Færsluflokkur: Bloggar

Öhmm... já...

funny-emailing-comedy

                                                  Kanski kominn tími á að minnka netnotkun???? ég bara spyr??? Tounge
 


Sama gamla sagan...

computer_age

Og svo er sagt að það séu tækninýjungar? Tounge

Eigið góðan dag elskurnar.... og njótið veðurblíðunnar... það ætla ég að gera á meðan sést til sólar hér í langtíburtistan Happy


Ja hvur assgotinn....

Tók þetta test eins og margir aðrir og niðurstaðan var... tjaaaa.... vægast sagt áhugaverð Tounge

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 18.75%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 50%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 62%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Frjálslynda flokksins!

 


Já hvað eru stjórnmál?

 Í tilefni kosninga og vangaveltna um hvaða flokk maður eigi nú að kjósa Tounge

 

Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?"        Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina.
Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. 

    Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum.
 Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst. Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni.
 Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði.


 Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá sagði Nonni litli:

" Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...

 

Tek það fram að ég firra mig allri ábyrgð... set þetta hér eins og ég fékk það sent Grin


Öll að skríða saman...

Vil byrja á því að þakka fyrir batakveðjurnar Smile

Er enn hálfslöpp og ræfilsleg, get lítið gert nema svitna og fá svimaköst en þetta er allt í áttina samt.CouchPotato_small Get allavega setið aðeins við tölvu en það var gersamlega ómögulegt nema í stutta stund um helgina vegna hamrandi verktaka í hausnum á mér (assgotinn.. hefði frekar viljað hafa þá við vinnu í húsinu!)     Sófinn er minn staður svona á milli að maður reynir að dröslast til að gera einhver húsverk hér á heimilinu.  

ragganmore12

 

Ekki gekk ég á whisky birgðirnar hjá kallinum þrátt fyrir hvatningu... maður laumast ekkert í þetta flotta whiskysafn... ekkert slor sem um er að ræða (flottara úrval en í Heiðrúnu og margt fæst ekki hér á landi).  Enda er hann alger safnari og nokkrar flöskur verða örugglega ekki opnaðar næstu árin Whistling 

Hann er nú líka svo heppinn að mér finnst whisky ekkert gott svo hann fær að hafa sinn lager í friði!  Tounge

 Yfir og út... sófinn bíður!

 

 

Dóhhhhhhhh!!!! Var næstum búin að GLEYMA!!! 632px-Manchester_United_Football_Clubin_logo.svg

TIL HAMINGJU MANCHESTER UNITED!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! LoLLoL

 

og koma svo...... GLORY GLORY MAN UNIIIIIIIIITED..... GLORY GLORY MAN UNIIIIIIIITED..... la la la la la la la la Whistling

 


Og þar náði hún mér :(

Helvvvv flensan!!!Influensa

Hiti,beinverkir,hausverkur,nefrennsli og allur pakkinn. Sick Tala eins og ég hafi komist í whiskylagerinn hjá kallinum og hnerra eins og mér sé borgað fyrir það! Urrdan bíttann!  Devil

Meira að segja kallinn stakk af með 2 skæruliða svo ég fengi smá "frið" til að ná þessu helvvvv úr mér (skil það nú vel þar sem öll veikindi fara alveg déskoti í skapið á mér) Blush


WIP mynd af Merry Xmas verður að bíða þar sem ég takmarka tölvutíma núna bara rétt til að skoða póstinn minn.

yfir og út í bili.... aaaaahhhhhhtttttssssjjjjúúúúúú!  

  


Fín þjónusta hjá VG :þ

Ég fór í göngutúr áðan og ákvað að koma við í búðinni til að ná mér í hvítlauksbrauð til að hafa með matnum (lasagna *slurp*) í kvöld...  sitt lítið af hverju öðru slæddist með í leiðinni og ég fer að kassanum. Við kassann víkur sér að mér kona og býður mér taupoka til að hafa vörurnar í... segir að það sé miklu betra að hafa taupoka sem hægt sé að nota aftur og aftur í staðinn fyrir plastið.  Ekki nóg með það... hún býðst til að RAÐA í pokann líka fyrir mig!  Ég þáði það auðvitað þar sem ég var bæði að borga og með augun á vagni og 2 öðrum skæruliðum svo öll hjálp var vel þegin Smile

image.aspxÞessi kona var engin önnur en Ragnheiður Eiríksdóttir frambjóðandi fyrir VG  (Heiða *Ég og Heilinn minn*) Grin     

Auðvitað var þetta auglýsing fyrir VG... pokinn vel merktur og einhverjum pappírssnifsum troðið með en þar sem ég er með framsóknarblóðið í æðunum þá fannst henni ekki alveg hæfa að  ég gengi um með barmmerki líka Tounge     Þakka ég Heiðu KÆRLEGA fyrir hjálpina... mættu margir taka hana til fyrirmyndar Joyful   (já og kanski fletti ég í gegnum pappírssnifsin líka) Tounge


Það er að kvikna í... það er að kvikna í... það er að brenna....

Já neinei... það er ekkert að kvikna í... get bara ekki losnað við þetta lag úr hausnum!!!W00t

Annars gæti nú alveg farið að rjúka.... það er að segja úr myndinni minni!Grin   Þar sem skrokkurinn leyfði engin stórræði í gær þá var setið við sauma bróðurpart dags og þegar skæruliðar voru komnir í ból í gærkvöldi þá hreinlega rauk úr nálinni svo javinn var í stórhættu! Tounge  Verður gaman að sjá muninn á morgun þegar ég tek föstudagsárangursmyndina mína Wink   Þrátt fyrir góðan part með grænu (sem er ekki beint gaman að gera þar sem javinn er grænn) og slatta af 1 spori/skipta... þá var nú þónokkrum sinnum sem ég fékk að sauma HEILA þræði og þá eru nú hlutirnir að ganga Grin

Er enn að reyna að ákveða mig hvað ég á að sauma á "milli" en eitthvað gengur það erfiðlega...   Fékk samt alveg hriiiiiikalega flotta bók í pósti um daginn sem ég er gersamlega kolfallin fyrir...  15 jólasokkar frá Donna Kooler (þeir sem eru mikið í útsaum eiga að vita hver sú dama er hehe).  Alveg gersamlega GEGGJAÐAR myndir.   Spurning hvort ég byrji ekki bara á jólasokk??? Tounge   Á allavega nóg af javanum þar sem ég fékk RISA pakka að utan með BARA java/hör í!!    Mig hreinlega klæjar í puttana að byrja að sauma í einhvern þeirra... frábærir litir nefnilega Smile

Yfir og út... farin að ganga frá einhverju af þessu þvottafjalli sem bíður mín á eldhúsborðinu! *dæs*GetLost


fleahhhhh....

Ekki beint góður dagur hjá frúnni en það er bara að taka því eins og öðru....   skána kanski aðeins í skrokknum þegar ég verð búin að fara í göngutúr og liðka aðeins liðina en versta er að koma sér af STAÐ út!   Þyrfti eiginlega spark í afturendann (ekkert mál að hitta, hann er það stór) Tounge

Keypti mér torfærutryllitæki á barnalandi um daginn og Ronni góðvinur minn var svo elskulegur að kippa því með sér hingað austur.  Þvílíkur munur að keyra skæruliðann í þessu!!  Góð loftdekk, stillanlegt handfang svo kem ekki heim hálfbogin eins og kroppinbakur eftir göngutúra og það sem er best er að það er hægt að færa handfangið fram og aftur svo ef það er sól (jájá það er búið að vera SÓL hér í langtíburtistan) eða vindur þá færi ég bara handfangið og skæruliðinn snýr annaðhvort að mér eða frá mér.  

Aldrei meir þarf ég að draga kerru á eftir mér.... var svolítið vont þegar þurfti að hlaupa á eftir öðrum hvirfilbyl sem aldrei vill hlýða!      Fannst nú samt svolítið fyndið hvað tryllitækið er lágt miðað við kerruskrattann sem ég var með áður. Wink

*sparkírass* út að labba! 


Langþráð WIP mynd :o)

Tókst loksins að fixa þetta með myndirnar (með kallsins hjálp) svo ekkert var til fyrirstöðu að skella inn einni árangursmynd... þá tók ekki betra við... grrrrrr Devil   Ekki fræðilegur möguleiki að koma helvvv myndinni yfir á bloggið!!!   Ekki veit ég hvað ég reyndi oft... annaðhvort kom bara hálf myndin eða þá glugginn sagðist vera búinn en EKKERT skeði og allt var fast! *urrr*Devil

Eftir MIKLA þolinmæði tókst þó loksins að koma myndunum inn og ekki seinna vænna þar sem ég var farin að rífa í hár mitt og algerlega að því komin að henda helvvv tölvunni útum gluggann!  Djöö hlakka ég til að fá mína EIGIN tölvu aftur! 

10 vikur Þarna var ég 23 mars... 10vikna árangur 

                      15 vikur 003


og myndin til hægri... 5 vikum seinna (að vísu með 3ja vikna hléi)

Smám saman vex þessi stóra mynd og markmiðið er að hún komi til með að hanga uppá vegg hjá mér um næstu jól Wink

Þarf núna að finna eitthvað til að hafa á "milli" eins og ég gerði með grísina mína... verð að fá smá pásur frá öllum þessum 120 nálum sem ég þarf að nota í þessa mynd (guð blessi nálahaldara!). Tounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1155

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband