Færsluflokkur: Bloggar
28.4.2007 | 11:55
Laugardagur til lu.... nei annars...
til ÞRIFA!!
Dagurinn í gær endaði nú ekki með algerum púkaskap eins og einn bloggvinur minn spáði heldur í sófanum en samt ekki alveg afvelta Tók smá skurk í Merry Xmas en þarf greinilega að finna mér eitthvað til að hafa svona á "milli" þar sem spottaskiptingin er að gera mig ga ga ga! Eitt spor... skipta um nál og lit... nei sko.. 2 spor hér... skipta... 1 spor... skipta... jahvurassgotinn... heil 5 spor hér! ARG!
Ohhjæja.. hún vex allavega "smá" í hvert skipti hehehehe
Í dag verður svo tekið til hendinni.. bæði í saumaskap og þrifum! Uppþvottavélin komin af stað... þvottavélin líka og nú þarf ég að fara út og klippa snúrurnar í sundur! Öhmm.. ekki til að skemmileggja heldur svo kallinn láti nú verða af því að koma með NÝJU snúruspottana því hinir voru orðnir ansi grænir og mosaslepjulegir (jukkkkk) Er í einhverju þrifnaðarstuði... gott veður úti og já eins og ein vinkona mín sagði í kommenti við síðustu færslu... hitaeiningarnar brenna við þrifin!
Svo er að setjast niður á milli og sauma nokkra spotta Kanski skelli ég inn árangursmynd í kvöld.. hvur veit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.4.2007 | 16:09
Hvar endar þessi dagur???
örugglega með kellu afvelta uppí sófa!
Í morgun var frúin svo dugleg að hún labbaði sér með skæruliða nr3 uppá leikskóla þar sem var opið hús hjá nr2... ágætis göngutúr þar með rigningarsuddann hangandi í loftinu og nokkra dropa sem rötuðu á nefið á henni. Svo var haldið heim aftur þar sem húsverkin tóku við... alveg merkilegur andsk hvernig það tekst alltaf að láta líta út eins og um kjarnorkuárás hafi verið að ræða á heimilinu Náði að sauma nokkra spotta í Merry Xmas líka á meðan skæruliði nr3 svaf á sínu græna úti í vagni eftir hádegið. Sit svo í mestu rólegheitum við tölvuna þegar allt í einu er barið svo svakalega á hurðina hjá mér að ég hélt að húsið myndi hrynja! Var þá kominn sendibíll með nýjan Ísskáp handa mér og ég EKKI látin vita af því fyrirfram svo ég gæti tæmt þann sem ég var með fyrir! Hringdi í ofboði í bóndann þar sem mér stóð nú ekki á sama um að flutningamennirnir ætluðu bara að skilja ísskápinn góða eftir á stéttinni!
Málið var að við fjárfestum í rándýrum ísskáp um daginn... ekki í frásögur færandi nema hvað að þegar hann var kominn hingað heim kom í ljós að hann var allur skakkur og skældur... greinilega eitthvað skeð í flutningum hingað til Langtíburtistan. Við vorum náttúrulega ekkert sátt við svona viðskipti svo úr varð að við fengjum að nota þennan skakka (enda ísskápslaus) þar til nýr kæmi að sunnan.
Endirinn varð nú að ég hreinsaði í snarheitum allt úr skakka ísskápnum og hann fékk hálfgerðan kattaþvott líka. Var hann svo borinn út af bóndanum og vasklegum flutningamönnum og er sá nýi kominn í hans stað.
Eins fallegt að ég er með "ný yfirfarna" ryksugu því nú er íbúðin undirlögð af litlum plastkúlum eftir að umbúðirnar voru rifnar af... kræst þakka bara fyrir að vera með parket en ekki teppi!!!!
Semsagt góðu fréttirnar... píparamál að komast í lag... og frúin með splunkunýjan ísskáp eftir daginn
Slæmu fréttirnar..... ég þarf að dröslast til að þrífa eftir allt umstangið!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.4.2007 | 13:58
Vill einhver klípa mig????
Held nefnilega að mig sé að dreyma!!!
Fengum þær fréttir áðan að það kemur PÍPARI til okkar í næstu viku sem ætlar að YFIRTAKA verkið frá píparafj... hérna... skoða hvernig allt er og svo sendir hann mann til að KLÁRA ALLAR pípulagnir í húsinu!!!! Ekki láta ykkur bregða ef þið heyrið fréttir af snaróðri kellingu að kyssa á tær á iðnaðarmanni og lofa hann eins og um guð væri einhvern tíma bráðlega
Stjörnuspáin mín passar í dag
Krabbi: Í heiminum er ósýnilega hringrás gjafa. Þú þarft að vera tilbúinn til að bæði gefa og þiggja. Um leið og ein gjöf fer frá þér kemur önnur til þín. Þetta er yndislegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2007 | 09:10
Pælingar....
Fékk óskemmtilegar fréttir í gærkvöldi en þær verða ekki tíundaðar hér... fór þá að hugsa um það sem ein bloggvinkona mín skrifaði um í gær að barnaverndunarnefnd hefði ekkert þarfara að gera en að hringja í fólk útaf hjálmlausum börnum?
Hvað með heimili þar sem fíklar undir lögaldri eru heimilismenn?? Sem ráðast á fólkið í fjölskyldunni og hóta þeim lífláti? Þar sem fíkillinn er undir lögaldri... hvað er þá hægt að gera? Foreldrar eru skyldug til að sjá fyrir sínum börnum til 18 ára aldurs svo er þetta þá á þeirra ábyrgð? Eða Barnaverndunarnefndar??? Hvað með hin börnin á heimilinu sem hvenær sem er gætu á hverri stundu átt von á brjálæðiskasti, handalögmálum og jafnvel líkamsmeiðingum? Hvar er þeirra réttur?
Meðferðir fyrir fíkilinn? Búið að reyna nokkrum sinnum og virkar ekki... koma fíklinum út af heimilinu... virkar ekki heldur... bara brotist inn aftur... Hvað er hægt að gera í svona málum eiginlega???
úfff djúpar pælingar í morgunsárið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2007 | 17:58
jahérna hér...
datt í hug að kíkja aðeins á stjörnuspánna mína....


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2007 | 12:10
Sól skín í heiði....

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2007 | 12:18
Óprenthæft!!!!!!!!!!!!
$#=&%#Ö%&Ö#&%#"%&# akkúrat!!! Já og urrhvæsklórbítogallurpakkinn líka!!
Held ég sé endanlega búin að gefast upp á iðnaðarmönnum!!! Mikið búið að reyna að ná í pípara hér á bæ til að klára verkefnið í húsinu okkar og loksins náðist í hann í morgun. Talið við mig í kringum 10 MAÍ... þá "veit ég kanski" hvenær ég get komið!!!!!!! AAAAAAAAARRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGHHHHHHHHHHH
Mér gersamlega féllust hendur og gráu hárunum á hausnum fjölgaði all svakalega í snarheitum.
Það er ekki nema kanski 2ja daga verk að KLÁRA helvvvv pípulagnirnar og ALLT strandar á þeim núna... ekki hægt að loka veggjum.... setja upp innréttingar eða neitt!!! *óprenthæft*
MIG VANTAR PÍPARA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
farin í sófann með róandi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.4.2007 | 08:28
ljúfa líf....


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2007 | 13:12
Rigning rigning....
og aftur rigning!!! Verður greinilega innidagur í dag.. hef eiginlega ekki orku í að fara með 3 skæruliða út að labba í svona veðri eins og ég ætlaði mér að gera í dag. Spurning um að hita sér bara kaffi, senda tvo eldri út að leika sér í pollagalla og setjast svo og sauma. Fer nú eiginlega eftir hvort sá minnsti verður rólegur að leika sér eitthvað eða hvort hann verður eins og í gær.. helst í mömmufangi.
Fékk glaðning í pósti í dag... Þar sem staðfest var mjólkurprótínsofnæmi hjá minnsta skæruliðanum rétt áður en við fórum í fríið fáum við endurgreiðslu á soyjavörum og hrísmjólk frá TR... að vísu ekki mikil upphæð en miðað við hvað þessar vörur kosta útí búð munar um allt. Td kostar EINN lítri af hrísmjólk hér í apótekinu 305kr og þegar maður þarf að nota soyja eða hrísmjólk í flest alla matargerð og bakstur er það fljótt að telja. Varð voða glöð þegar við fórum í Bónus áður en við keyrðum heim í síðustu viku og ég gat keypt heila kassa af Rice Dream á aðeins 188kr líterinn. Nú er bara að taka nótur fyrir öllum soyja/hrísvörum sem keyptar eru og þær sendar til TR í hverjum mánuði svo ég fái endurgreiðsluna inn á reikninginn
úfff nú er að leita að uppskriftum á netinu og fá hugmyndir þar sem helvvv mjólkurprótínið er í svo mörgum matvælum að þetta verður hálfgert púsluspil hjá mér að setja saman matseðla svo guttinn geti borðað sama mat og við hin
Allar uppskriftir og hugmyndir eru vel þegnar!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2007 | 15:36
og þar strauk tölvan....
Nú þarf ég að berjast við kallinn um hans tölvu ef ég á að geta bloggað eitthvað Mín tölva er komin í "frí" og er á leið til Tjöruborgar. Stýrikerfið hefur verið að bögga mig eitthvað undanfarið og alveg frá því að ég fékk þessa tölvu í fyrra þá hef ég aldrei getað horft á td þætti eða einhver video í henni... frýs alltaf og hefur gersamlega verið að gera mig gráhærða. Nú ætlar minn yndislegi mágur að taka tölvuna í gegn, setja upp nýtt stýrikerfi og vonandi verður hún orðin endurnærð þegar ég fæ hana aftur eftir ca viku eða svo
Þar sem ég get ekki "hangið" í tölvunni lengur að leika mér verður saumaskapurinn tekinn upp aftur og unnið af fullum krafti til að vinna upp glataðan tíma... get kanski skellt inn eins og einni eða tvem árangursmyndum bráðum ef ég er góð við kallinn Knúsa hann bara aðeins og þá gerir hann hvað sem er *tíst*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1155
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar