Er hætt þessum andskota!!!!!

Gersamlega búin að fá nóg af húsbyggingum, iðnaðarmönnum og VESENI!!!!!   

Komumst ekki inn fyrir jól... alltof mikið eftir og ALLTAF eitthvað sem kemur uppá!!  

Þegar var verið að reyna að klára baðherbergið þá kom í ljós að helvvvv píparinn tengdi VITLAUST!!!   Og svaraði svo ekki síma þegar reynt var að ná í hann fyrr en eftir margar krókaleiðir *urrrrrrrrrrrrr*

Ekki nóg með það.... eyddum heilum degi í að koma þessum fína sturtuklefa upp.... bara til að sjá að hann er GALLAÐUR!!!   Tók 3 daga að fá hornstoðina sem var of STUTT því hún "gleymdist" á lagernum og endaði með að ég skammaðist svo hún var send með flugi í skyndingu (átti að fara með pósti 3 dögum áður!)   

Ekki nokkur leið að fá fólk til að vinna... iðnaðarmenn af skornum skammti og aðrir hreinlega nenna ekki að vinna!!    

Þvílík vonbrigði Crying   Langar mest að skríða undir sæng og vera þar fram í janúar.... var náttúrulega ekkert búin að gera hér í íbúðinni þar sem ég reiknaði með að byrja að skreyta og gera fínt í nýja húsinu... hef engan tíma haft til að baka eða gera nokkurn skapaðan hlut þar sem maður var að reyna að skipta sér niður á milli að vinna í húsinu og svo líka að sjá um börn og bú á "gamla" staðnum líka.  

Auglýsi hér með eftir jólaskapi.... ef einhver á smá aflögu má alveg senda mér smá því það er akkúrat EKKERT jólaskap í frúnni Frown   Orkan bara gersamlega búin og varaorkan líka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

úbs... þetta er ekki alveg skemmtilegt að heyra.  (Ég ætla að láta vera að röfla um pípara eða aðra iðnaðarmenn...)

Reyni að senda jólaskap til ykkar, skal spila jólamúsik heima extra hátt í kvöld... vona að það berist austur yfir heiðar.

Ef þú heyrir óm í fjarska, þá er það jólalögin frá mér... (gætu verið örlítið lágvær....)

Einar Indriðason, 21.12.2007 kl. 12:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Borgar bara að ætla sér minna, annars hef ég verið í þínum sporum, en nú er maður kominn yfir fimmtugt og farin að taka hlutunum með meiri ró. 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 18:50

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ætlaði líka að segja að jólaskapið kemur á aðfangadag, pottþétt    Tangled Lights 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 18:51

4 Smámynd: Gunna-Polly

Hér er smá jólaskap frá uppáhaldsþjónustufulltrúanum þínum

Gunna-Polly, 22.12.2007 kl. 01:57

5 Smámynd: Ólafur fannberg

slatti af jólapúkaskapi hér

Ólafur fannberg, 22.12.2007 kl. 02:25

6 Smámynd: HAKMO

iss ég skal taka þetta að mér Skreyti hér og hjá mömmu, ekkert mál að taka eitt í viðbót. Þekki líka iðnaðarmenn, vildi að þú hefðir sagt frá þessu aðeins fyrr. Hefði hugsanlega getað reddað þessu. En annars koma jólin hvernig sem ástatt er Knús og gleðilega hátið, ef eitthvað er vertu þá i bandi

HAKMO, 22.12.2007 kl. 03:05

7 Smámynd: HAKMO

iss ég skal taka þetta að mér Skreyti hér og hjá mömmu, ekkert mál að taka eitt í viðbót. Þekki líka iðnaðarmenn, vildi að þú hefðir sagt frá þessu aðeins fyrr. Hefði hugsanlega getað reddað þessu. En annars koma jólin hvernig sem ástatt er Knús og gleðilega hátið, ef eitthvað er vertu þá i bandi

HAKMO, 22.12.2007 kl. 03:05

8 identicon

Helga mín leiðinlegt að heyra með nýja húsið en það verður bara að taka því og ráðast í að skreyta í því gamla og kveikja bara á nógu mörgum kertum þá kemur jólafýlingurinn, það þýðir ekkert að gefast upp svo njótið þið þess bara enn betur að ráðast í nýja húsið eftir jólin þá er engin pressa. Ég óska þér bara góðs gengis og gleðilegra jóla.

Emma frænka (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 17:59

9 Smámynd: Linda litla

Æi, leiðinlegt að heyra. En þá er bara að slaka sér aðeins frá nýja húsinu og sinna því gamla. Þið komist hvort eð er ekki inn fyrir jólin.

Og hérna , "jólaskap" þú mátt eiga mitt, ég fer létt með að vinna upp annað hjá mér.

Snjókorn falla á allt og alla

börnin leika og skemmta sér

raulaðu þetta og þá kemstu í smá fíling, þetta er jú uppáhaldsjólalagið mitt.

Linda litla, 22.12.2007 kl. 20:30

10 Smámynd: Fanný

Fanný , 23.12.2007 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband