hætt að framleiða í svona stórskrýtin furðudýr eins og mig!  Kanski maður ætti bara að hringja í Kára og bjóða sig fram sem tilraunadýr?Whistling


Hrakfallabálkur aldarinnar...

já svei mér þá ég held bara að ég hljóti þann titil!!

Tókst að beygla fína bílinn minn í borgarferðinni... var að reyna að mjaka mér út úr stæði...þurfti að bakka að annari innkeyrslu (að blokk í breiðholti... hvað annað!) til að geta beygt án þess að fara uppá einhvurja bévítans eyju... jújú... næ því... legg á bílinn... og... búmm!   Einhver hálviti lagði uppá eyjuna kolólöglega og ég beygla FRAMbrettið þegar ég rekst á járnadrasl undir pallinum.   Já þetta var PALLBÍLL og ég barasta sá hann EKKI! (þrátt fyrir að vera skær appelsínugulur!!!) W00t

Heimilistækin gera sitt besta í að ráðast á mig líka hér heima... ætlaði að taka úr þvottavélinni og þegar ég tek í hurðina þá brotnar handfangið næstum af!!    Ekki nóg með það... mér dauðbregður, reisi mig upp.. og þá réðst skúringamoppan á mig og lamdi mig í hausinn!! Angry

Hefði nú haldið að þetta væri nóg en ónei....    stólandskoti sem "einhver" hafði stillt upp í ganginum gerði sitt besta í að reyna að taka tærnar af mér og þegar ég hoppa um á einni löpp... haldandi um hina... þá dett ég um barnavagninn!!!   Í örvæntingu við að reyna að halda jafnvæginu fálma ég mig áfram og lendi með hendurnar á skenknum og er næstum búin að hrinda niður öllum garnkössunum mínum.   Gríp í þá í ofboði til að forða þeim frá falli (skúffu skápar fullir af DMC garni sko)... hendi niður nokkrum bókum í leiðinni og hvar lentu þær????   jú á TÁNUM Á MÉR!!! Devil   Tja... allavega EIN lenti á stórutánni Crying

Veðrið gerir sitt besta til að pína mig líka... eins og allir gigtarsjúklingar vita fara veðrabreytingar all svakalega í liðina og í svona rigningu og kulda eins og er hér núna eru mjaðmirnar að drepa mig!!  

Svo bætast við skæruliðar sem reyna ákaft að fjölga gráu hárunum á höfði móður sinnar... gera allt sem má ekki.. og ekkert sem þeir eiga að gera!    

Bahhhhh... veikindin eru allavega yfirstaðin... maður verður að sjá EITTHVAÐ gott í þessu öllu saman Pinch  

Farin í sófann að sleikja sárin... (  já og sauma smá... fer að detta á tíma!!!)W00t


Komin heim...

í pestarbælið!   Hvað er það með þessar pestir... leita þær mig og mína uppi og setjast svo bara að??? Hver bauð þeim???   Fæ engan frið fyrir þessum andskota!!

 Annars gekk ferðin til borgar óttans bara vel fyrir utan smá hremmingar á heimleið... muna það að skoða VEL kort og veðurspá og helst að hringja á vissa staði áður en lagt er af stað í ferðalög svo maður lendi ekki aftur í að berjast við að halda bíl á vegi í öskrandi sandbyl!!  Sideways

 

ga ga gaÉg er pirruð... þreytt... og æji bara... langar mest að skríða undir sæng og helst vera þar næstu daga!!!!    Eins fallegt að ég lét lita á mér hárlubbann ( já sem er orðinn ansi stuttur eftir borgarferðina) því annars sæust gráu hárin stingast út eins og mý á mykjuskán!

Þvotturinn bíður... leirtauið á borðinu eftir kvöldmatinn... leikföng útum allt...  en mér er alveg sama!!!!    Farin í sófann að glápa á imbakassann og SAUMA!!!   *fnæs*Angry


Ákvað að skella inn einni....

WIP mynd af Merry Xmas Wink

30 vikur35 vikur Fyrri var tekin þegar ég var komin 30 vikur og sú seinni núna áðan... 35 vikur komnar Wink

Aðeins 5 vikur eftir af "meðgöngunni"... tjaaa það er spurning... tekst mér þetta eða ekki?

Ekkert svakalega mikið eftir en samt... það er drjúgt þegar maður þarf liggur við að skipta um lit eftir 1-3 spor!

Er að finna mig til fyrir ferðina til borgar óttans á eftir og að sjálfsögðu verður Merry Xmas með í för... hvað sem verður mikið saumað... það kemur bara í ljós Errm


Ekki hættulegt???

Ójú!  Allavega hér á bæ þar sem minnsti skæruliðinn er með mjólkurofnæmi og lesa þarf VEL utan á allar innihaldslýsingar þegar keypt er inn.    Pakkamatur og unnar vörur eru yfirleitt alger bannvara þar sem oft er notað mjólk eða undarennuduft í þær vörur og stundum er bara hreinlega engin innihaldslýsing... nema þá á óskiljanlegu hrognamáli Angry    Ef matvörur eru fluttar inn finnst mér algerlega sjálfsagt að það séu innihaldslýsingar á ÍSLENSKU!  

braud    Eins má alveg bæta úr innihaldslýsingum á íslenskum vörurm líka því þar er þeim mjög ábótavant...   Gersamlega óþolandi að fara td bara og kaupa brauð.... stendur kanski "heilsubrauð" utaná plastinu en EKKERT meira!!   Svo þegar spurt er um innihald þá kemur afgreiðslufólkið algerlega af fjöllum... hefur ekki hugmynd um hvað sé í brauðinu!   

Lenti í því í eitt skipti þegar ég spyr um innihalds brauðs sem ég var að fara að kaupa... "nei nei... það er engin mjólk í því, guttinn má alveg fá þetta brauð" var svarið sem ég fékk...   Ertu nú alveg viss spyr ég enn hálf varkár...   "jájá en ég skal spyrja bakarann" segir stúlkan og fer og talar við bakarann til að fá þetta nú á hreint.   Kemur svo aftur með brosi og segir " nei nei.. það er engin mjólk í þessu brauði....  bara SÚRMJÓLK!!"  W00t  

Þarf víst ekki að taka það fram að ég labbaði brauðlaus út úr bakaríinu og keypti mér Netto brauð sem er ÁN mjólkur... VEL tekið fram í innihaldslýsingu! Wink

Þetta getur nefnilega verið spursmál á milli lífs og dauða! 


mbl.is Fólk á rétt á að vita hvað það kaupir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandbrjáluð kelling...

Jæja.. þá er maður komin heim úr fyrri borgarferð...    Margt tókst að gera á stuttum tíma, fara til doksa, fá sér kínamat, skreppa í kaffi til vinkonu og eyða allt of miklum pening!

handavinna Eyða alltof miklum pening já... öhmm... sko.. ehh... kellan fór nefnilega og keypti heilan handavinnulager! W00t   Jájá ég veit að ég er snargalin Tounge

Nú verður farið á fullt með að bóka markaði og kynningar til að koma þessu út til soltinna handavinnukellna sem eru að fara á hausinn við að reyna að versla í venjulegum hannyrðabúðum þar sem garndokkan kostar liggur við hönd og fót!   Miklu ódýrara að versla við mig bara þar sem allt er á heildsöluverði Tounge    

Ef þið handóðu kellur (og karlar) hafið áhuga á kynningu eða markaði skrifið þá í kommentakerfið og allt er tekið til athugunar Wink

Iss piss.is... ekki voru nú margir sem vildu fá mig í kaffi næst þegar ég kem suður Crying  hmmppffff... hvurslags er þetta eiginlega??!!!!     Engin komment í síðustu færslu nema frá eyjadísinni sem er alltaf svo dugleg að kommenta  (miklu duglegri en ég allavega hehehehe) Woundering

Nú er allavega planið að ég bruni suður nk sunnudag og verði frameftir vikunni.... hvur veit nema ég verði heila viku... fer eftir ýmsu svo það er ekki of seint að bjóða í kaffi Tounge

 


Ferðir til borgar óttans...

Eru á döfinni já...   Fyrsta ferðin verður nú bara skotferð þar sem ég flýg suður á mánudagsmorgun og svo aftur heim um kvöldið!   flugvel

Enginn tími fyrir heimsóknir í þetta sinn þar sem dóttlan og doksi eiga minn tíma þennan dag Tounge

Aftur á móti er önnur borgarferð á döfinni um næstu helgi og þá kanski maður geti skroppið í kaffi á nokkra staði þar sem ég og minnsti skæruliðinn ætlum að stoppa í nokkra daga... kíkja í búðir og dúlla okkur aðeins Wink    Þeir sem vilja fá okkur í kaffi í þeirri ferð skellið meilum í komment! Tounge     Ellasprella frænkuskott... á ekki að bjóða mér í kaffi?????Whistling

Yfir og út... er að pakka í bílinn til að fara og hitta tengdó og kallinn minn sem strauk frá mér eina ferðina enn... fer nú bara að spá í að binda hann niður hér heima!Bandit   

Alltaf þegar verið er að fara í ferðalag með fullt af skæruliðum mætti halda að maður væri að flytja búferlum! Sama hvað bíllinn er stór... alltaf fyllist hann!!   Einhver sem kannast við þetta?? Pinch


Svona fór um sjóferð þá :(

Hringdi í ferðaskrifstofuna og fékk þær grátlegu fréttir að það hefði selst upp í þessa ferð á hálftíma og það væri allavega 20 manna biðlisti Crying

Engin rjómó ferð fyrir okkur skötuhjú í bili Crying    

Þetta ætti að kenna mér að byrja ekki að hlakka til fyrr en ALLT er BÓKAÐ og klárt!!  *hágrátur* Crying

Ohh well... það koma aðrar ferðir...    (einhverntímann) *sniff sniff*


Ekki er nú öll vitleysan eins....

og það sem frúnni dettur í hug!!!

Var eitthvað af rælni að fletta auglýsingarpésa og sá þá auglýsta ferð til Tallin núna 13-17 sept.  Nefni það við bóndann hvort við ættum ekki að skella okkur bara svona að ganni en undirtektirnar voru ekkert voða miklar.   Svo fórum við að skoða þetta betur því oftar sem við skoðuðum... því meira lokkandi var þetta...     eitthvað spes tilboð 2 fyrir 1 í síðustu sætin og yrði kostnaðurinn semsagt ekki nema rétt rúml 70þús kr fyrir okkur bæði MEÐ hóteli og fararstjórn!!!Happy

tallin Allavega ákvað ég að hringja í tengdó og ath málið með pössun þar sem maður kemst náttlega ekki neitt án þess að annaðhvort draga alla skæruliða með eða fá góða pössun.   Jújú ekkert mál... hún er laus þessa daga en eitthvað fannst henni mikið að vera með alla 3 í einu Errm

Það reddaðist nú snarlega því elsta dóttlan mín sagðist geta tekið miðskæruliðann... væri sko ekki mikið mál Wink

Báðar dæturnar eru algerlega með á hreinu að við eigum að skella okkur bara 2 skötuhjúin og vilja gera allt til þess að við fáum smá rómó ferð saman ÁN skæruliða Grin

Þetta væri all svakalega gaman þar sem við komumst frekar sjaldan eitthvað ein og eins og allir vita þá þarf nú að rækta sambandið líka á milli para... tala nú ekki um þegar familían er stór Tounge   Ekki það að sambandið  sé eitthvað slæmt... þvert á móti en þar sem bóndinn hefur verið mikið í burtu og svo þegar hann kemur heim þá er annaðhvort verið að vinna í húsinu okkar eða verið með skæruliðunum sem sakna pabba síns alveg svakalega þegar hann er í burtu.   Semsagt... ekki mikill tími fyrir okkur skötuhjú Blush

Svo nú er stóra spurningin.... EIGUM við að skella okkur  (bóndinn þarf að fá frí úr vinnu að vísu í 3 daga) og njóta þess að vera bara 2 EIN að rölta um í Tallin.... éta gott og bara slappa af???

Ohhhh að fara eða fara ekki....    já stórt er spurt Errm

Já og þið sem hafið farið til Tallin... endilega kommentið hvernig ykkur fannst þar og hvað er áhugavert... er ódýrt þarna ofl??     Hef aldrei farið þangað nefnilega hehe Wink


Brjót og braml.... og það sem börnum dettur í hug!!!

Uppdeit frá fyrri færslu....    PíparaXXXXXX ákváðu nú loksins að drattast til að koma og reyna að fixa lagnirnar hjá mér í morgun.   Komu rétt fyrir 9 og náði ég bara aðeins að tala við þá áður en ég þurfti að flýta mér í vinnuna.   Sögðu strax að þetta væri lengst undir húsinu og þyrfti örugglega að brjóta eitthvað upp þarna til að komast að biluninni.      Jæja... ég fer í vinnuna sallaróleg þar sem mínar reynslur af pípurum hér á svæðinu einkennast af BIÐ og veseni.

Kem heim í hádeginu eftir að vera búin að ná í skæruliðana á leikskólann og jedúddamía... það er búið að brjóta upp gólfið í forstofunni hjá mér og hjónunum á efri hæðinni og LÍKA þvottahúsgólfið hjá mér!!!  Allt í RÚST!!     Kom semsagt í ljós að lekinn var undir forstofu og þvottahúsgólfinu hjá mér Frown  Að vísu fæ ég nýtt gólf á bæði forstofuna og þvottahúsið svo fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott hehe Smile  EN...  þetta er búið að skemma svo útfrá sér að hálfa væri nóg...    Fáum að vita hvað sé hægt að gera á mánudag þegar matsmaðurinn frá tryggingunum kemur til að skoða þetta.       Þvottahússgólf                                                                                                                                               Þarna sést hvernig umhorfs er í þvottahúsinu mínu (að vísu búið að setja ný rör og þrífa aðeins).       Næstu myndir eru af forstofunni... þar er verið að skipta um lagnirnar og búið að þrífa líka í kring en ekki verður hægt að loka þessu fyrr en á mánudag í fyrsta lagi svo ég þarf að æfa stökk framyfir helgi Undecided  Forstofa- veggur inní þvottahús                                                                    Forstofa-fyrir framan hurð                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                           Ekki beint skemmtilegt að hafa þetta svona!!!Frown

 

Þar sem það er búið að vera á fullu að brjóta og bramla hér þá var eldri skæruliðum hent út að leika...   eins og flestir vita þá eru uppátækjasamir skæruliðar alveg snillingar í því að vilja vesenast í því sem má ekki og öll tæki og tól sem hafa verið hér í dag hafa vægast sagt verið "áhugaverð".

Eins þurfti endilega að draga vini með sér til að sýna "skurðinn" í forstofunni og helst að hoppa nokkrum sinnum yfir líka... voða spennandi.

Mamman var nú bara hundleiðinleg og rak þá óðara út aftur þar sem þrátt fyrir að eiga ágætis herbergi með fullt af dóti þá tolldu þeir ekkert þar inni heldur fóru aftur og aftur að hrella aumingja píparann!      Ætla nú ekki að láta þá hræða hann í burtu loksins þegar einhver MÆTIR á staðinn til að laga!!!  Tounge 

Sit hér í rólegheitum við tölvuna áðan og heyri að miðskæruliðinn er kominn inn voða laumulegur eitthvað.   Fer að ath hvað hann sé að bralla og kem að honum inní gestaherberginu þar sem hann stendur voða sakleysislegur við rúmið.   Ég spyr náttúrulega hvað í ósköpunum hann sé að gera hér inni og ætla að láta hann fara þaðan út en það vildi hann alls ekki!!  Frekar vildi hann standa þarna og gera ekki neitt! ( var ekki með neitt dót með sér þar).    Kemur ekki uppúr kafinu loksins eftir mikið streð við að reyna að fá hann útúr herberginu að hann hafði "smyglað" vini sínum inn og falið hann undir rúmi!!!! W00t

Hvaðan hefur barnið þetta eiginlega?????????Woundering


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband