Púst og pælingar....

Ég er búin að byrja... stroka út... byrja aftur... stroka út.. byrja aftur... fleahhhh hvernig á maður að koma orðum að öllu sem maður vill koma frá sér???    Líður ekki vel núna... æji er bara eitthvað svo niðurdregin... er þreytt, áhyggjufull og finnst allt eitthvað vera svo svart.   Kanski er það skammdegið... kuldinn sem smýgur allstaðar og gerir að kvalirnar sem maður býr við daglega verða ennþá verri...    finnst lyfin mín ekki virka eins og skyldi... þarf að gera svo margt en hef enga orku... úfff gæti haldið svona áfram endalaust!

Það er farið að snjóa úti...    sem þýðir að ég fæ meiri áhyggjur yfir að verkirnir verði verri og ég komist  kanski ekki neitt út...   þarf að fara með skæruliðana mína á morgnana á leikskólann og sama hvað kvalin ég er þá þarf ég að dröslast út með þá greyin svo þeir fái einhvern tíma með öðrum börnum í staðinn fyrir að hanga heima hjá móður sem finnst hún ekki geta sinnt þeim nógu vel Frown      Nýti nú yfirleitt tímann sem ég hef á morgnana til að slappa aðeins af sjálf og næla mér í orku fyrir daginn en alltaf er ég með samviskubit yfir að þvottahaugurinn sé þarna óþveginn eða ófrágenginn... eldhúsið eins og eftir sprengjuárás og dót útum allt.    Ég næ aldrei að komast yfir allt sem ég ÞARF að gera til að halda heimilinu sæmilegu og þá fæ ég samviskubit.... vil helst ekki fá fólk í heimsókn því ég hreinlega skammast mín fyrir draslið hjá mér! Frown        Orkan er bara svo lítil og þegar svefnleysi bætist við þá er ekki af miklu að taka.         Fékk algerlega nóg í nótt... gat ekki sofið og hvað gerði ég??? Jú... fór að taka til!!!!!    Setti í uppþvottavélina leirtauið sem ég hafði ekki nennt að ganga frá... þvoði þvott... braut saman.. gekk frá heilu fjalli inní skápa og ofaní skúffur... sópaði borðstofugólfið og eldhúsgólfið.... klukkan 4 Í NÓTT!!!   W00t        Afleiðingin af þessu næturbrölti mínu varð náttúrulega að í dag er ég eins og undin tuska sem getur ekkert gert! Angry

Þarf að fara suður til borgar óttans í næstu viku og ekki get ég sagt að ég hlakki til þeirrar ferðar... þeir sem þekkja til málsins vita hvað er í gangi... ferlið að byrja Frown      

Hugsanirnar streyma í gegnum höfuðið og ég er eitthvað svo ráðvillt... sakna kallsins míns (sem er í burtu á enn einni vaktatörninni) alveg skelfilega og er eitthvað voðalega einmana núna.   Ætli þetta sé skammdegið sem fer svona í mann...  eða bara langþreyta...    Búið að vera frekar mikið álag á manni undanfarnar vikur og kanski er bara kominn tími á smá "frí" frá öllu amstri.     Ohh yrði frábært að komast eitthvað í burtu en það er víst ekki fræðilegur möguleiki fyrr en á næsta ári.  

Einn ljósglampi er þó í tilverunni (enn allavega).... við náum kanski að flytja fyrir jól!!! Grin    Eins fallegt líka því ég er búin að þverneita að taka jóladótið uppúr kössunum hér í þessari íbúð aftur!!  

Úfffff alltof stutt til jóla!!!! *dæs*    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Sendi þér RISAstórt rafrænt tölvuknús og það fylgja hlýjar hugsanir með

Dísa Dóra, 1.11.2007 kl. 15:22

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Kannast við svona daga  Netfangið mitt er ernafri@simnet.is  endilega sendu mér mail og reyndu að hafa það sem allra best .

Erna Friðriksdóttir, 1.11.2007 kl. 15:43

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

elsku stelpan mín, sumir dagar eru svona, en þetta líður hjá, reyni að kíkja á þig á morgun og knúsa þig

Svanhildur Karlsdóttir, 1.11.2007 kl. 18:18

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skil vel að þú nennir ekki mikið að standa í tiltekt, þreytt og veik og ert að fara að flytja, farðu bara að pakka niður því sem þú þarft ekki að nota. Skil hvernig þér líður, vonandi lagast hlutirnir eitthvað næstu mánuði, mundu allavega að þú átt vini á blogginu sem skilja líðan þína, vertu bara dugleg við að láta okkur vita hvernig þér líður og fáðu svo huggun  frá okkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 22:04

5 identicon

Stórt knús og bestu kveðjur héðan úr  brjálaða rokinu! Sjáumst fljótlega.

Lilja (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 11:13

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Oh já, kannast einum of vel við svona daga. Það eina góða við þá er að þeir enda og svo koma betri dagar alltaf inn á milli.

En mikið rosalega ertu að sauma skemmtilegar myndir. Ég fór og fletti á fleiri síður hjá þér að skoða jólasvein ofl .  Skemmtilegt! ég sauma sjálf og veit hversu rosalega mikil therapía er fólgin í handavinnu

bestu kveðjur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.11.2007 kl. 17:18

7 Smámynd: Gunna-Polly

Skickar en jätte KRAM

Gunna-Polly, 3.11.2007 kl. 00:08

8 Smámynd: Saumakonan

Takk fyrir knúsin elskurnar mínar... það er gott að eiga góða að

Ragnhildur.. ójá... ef ég hefði ekki handavinnuna væru karlarnir í hvítu sloppunum löngu búnir að ná í mig!

Ásdís mín... ég er búin að BÚA í kössum sl 2 ár!!!  

Saumakonan, 3.11.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 971

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband