Færsluflokkur: Bloggar

Öhmmm....

KrabbiKrabbi: Áhyggjur naga þig og það truflar þig. Er þetta satt eða ekki? Hvert sem svarið er, þá skaltu horfast í augu við það. Og vandamálið er horfið!
 
Ætli það sé einhver sem ég þekki sem skrifi moggastjörnuspánna?????   Nei ég bara spyr!W00t
Að vísu stemmir ekki alveg þetta síðasta... dugar ekki alveg að horfast í augu við vandamálið til að það hverfi hehehehe Tounge

Erfitt....

Hef hreinlega hvorki haft löngun né orku í að blogga undanfarið...    Kanski af því að manni finnst ekkert að blogga um... til hvers að blogga þegar andleg depurð er yfir manni... ekkert gaman að lesa svoleiðis pistla... Ætla samt að reyna að koma frá mér smá ástæðu fyrir andleysinu...     

Veikindi hjá skæruliðum virðast vera að ganga yfir en þetta hefur tekið sinn toll á frúnni, breytingarnar á heimilinu setja sitt mark á bæði líkama og sál og stundum veit ég hreinlega ekki hvort maður geti þetta!    Maður gerði sér ekki alveg grein fyrir hvernig þessar breytingar yrðu... tekur sinn tíma að venjast og aðlagast hlutunum en það sem af er virðist ekki ganga alveg uppCrying        Bóndinn kom heim í "frí" en lítið sá maður af honum samt því "hin" vinnan hans tekur allan frítímann.

Nú er hann farinn aftur í tæpa viku og ég reyni eins og ég get að hugsa um skæruliðana mína...  Heilsan er ekki nógu góð og ég er döpur Crying    

Er oft með pælingar í hvernig þetta eigi að ganga upp... á maður að vera eitthvað að spá í að flytja sig um set?   Langar ekki til þess þar sem við erum eiginlega búin að festa okkur í sessi hér og margt sem "bindur" mann...    Vil ekki selja húsið okkar sem við erum búin að leggja svo mikla vinnu í og við myndum aldrei ráða við það fjárhagslega að bæði eiga það hér og kaupa annað nær vinnunni bóndans.   Samt sækja þessar hugsanir að manni.

Jájá ég veit að margir hugsa nú... af hverju að eiga öll þessi börn ef ég get ekki hugsað um þau?   Skil svona hugsanir vel og þetta væri ekkert mál ef ég væri fullfrísk.   Ég tek ofan fyrir öllum einstæðu mæðrunum sem eru með ung börn því þetta er heljar vinna að púsla öllu saman, heimili/skóla/leikskóla/frítíma...      

Stundum finns mér ég ekki vera að ráða við hlutina og þetta tekur ansi mikið á sálartetrið...  

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili... eigið góðan dag elsku vinirnir mínir Kissing


Stjörnuspá?

Stjörnuspá

KrabbiKrabbi: Flest er í rugli hjá þér og þú spyrð þig hvort "innri friður" sé bara hjátrú. Svo er ekki. Vertu í sambandi við hin vatnsmerkin; sporðdreka og fiska, það róar þig.
 
 
jaahámm.... í rugli??? neeeeehhhhhhh.... bara vælandi skæruliðar... íbúð lítur út eins og eftir sprengjuárás....  Þvottaskrímslið vex og vex... ósofin, úfin frú með eldspýtur í augunum... Grasekkja í nokkra daga enn...    Hvað er eiginlega innri friður þegar ástandið er svona???W00t
 
úff held ég hringi í dóttluna.. hún er sporðdreki Tounge

Punktar úr lífi skæruliða...

Nokkrir tugir pappírsþurrkna farnar í horfossa frá litlum nebbum lazy

Á meðan einn skæruliði drakk úr mömmutúttum þá undirlagðist eldhúsið af KAKÓdufti!

Mamman fer á klóið og á meðan heyrist skaðræðisorg... puttar í klemmu því stóri bróðir ætlaði að passa að minnstinginn tæki ekki bækurnar úr skápnum.

Minnsti skæruliði sefur... hvað gerir hinn? Jú fer beinustu leið inní herbergi og vekur hann áður en ég gat stoppað hann!

Ein mjólkurferna endar á gólfinu og mamman þarf að þrífa... "já en mig langaði svo í mjólk"

Barnaherbergi eins og eftir kjarnorkuárás... "ég var bara að búa til girðingu"  (hvolft úr dótakössum og þeim staflað)

Mamman kemur með föt til að fara í eftir "slys".....   sokkar allt í einu komnir uppá sjónvarp!  "litli bróðir henti "óvart" sokkunum"   (ehmm... 10 mánaða já)

Piparkökur í molum útum allt undir borðstofuborði... "litli bróðir henti þeim"  (hann fékk EINA)

Kleinuhringjafræ (lesist Cheerios) útum öll gólf.... 

Minnsti skæruliði horfinn en grenj heyrist undan teppum....  "við erum bara í feluleik"

Púðar, teppi og barnadót um ALLA stofu...  

Minnsti skæruliði er takkaóður og skríður um allt í leit að fjöltengjum og snúrum...   Grátur og gnístran tanna þegar sjónvarp og öll tæki eru "óvart" tekin úr sambandi og skjárinn slökknar akkúrat þegar er verið að horfa á Cars...

Útidyrahurð læst þar sem einn ætlaði að strjúka...

Klósettrúllum forðað frá puttum sem finnst voða gaman að rífa þær niður og henda í klóið...

Þarf að fá læsingu á ísskápinn!

Samt tókst mér að setja í þvottavél... uppþvottavél... elda hádegismat... skreppa í banka/pósthús/ og sækja pakka fyrir mág minn, fara í búðina að versla smá (dóttlan kom með barnabarnið og passaði skæruliðana á meðan þeir sváfu BÁÐIR í einu )... ganga frá smá þvotti... búa um rúmin...  já þessi ýmsu heimilisstörf sem þarf að gera en SAMT lítur allt út eins og það hafi orðið kjarnorkuárás á heimilinu.... 

Hef varla saumað spor í dag.... er gersamlega búin á limminu....  

yfir og út... farin í sófann! 


Syfjuð....

Eftir frekar erfiða nótt...     Minnsti skæruliðinn tók uppá því að verða sárlasinn líka með hita og hóstaköstum í gærkvöldi og nóttin leið með slagsmálum með "baby hailer" og pústi, göngu um gólf til að létta öndun og eins og allir vita þá laga mömmutúttur flest hjá litlum lösnum gutta svo móðirin gengur nú um eins og zombie, geyspandi með auma bobbinga Frownsleepy1
Verður greinilega engin útivera næstu daga með þessu áframhaldi...  það er kalt úti og það SNJÓAÐI hér í gær!!! Brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr... ég vil SUMAR takk!!!!Devil

Komst náttúrulega ekki með miðskæruliða á leikskóla í morgun svo hann á eftir að hrella mömmu sína þónokkuð í dag, orðinn ansi leiður á inniverunni og lasleikanum og vill lítið dunda sér með dótið sitt... áðan var hann kominn í skó og úlpu og ætlaði út að leika!!!W00t

Spurning um að taka fram eitthvað "nýtt" dót sem leynist í skápum móðurinnar og sjá hvort ekki sé hægt að dreifa huga 3ja ára gutta sem langar út Wink


Eigið góðan dag elskurnar.... geyyyyyyyyyyyssssppppppp!

fjúffffff....

Alveg er þetta týpískt... um leið og húsbóndinn bregður sér af bæ... þá klikkar eitthvað í tölvunni!!!   Fékk nett áfall áðan þegar ég í sakleysi mínu ætlaði að fara að vesenast eitthvað og lyklaborðið virkaði ekki!!!   Sendi bóndanum í ofboði sms með hróp á hjálp og sem betur fer þá gat hann látið mig fixa þetta í gegnum síma... ég er sko alger ljóska í dulargerfi þegar kemur að tölvumálum.

Var farin að sjá fyrir mér tæpa viku TÖLVULAUSA???? úfff neiiiiiiiiii!!!internet-addiction-joke

Verð nú að hafa eitthvað annað en saumaskapinn þegar maður er ein að dunda sér á kvöldin þegar skæruliðar eru komnir í ból.   Einhver mannleg samskipti verður maður að hafa...( jafnvel þótt það sé bara í gegnum tölvu ) sérstaklega þegar einn skæruliði er enn lasinn og maður kemst varla út í búð til að versla í matinn!  Innivera getur tekið á taugarnar þegar maður er einn og ég verð þeirri stund fegnust þegar lasleikinn verður búinn og ég kemst í göngutúra aftur..  

Fór og tók niður þvottinn af snúrunni áðan.. er víst spáð hundleiðinlegu veðri og það er greinilega byrjað... var að frjósa þegar ég kom inn!!!   HVAR ER SUMARIÐ??????? 


Leiftur McQueen....

cars_19_thumbannað sinn sem Cars eru í tækinu í morgun... hvað er þetta með börn og endurtekningar????  Að vísu er þetta ágætis mynd en það er alveg furðulegt að ég held að ég hafi aldrei horft á ALLA myndina... ég er alltaf að gera eitthvað annað svo það eru bara bútar og bútar sem ég sé í hvert sinn.  Kanski næ ég að horfa á hana alla þegar hún verður spiluð í ÞRIÐJA sinn á eftir Tounge

Ilmandi matarlykt í húsinu.... kjöt í ofninum og er að fara að búa til sósu "a la saumakonan" sem verður náttúrulega algert sælgæti eins og venjulega Wink   Ákvað að hafa bara hátíðarmatinn í dag sem átti að vera á morgun þar sem eftir daginn í dag verð ég orðin grasekkja fram á næsta þriðjudagFrown     Úff það verður erfitt að venjast þessum vöktum hjá kallinum...  fæ hálfgerð kvíðaköst þegar ég hugsa til þess að þurfa að sjá um allt ein hér...   Ekki það að ef heilsan væri í lagi þá væri þetta ekkert mál en þar sem aumi skrokkurinn minn er búinn að vera ansi pirrandi undanfarið þá er það aðeins verra mál Pinch      Ohhjæja.. þetta tekst eins og allt annað sem ég ætla mér... maður þarf bara að plana og skipuleggja aðeins meira Wink

eigið góðan dag elskurnar.... farin að búa til gúmmelaðisósu Smile


Ahhh nú skil ég....

Hef alltaf spáð í hvernig tölva vinnur þar sem ég er alger ljóska í dulargerfi þegar kemur að tölvumálum og yfirleitt er kallað í ofboði á húsbóndann ef tölvuskrattinn vill ekki hlýða... Whistling howcompworks

                                                 


Flensustaðir.is

Urggggg.... hver bauð þessari flensudruslu að vera????   Ekki vill hún alveg yfirgefa mig og færði sig líka yfir á miðskæruliðann sem liggur núna með háan hita og hósta.

Afleiðing... ég þarf að horfa á BUBBI BYGGIR og STUBBANA allan liðlangann daginn!!!  *rífíhár*Pinch

Annars....   þvottur... uppvask... elda mat... taka til... sinna skæruliðum... sinna kalli... svona inná milli þess að sófinn er minn griðastaður með minn auma skrokk...

 

fleahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh!!!! Devil


Er ekki kominn tími...

 á nýja bloggfærslu og nýja WIP mynd???Wink

Hef lítið verið í tölvunni undanfarið... hreinlega ekki nennt þar sem ég er ekki með mína tölvu (ekki komin úr yfirhalningu enn) og þessi déskotans stóll sem kallinn notar við sína fer algerlega með bakið á mér (þarf greinilega að fjárfesta í nýjum tölvustól!).   Eins hefur flensuskrattinn ákveðið að yfirgefa mig ekki alveg strax þrátt fyrir að ég hafi reynt að reka hann út með öllum ráðumDevil

Breytingar verða hér á heimilinu  í næstu viku þar sem húsbóndinn verður staðsettur í öðru byggðarlagi mestan part mánaðarins og úfff ég er strax farin að fá kvíðaköst... er orðin alltof vön að hafa hann "heima" og miðað við mína heilsu undanfarið þá hreinlega veit ég ekki hvort ég ræð við allt sem þarf að gera þá daga sem hann er í burtuFrown   Einhvernveginn verður að fá aura í kassann og þetta var eiginlega skásti kosturinn þótt þetta kosti þónokkrar breytingar og aðlögun.

Jæja... að öðru...   Þar sem heilsan hefur ekki leyft nein stórræði hefur Merry Xmas vaxið þónokkuð við mínar sófasetur Wink   Myndin til vinstri er15 vikna árangurinn og sú til hægri sýnir 2ja vikna árangur síðan þá eða 17 vikur.                                                                                         

15 vikur 00317 vikur

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir hvað það er mikil vinna á þessari mynd (nema þær sem eru saumaóðar eins og ég) Tounge  en þrátt fyrir alla vinnuna, lita/nálaskipti og grá hár þá er ótrúlega gaman að sjá hana vaxa fram á javanum Grin     Núna er ég að nálgast miðju... við neðri hluta slaufunnar á bangsanum er akkúrat miðjan svo bráðum verður helmingurinn búinnWink

Yfir og út... farin að sauma!  Tounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband