Færsluflokkur: Bloggar
25.3.2007 | 15:50
hah!!
Fann garnpokann minn *saumisaumi* skelli kanski inn WIP mynd í kvöld ef ég nenni.
Annars fara nú dagarnir hér í lasna skæruliða en ekki saumaskap... þessi pestarpúkafjandanshelv..... vill ekki láta okkur í friði svo nú eru hitatölur 39.5-40.5 hjá báðum yngstu! Þarf sem betur fer ekki að spá í skólastrákinn þar sem hann er stunginn af í frí með ömmu og afa!
Pétur Pan í imbakassanum fyrir einn skæruliða... annar á leið í bólið sitt...hmm.. kanski fæ ég nokkrar mínútur til að setjast niður með leynimyndina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2007 | 19:10
Waaaahaaaaaa....

![]() |
Laus við stjörnustæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2007 | 23:38
Hrokkin í gírinn...
tjaaa allavega saumagírinn
Fyrst ætla ég að byrja á að þakka ykkur elskurnar fyrir öll knúsin sem ég fékk... þau voru mikils virði fyrir mig... alltaf gott að fá knús þegar maður er eitthvað "down"
Skal reyna að vera duglegri að blogga en ég hef verið undanfarið... Hef bara ekki haft mig í það einhvernveginn og það er eins og ég hafi þurft "spark í rassinn" til að koma einhverju hér á prent.
Skapið er allavega skárra og heilsan líka... það virðist fylgjast vel að þessi andsk... hehehe
Af leynimyndinni að segja hef ég ekki saumað spor í maaaarga daga! Einhvernveginn datt ég úr "gírnum" með hana og hef ekki fengið mig til þess að taka hana fram... enda þegar ég kom heim úr ferðalaginu til vinkonu minnar þá lagði ég pokann með garninu einhversstaðar og ég hef greinilega falið það svo vel að ég hreinlega finn það ekki aftur! Ohh jæja... það finnst örugglega þegar ég fer að rífa allt fram og finna til fyrir Frakklandsferðina mína sem er eftir... jedúddamía... aðeins tæpar 2 vikur!
Aftur á móti hef ég verið ansi dugleg við að sauma í Merry Xmas risamyndinni og nú ætti að sjást þónokkur munur jafnvel þótt mér finnist ekkert ganga því hún er svo hrikalega stór hehehe
til vinstri er 7 vikna myndin en sú til hægri var tekin áðan, eða 10 vikna árangur.
Nú er bara að sjá hvort ég finn pokann með garninu mínu svo ég geti haldið áfram með leynimyndina... þyrfti nú eiginlega að drífa í henni svo hún þurfi ekki að bíða á meðan ég er í fríinu mínu og þið enn að giska
Hér fylgir allavega mynd sem ég tók af henni áðan... og sést að ég saumaði pínkupons á meðan ég var hjá vinkonu minni fyrir 2 vikum síðan... það er að segja áður en aumingja greyið var sett uppí hillu og látið dúsa þar.
Svo nú er bara að halda áfram að giska hehehe *púkaglott*
Yfir og út... farin að skola af mér skítinn og koma mér svo í bælið að knúsa kallinn minn. Eigið góða drauma elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 15:33
Orkulaus, skapill, öfugsnúin og geðvond...
jámm... akkúrat lýsingin á mér núna!
Stundum langar mann bara að skríða undir sæng og liggja þar næsta hálfa mánuðinn og þannig er veröldin búin að vera hjá mér undanfarna daga.
Fór í mjög skemmtilega ferð samt til vinkonu minnar um helgina... komst þó ekki heim fyrr en á mánudeginum þar sem við urðum veðurteppt á leiðinni en það var í lagi svosem... var bara í besta yfirlæti hjá tengdó á meðan
Síðustu dagar hafa verið... tja hvað á maður að kalla það... mjög "erfiðir" kanski? Heilsan að bögga mig... kallinn þurfti að fara suður í jarðarför (3ja jarðarförin í familíunni á 4 mánuðum) svo ég var ein heima með skæruliðana á meðan... ekki þýddi að fara með þá með suður.
Yngsti skæruliðinn þarf að fara í rannsóknir... eitthvað ekki eins og á að vera hjá honum en vonandi verður hægt að bæta úr því.
Æji það eru bara sumir dagar verri en aðrir og akkúrat núna er einhver "lægð" sem erfitt er að rífa sig uppúr... hef varla snert á saumadóti... búið að vera brjálað að gera hjá mér og mér finnst einhvernveginn eins og ekkert gangi! Mig hlakkar ekki einu sinni til að fara til Frakklands!!!
Og aumingja kallinn minn tekur öllu með jafnaðargeði.... knúsar mig bara þessi elska og bíður að þetta líði hjá... úff það sem á hann er lagt!
Yfir og út þar til næst þegar ég hef orku í að blogga ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.3.2007 | 23:15
dagur 6
ekkert voða mikið saumað í dag þar sem nóg var að gera á stóru heimili... rétt náði að sauma nokkur spor í leynimyndina í kvöld þegar allt var komið í ró.
Og nei... þetta er ekki hundur... ekki kálfur... ekki dreki.. og nei ekki geit heldur! LOL ýmsar hugmyndir komnar en enn sem komið er.. enginn nálægt thíhí
Nú verðiði að bíða fram yfir helgi með að sjá árangur þar sem ég ætla að stinga af til vinkonu minnar á morgun og kem ekki heim fyrr en á sunnudag aftur... kem kanski til með að vera nettengd svo ég geti tékkað á blogginu af og til en veit ekki hvort ég geti sett inn myndir... sé til hvað hægt er að gera því auðvitað verður leynimyndin með í för
Þar af leiðandi verður ekki Merry Xmas WIP mynd á morgun heldur á sunnudagskvöld eða mánudag ef ég verð of þreytt eftir að keyra heim á sunnudeginum
Sé svo til hvað ég nenni að sauma um helgina... verð að vinna allan laugardaginn (Lilja mín... safna fyrir gjaldeyri hehehehe) og hvur veit nema maður bara skelli sér á djamm um kvöldið!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.3.2007 | 23:09
og hún vex....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.3.2007 | 13:21
ógeðslegt!!!
Það er margt skrýtið í hinum stóra heimi en svona mál fá mig alltaf til að verða svo hryllilega reið að hálfa væri nóg! Hvernig dettur honum þetta í hug??? Hverskonar maður er þetta eiginlega??? Nógu er nú slæmt þegar kynferðisafbrot eru annars vegar en að gera barnabarninu sínu þetta????
Ég á bara ekki einasta orð! Og dómurinn er alltof vægur... sitja inni í 3 mánuði og 12 skilorðsbundnir?? Þótt hann sé á áttræðisaldri þá er það ENGIN afsökun og hann ætti að sitja inni miklu lengur!
ÓGEÐSLEGT segi ég nú bara!!!!!!!!!!!
![]() |
Dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabarni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 22:47
jæja...
ekki var mikið saumað í dag vegna anna en smá tíma náði ég þó að ræna til að setjast niður með leynimyndina mína
Er komin með ferköntuð augu eftir að rýna í leiðbeiningar á netinu... gera auglýsingar... senda meil... klára pantanir... plana ferðalög ofl ofl.. Um leið og einhver stund var á milli stríða á heimilinu var sest niður við tölvuna og haldið áfram að plana.... Semsagt.. lítill tími fyrir saumaskap!
En nú er allt komið í ró á þessum bæ svo NÚ ætla ég að setjast niður í hornið mitt... fá mér góðan kaffibolla og setja mig í saumagírinn! Kallinn á björgunarsveitarfundi... skæruliðar í fasta svefni... ahhhh it's MY TIME!!! thíhí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.3.2007 | 09:54
Get ekki ákveðið mig....
Okkur áskotnaðist "nokkrir" aurar óvænt um jólin og ég er svo beggja blands hvað eigi að gera við þá... fara í ferðalag... eða nota í nýja eldhúsið mitt...
Eina stundina er ég harðákveðin að fara í frí þar sem það er ekki oft sem familían kemst eitthvað í burtu og hina stundina poppar upp "hagsýna" húsmóðirin sem finnst miklu betra að nota peninginn í eitthvað sem virkilega ÞARF að gera!
Á ég að fara til Frakklands um páskana???? Mig dauðlangar að fara en þegar ég fór að ath með ferðir þá myndi það kosta okkur familíuna lágmark 140þús bara farið fram og til baka og þá er eftir allur gjaldeyrir og ferðir innanlands. Þarna yrði flogið til London og þaðan með EasyJet til Lyon.
Fékk tilboð frá Iceland Express í meili og tékkaði á því.... ef ég færi ekki fyrr en um miðjan maí þá myndi farið fram og til baka beint til Parísar kosta aðeins 72þús... munar helmingi!! Að vísu myndi lestarferð til Lyon kosta aðeins en samt!
Eins fékk ég tilboð frá einu félagi í gær.... setja mig á hopplista fyrir sólarlandaferð í sumar 2 fyrir 1... það er líka lokkandi...
Stóra spurningin er... á ég að slá öllu upp í kæruleysi og skella mér (ásamt familíunni) í frí um Páskana... í Maí... eða í sumar til sólarlanda.... eða á ég að nota peninginn sem ég myndi nota í þessa ferð til að kaupa mér aðeins dýrari tæki í nýja eldhúsið mitt?????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2007 | 22:29
Dagur 3
og leynimyndin vex... enn er nú ekki hægt að sjá hvað þetta er en þið megið alveg giska hehehe (Þeas allir nema Gerða! lol )
Smá árangur sést þótt ekki sé hann mikill síðan í gær en ég hef saumað frekar meira í Merry Xmas í dag heldur en í þessari... Tek svona skorpur af og til í hverri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar