Færsluflokkur: Bloggar

Voilaaaaaaaa... Búúúúúúiiiiiiiin!! :o)

Hélt ég myndi aldrei klára helvvvvv... afturstinginn!Devil

IMG_0048  Erum við ekki sæææææt??? thíhí Grin

Þegar ég sá þetta munstur þá bara hreinlega VARÐ ég að sauma það... lýsir MÉR akkúrat LOL LoL

Kallinn varð nú ekkert sáttur þegar ég sýndi honum myndina og spurði hvort "við" værum ekki sæt....    "eeee.. ertu að kalla mig GRÍS????"   ROFL!!! LoL

jæja... þá er að snúa sér að Merry Xmas aftur og síðan að finna út hvað ég á að gera næst!  (ekki það að af nógu er að taka hehehehe)W00t


Dú æ níd tú sei mor????

88-coffeKaffi.... kaffi... kaffi.... KAAAAFFFFIIIIIIIIIIIII !!!!!!!!Sideways W00t Whistling

Held ég kaupi nú bara diskinn.....

Jeminn eini...    Ég var með voða plön um að skella mér suður til Tjöruborgar í maí til að sjá stórsöngvarann Josh Groban í Laugardagshöllinni.    Hefði verið gaman að smala í svona "stelpuferð"... ekki oft sem maður kemst að heiman án þess að þurfa að drösla með sér kalli og grislingum Pinch  josh-groban

Svo fór ég að ath með miða.... og NEI TAKK.. ég ætla EKKI að borga 12900kr fyrir miða!!! Kræps!

Þessi ferð myndi semsagt kosta mig:

Ferð suður (fram og til baka í bensín ofl)  ca 20.000kr

Gisting 2 nætur 5.000kr  (er með íbúð)

Miði á Josh Groban 12.900kr 

Matur ofl (maður borðar náttúrulega úti í svona ferðalagi) 10.000 

Samanlagt yrði þetta tæplega 50.000kr!!!! 

 

Niðurstaða....... Kaupi diskinn frekar á 2500 kall!! Wizard

 

 


Bwaaahaaaahaaaaa!!!

funny_99  Passar þegar ég er að sauma.... eða lesa... ROFL!!!!LoL

bloggvafr....

Yfirleitt snemma á morgnana vafra ég um bloggheima og alveg er kostulegt að þótt maður sé úrillur og geðvondur (ef nóttin hefur verið slæm) að alltaf tekst að létta mér lundina með þessum lestri.  Margir snilldarpennar hér á ferð og oftar en einu sinni hefur komið fyrir að lyklaborðið hjá mér sé í stórhættu þegar kaffið mitt (eða kókið) gusast útúr mér í hlátursrokum.   Held ég þyrfti að fá mér vatnshelt lyklaborð! Tounge 

Netið er til margra hluta nytsamlegt en úff hjálp... alltof freistandi að versla þar líka!!   Get algerlega gleymt mér við að skoða handavinnuvörur tildæmis *flaut*Whistlingimage005

Nú sýður vatnið í neskaffið mitt (nenni ekki að hella uppá fyrir mig eina) svo ég ætla að njóta þess að fá mér kaffibolla áður en amstur dagsins hefst fyrir alvöru..... Þar sem samkvæmt frétt mbl fyrir nokkrum dögum var staðhæft að kaffidrykkja væri ekki slæm fyrir blóðþrýstinginn er ég meira að segja að spá í að fá mér TVO bolla!!  Ekki veitir af til að koma manni í gang svo maður geti farið að gera eitthvað af viti hér...    kanski reyna að skríða eftir gólfinu og tína upp öll kleinuhringjafræin sem sonur minn er svo iðinn við að dreifa útum allt? *dæs*Shocking   cheerios


Úfffff...

Sit hér gersamlega búin líkamlega og andlega...   

Enduðum á læknavakt um 9 í kvöld með sárlasinn skæruliða sem hvorki hefur viljað borða né drekka nema þá helst fá mömmutúttur og ekki einu sinni það bjargaði seinnipart dags.

Niðurstaða... mjög slæm flensa og hálsbólga svo það er bara að halda að honum vökva, sterkum stílum og pústi...    ekki bætir úr skák að tanntaka er líka að angra guttann svo það er mikið lagt á lítinn tæplega 9 mánaða dreng Sick    Sjáum til hvernig nóttin verður og doksinn hringir í fyrramálið til að ath hvort eitthvað hafi lagast eða hvort þurfi að bæta við lyfjagjöfina.

Engin árangursmynd í kvöld... verðið bara að bíða róleg Wink


Og hún vex...

Já það er mikið hægt að gera við að gera ekki neitt Tounge   Og já eins og Gunna-Polly segir þá kann ég ekkert svoleiðis svo á milli húsverka þá settist ég og saumaði smá í einu... fór svo að gera eitthvað annað.... settist aftur og saumaði einn þráð...  svona gekk þetta í dag á milli þess að berjast við brjálaðan skæruliða sem gerði varla annað en að hrella móður sína og gera hana gráhærða.. (eins fallegt að ég er að fara í klippingu og litun áður en ég fer í fríið mitt Tounge )

Eitt af hans skammarstrikum var tildæmis að þegar ég var í mesta sakleysi að vafra á netinu þá POMPAR allt í einu skrifborðstóllinn minn niður á gólf (já næstum því allavega),  frúin hoppaði hæð sína... henti kaffi útum allt og öskraði svo hátt að það heyrðist örugglega yfir í næstu hús!!   Undan stólnum skreið lafrhræddur skæruliði sem hafði verið að toga í "typpið" á stólnum sem lækkar hann niður. Whistling     

Árangur dagsins.... here you go Wink

IMG_0033


Fjandans eirðarleysi....

Skil ekki hvaðan þetta kemur... eða af hverju þetta er svona?

Rólegur dagur hjá mér í dag... geri átómatískt nauðsynlegu húsverkin... treð í þvottavélina... þurrkarann.. tek úr.. brýt saman...      Uppvaskið í uppþvottavélina... tíni upp dót og drasl... og jú nógur tími til að sauma meira að segja.    Pestarpúkafjandinn á undanhaldi (vonandi allavega) og skæruliðar ekki eins kröfuharðir á mömmufang svo af hverju sit ég ekki og sauma í rólegheitum núna?

Sit hér við tölvuna... fletti í gegnum bloggsíður og vafra um netheiminn og man ekki stundinni lengur hvað ég var að skoða áðan.  Settist niður áðan og saumaði smá aftursting í leynimyndina en henti henni svo frá mér... hreinlega nennti ekki að sauma fjárans afturstinginn!  Var að spá í að baka smá en neibb... hreinlega nenni því ekki!    Það er eins og heilinn sé bara ekki alveg í sambandi... kanski eru þetta eftirköst eftir annasama helgi... baráttu við pestarpúkafjandann eða kanski bara OF rólegt í kringum mig núna???  Ekkert að stressa sig yfir... ekkert sem liggur á að gera...  Af hverju er ég þá svona eirðarlaus???  

Ohh fjandinn.... best að sjá hvort ég nái ekki að sauma eins og einn spotta áður en ég hendi saumadraslinu frá mér aftur! grrrrrrrrrrrrrr!  Var ég einhverntíma búin að segja það að ég HATA aftursting!!???Devil


Leynimyndin heldur áfram...

er löngu hætt að telja dagana en ætla að reyna að vera búin með hana þegar ég fer í fríið mitt.

Tókst að sauma smá á milli þess að sinna sárlösnum skæruliðum, meira að segja fékk smá "frí" og skrapp til vinkonu minnar í kaffisopa seinnipart dags og auðvitað notaði ég tækifærið og tók saumadótið með mér hehe Grin    Voða gott að komast aðeins út og hitta "fullorðið fólk" að tala við þegar maður er eiginlega búin að vera læst inni á heimilinu á meðan pestarpúkafjandinn herjar.  Er sko gersamlega að fá nóg af veikindum... við erum algerlega búin að fá okkar skammt takk fyrir!

IMG_0031 Nú er farið svona aðeins að koma í ljós hvað þetta er... og jú einhver kom með rétt svar að þetta eru 2 grísir... svo mikið ljóstra ég upp.. EN... þeir eru ekki í teboði hehehe LoL

Þessi mynd er svona... tjaa... ádeila eða grín á sjálfa mig kanski?Whistling  Kemur í ljós... kemur í ljós...  með hverju spori kemur meira í ljós.. *tíst* Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband