Færsluflokkur: Bloggar
22.4.2007 | 11:31
Nýr dagur tekinn við....
og djös dugnaður er í kellunni! Er á fullu að ganga frá farangri og nota tækifærið og hendi útúr skápum líka... ehmm... afleiðingin verður að öll rúm og gólf eru full af dóti sem ég hef ekki hugmynd um hvað á að gera við!!!!
Ohh jæja... eitthvað fer í ruslið... annað í Rauða Krossinn og hinu treð ég nú bara inní skápa þar sem eitthvað pláss er eftir. Kræst hvað ég hlakka til að komast í MITT hús með FULLT af plássi svo það líti ekki alltaf út eins og kjarnorkusprenging hafi orðið á heimilinu
Þvottavélin þvær á fullu... fer örugglega að fá taugaáfall greyið og strjúka að heiman! Alveg ótrúlegt hvað safnast af þessum þvotti alltaf hreint!
Keypti mér ísskáp í fyrradag þar sem sá gamli gaf endanlega upp öndina rétt áður en við fórum í ferðalagið... Ekki í frásögur færandi nema að þegar sá nýji var kominn hingað heim þá tökum við eftir að hann er allur skakkur og beyglaður!!! Langar nú eiginlega ekki að kaupa BEYGLAÐAN ísskáp fyrir 94þús kall!! Well sölumaðurinn kom og kíkti á hann aftur og niðurstaðan er sú að við megum nota þennan þar til við fáum nýjan sem pantaður var á stundinni og fáum hann einhvern tíma í næstu viku
Þvílíkur munur að geta haft frysti INNI í staðinn fyrir að þurfa að kappklæða sig og fara útí bílskúr til að ná í eitthvað í matinn úr frystikistunni!
Læt fylgja hér mynd af herlegheitunum
Búið að ryksuga stofuna.... eldhúsið er að líkjast meir og meir eldhúsi í staðinn fyrir svínastíu, búin að búa um rúmin og nú er kominn tími á kaffisopa handa kellunni Kanski maður taki upp saumadótið líka? Er nú eiginlega kominn tími á að halda áfram með Merry Xmas myndina mína sem er búin að bíða svo þolinmóð eftir mér í rúman hálfan mánuð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2007 | 19:59
Slurp!
Mikið djöööö geri ég góðan mat!!! *tíst* Fékk nefnilega alveg hrikalega góðan fiskrétt hjá mágkonu minni um daginn og ákvað að prófa mig áfram með álíka hráefnum. Niðurstaðan var svona:
Nokkrar litlar gulrætur skornar í smáa bita og steiktar í olíu í potti (eða á pönnu)... frosnum paprikustrimlum bætt útí og látið krauma. 1 dós af Thai Masaman Curry sauce hent útí og látið malla smá stund (kartöflubitar sem eru í dósinni skornir smátt niður). 2 litlum dósum af Thai Pride Kókoshnetumjólk hent þar útí, látið krauma upp og svo er þorskbitum bætt útí sósuna og soðið þar til fiskurinn er tilbúinn. Bar þetta fram með hrísgrjónum og fersku salati og át á mig gat!
farin í sófann til að melta herlegheitin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.4.2007 | 10:23
Komin heim á klakann....
og þvílíkt og annað eins... það er KALLT!!! Langar mest að flýja bara út aftur í hitann
Nei segi nú bara svona.... það var gaman í frakkaríki en samt er nú alltaf best að vera komin heim í sitt eigið ból, allavega var skrokkurinn á mér ansi ánægður með að fá rúmið sitt og sængina aftur
Nú er bara hversdagurinn... þvo skítuga þvottinn sem alltaf fylgir skæruliðum jafnvel þótt það séu bara 2 dagar síðan þvegið var siðast af þeim... elda góðan íslenskan mat (nammi nammi þorskur!) og ganga frá öllum fatnaði og dóti sem fylgdi okkur heim.
Er í einhverju letikasti núna... nenni varla að blogga einu sinni... kanski bara þreytan eftir ferðalagið að segja til sín enda tekur svona á þótt gaman sé Allavega er maður farinn að geyspa og gapa hér um 9 á kvöldin og langar mest að skríða í ból
yfir og út í bili þar til næst! farið vel með ykkur elsku vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2007 | 09:04
Síðasti dagurinn....
jeminn... hvert hefur tíminn flogið eiginlega????? Í fyrramálið um 8 leggjum við af stað til Parísar aftur og fljúgum heim í kuldann.... Nú er bara að pakka niður öllu dóti, senda það sem á að senda (ekki möguleiki að komast með öll innkaupin heim hehehe) og gera allt klárt fyrir lestarferðina í fyrramálið. Það er búið að vera alveg meiriháttar að heimsækja Frakkland en verst þykir mér að við náum ekki að stoppa neitt í París... mig hefði langað að sjá Eiffelturninn Ohh jæja.. það verður bara næst!
Það er víst ekki hægt að gera ALLT sem manni langar þegar skæruliðar eru með í för og allt sem þeim fylgir.... fer bara í rómó ferð með kallinum til Parísar einhverntíma í framtíðinni
Eins fórum við ekki til Ítalíu eins og mig langaði... þegar farið var að spá í svoleiðis ferðalag þá kom í ljós að löngu göngin undir Mount Blanc voru sko ekki þau einu heldur voru þau MIKLU fleiri svo það var snarlega hætt við ferðina... hefði örugglega þurft áfallahjálp og hrætt skæruliðana uppúr skónum ef reynt hefði verið að fara þessa leið
Að öðru leyti hefur þessi ferð verið alveg meiriháttar skemmtileg... margt brasað, gamlir bæjir skoðaðir, "villst" um á bílnum, dýra/grasagarður skoðaður, nokkrar verslunarmiðstöðvar heimsóttar, mikið borðað af ostum/brauði og sultu og fullt af "skrýtnum" mat sem gaman var að smakka Nokkrar gerðir af bubbluvíni voru smakkaðar í hitasvækjunni og margir kaldir drykkir, ávextir og ísar hafa horfið ofaní litla skæruliða sem hafa unað sér vel í buslulaug og vatnsúðurum hehe
Nú tekur "hversdagurinn" við þegar heim verður komið en margar góðar minningar verða geymdar úr þessari ferð (já og hellingur af myndum auðvitað hehe)
Yfir og út í bili... farin út að njóta veðurblíðunnar síðasta daginn áður en maður þarf að fara að kappklæða sig í peysur og úlpur aftur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.4.2007 | 11:19
Heitt... heitt... heitt... HEITT!!!
Og ég svo gáfuð að ég GLEYMDI að bera á mig sólaráburð! Afleiðing af því er að ég lít út eins og upphleypt rúllupylsa með deplum og læt eins og kláðamaurar séu búnir að finna sér bólfestu á örmum og hálsi! *klóri klóri* arghhhhh!
Annars er allt fínasta héðan... tókum einn dag í að fara bara 2 skötuhjúin með skæruliðana og "villast" í nágrenninu... vorum með "kellinguna" (GPS) og fórum bara alltaf í þveröfuga átt við það sem hún sagði Keyrðum í gegnum nokkra voða fallega bæi með flottum kirkjum og eldgömlum húsum. Það er ofsalega fallegt allstaðar hér en ég held að ég myndi ekki vilja búa hér... alltof "franskt" fyrir mig takk... frakkar kunna ekki stakt orð í ensku og að reyna að bjarga sér hér með íslenskuna/enskuna/sænskuna (sem ég tala reiprennandi) er gersamlega vonlaust svo maður er gersamlega eins og álfur útúr hól þegar á að fara að spyrja að einhverju eða já bara versla í matinn! Að glápa á sjónvarp er vita vonlaust þar sem ALLT er dubbað yfir á frönsku!
Fórum á veitingastað með alla hersinguna um daginn... hann heitir "Bláa Hjólið" og er ca 16km hér í burtu í pínulitlum bæ sem heitir Joyeux. Þar fengum við heldur betur fína þjónustu hjá kalli sem hafði ekki hugmynd um neitt um Ísland nema "Reykjavík og Björk" hehehe Hver man eftir sögunni um "stúlkuna á bláa hjólinu" sem fór á milli bandamanna og frakka í seinni heimsstyrjöldinni (ef ég man rétt)? Staðurinn er skírður eftir þeirri sögu og allt þarna í anda þeirrar sögu. Eins var hægt að leigja hjól og fara sömu leið og "stúlkan" fór en við nýttum okkur nú ekki þann möguleika.
Að skilja matseðilinn var vita vonlaust og ef við hefðum ekki haft neinn frönskumælandi með okkur hefði þetta nú orðið ansi skrautleg máltíð. Enduðum á að fá okkur salat í forrétt, önd og froskalappir í aðalrétt og svo nokkra smárétti í eftirrétt ásamt kaffi. Mikið hrikalega var maður södd á eftir enda tókum við góðan tíma í að borða... sátum alveg frá hálf eitt fram til kl 3! Skæruliðar undu sér vel þarna enda staðurinn gerður fyrir barnafjölskyldur, leiktæki til að klifra í og 2 gamlir asnar í girðingu þarna sem voða gaman var að gefa gras
Erum búin að gera margt meira skemmtilegt en nenni ekki að skrifa meira... farin að fá mér ÍSKALDAN drykk áður en ég bráðna hér í hitanum! Já og muna eftir að bera á mig sólaráburð!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.4.2007 | 16:26
Skelfileg búð!
Ójá sko... alveg hrikalega skelfileg... það er að segja fyrir VESKIÐ!! Okkur kerlum datt í hug að fara í smá verslunarleiðangur hér í næsta bæ... ætlaði að vera góð við sjálfa mig og versla mér skó þar sem það er svolítið óþægilegt að þramma um í kuldaskóm í 22ja stiga hita Lentum inní búð sem seldi fatnað á allar stærðir og gerðir... meira segja extra extra large eins og á mig eftir allt osta/sultu/brauðátið
Jæja... við förum að skoða... ójedúddamía! Rogaðist út með RISA poka eftir að ég var eiginlega búin að biðja svilkonu mína um að rota mig svo ég kæmist einhvern veginn útúr þessari búð þar sem ég var farin að örvænta um að ég þyrfti að leigja einkaflugvél undir mig og allt dótið heim! Hef bara sjaldan séð annað eins sko.
Þetta var svona álíka og götumarkaðarnir í Hagkaup nema hvað þetta voru tískuföt og kræst hvað allt var flott! Skæruliðarnir litlu eru sko gersamlega fataðir upp... gallar/náttföt/buxur/peysur/flott sett með buxum og peysum eða bolum.... og jú... greip EINA peysu fyrir mig í leiðinni til að hafa þegar ég lendi í kuldanum heima *glott* Svo þegar komið var á kassann og ég var að reyna að burðast við að skilja kassadömuna hálf í örvæntingu yfir hvort ég væri nú með nóg af evrum til að borga þetta allt þá fékk ég nú annað áfall... 2 risapokar FULLIR af fötum á aðeins 123 evrur!!!! 11þús kall!!!! Og ég er sko að tala um RIIIIIIISA poka og MIKIÐ af fötum!!
Það var nú bara ein í hálfgerðu sjokki sem skrönglaðist með pokana að bílnum (eða kanski var það hitinn ) og lagði af stað heim.
Nú er að fá kallinn til að samþykkja að fara aftur (hann með vísakortið sko) og fata HANN upp og já kaupa vetrarföt á skæruliðana á aðeins 7 evrur úlpuna!!!! Kræst... ég held ég þurfi að senda bara pakka í pósti heim. ( myndi samt borga sig miðað við verðið hér).
Yfir og út í bili... farin að fá mér kaffisopa og setjast í skuggann áður en lýsið lekur gersamlega af mér hér (mætti nú alveg fara smá samt )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.4.2007 | 16:15
fjúffffff.....
22ja stiga hiti í skugga og maður situr bara með ískaldan ávaxtadrykk í hönd úti í blíðunni
Úðarinn búinn að vera í gangi hér í garðinum og skæruliðar hafa unað sér vel við að hlaupa í gegnum vatnið til að kæla sig niður enda veitir ekki af þar sem allavega minn litli svitnar og svitnar í hitanum. Liggur við að mann langi að hlaupa þarna í gegn líka en.. held að það verði nú bara sturta í kvöld í staðinn. Húsfrúin og ég sendum pabbana með elstu skæruliðana í dýragarð í Lyon í dag og vorum bara í rólegheitum sjálfar heima með minnstu stubbana... voru það eiginlega kærkomin rólegheit frá búðarrápi og skoðunarferðum hehe
Ég komst í handavinnuhorn í einni búð og náði mér í eitthvað til að gera því ef ég hef ekki saumaskapinn þá er eins og það vanti á mig hendurnar! Ég bara VERÐ að hafa eitthvað að gera í höndunum! Sat hér í rólegheitunum úti og saumaði á meðan minnsti skæruliðinn svaf bara á samfellunni í vagninum.
Voða næs líka að sitja með saumadótið á kvöldin þegar skæruliðar eru komnir í ból og fullorðna fólkið situr með rauðvín eða bjór í hendi (og ég ávaxtadrykkinn minn hehe) og slappar af eftir daginn Oft eru þá planlagðir næstu dagar... hvert á að fara... hvað að skoða ofl enda margt að skoða hér í nágrenninu... einn fegursti bær Frakkland "Perouges" er hér bara í örskots fjarlægð.. næstum hægt að labba þangað en verst að það yrði allt uppímóti svo mínar lappir myndu mótmæla hástöfum svoleiðis labbitúr
Verður gaman að sjá hvað kemur útúr spjallinu í kvöld... þeas hvert eigi að fara á morgun
Hafið það gott þar til næst elsku vinir... veit allavega að ÉG mun hafa það ógisslega næs hér í blíðunni .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2007 | 11:14
Gleðilega Páska :o)


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2007 | 21:32
Komin til Frakklands!
Sendi kveðju frá France.... ferðasaga verður sögð síðar þar sem maður er gersamlega búin líkamlega og andlega eftir þessar "hremmingar" hehehe Vorum lögð af stað kl 5 í morgun og ekki komin til Meximieux fyrr en um 9 í kvöld (7 að ísl tíma) með viðkomu í París og Lyon. 2 litlir skæruliðar lúra nú á sínu græna alveg búnir eftir þetta ferðalag og foreldrar alveg við það að skríða í ból (kallinn sofnaður í sófanum hehe). Skjáumst síðar kæru vinir... læt vita af mér af og til héðan frá France
Knús og kossar....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2007 | 19:59
Morgunmatur í kvöldmat??
Úfff... sit hér á meltunni eftir óhollustuna... Bacon-steiktar pylsur-spæld egg og ristað brauð (jú og hvítlaukskartöflur, afgangur síðan í gær) jummýýýýý! Skil ekki hvernig hægt er að hafa svona í morgunmat eins og tíðkast í öðrum löndum.. ég yrði afvelta á hverjum morgni og það yrði ekkert úr verki! *dæs*
Nú styttist óðum í fríið mitt... Tjöruborg nk mánudag og svo út til Frakkaríkis á Skírdag
Er búin að taka töskurnar fram en það er líka það eina sem tilbúið er... jú búin að þvo allan þvott og langt komin með að þrífa eldhúsið þar sem ég ætla sko að hafa allt tipp topp þegar ég fer... ekkert er eins óskemmtilegt og að koma heim eftir frí og þurfa að byrja á því að taka til!!! Mesta furða hvað ég er róleg yfir þessu öllu saman... hmm.. ætli stressið fari ekki að láta á sér kræla á morgun þegar verður farið að pakka niður á fullu



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar