Færsluflokkur: Bloggar
15.6.2007 | 23:23
Fyrsti í áfanga...
Já hafði það af að bruna einhverja kílómetra í dag á fyrsta áfangastaðinn... glampandi sól og Latibær glymjandi í eyrunum alla leiðina bæði úr spilaranum og aftursætinu
Ætlaði að taka áfangamynd af Merry Xmas og skella hér inn í dag en það var bara hreinlega enginn tími! Kanski er hægt að bæta úr því um helgina ef ég blikka tölvueigandann nóg því auðvitað tók ég handavinnuna MEÐ í fríið!!!!
Er semsagt tölvuvædd í fyrsta áfanga þótt eitthvað verði takmarkaður tíminn sem maður hefur til að tölvast... vil miklu frekar njóta góða veðursins með skæruliðum og bónda
Nætí nætí elskurnar mínar og knúsið hvert annað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2007 | 23:32
Ég fer í fríið... ég fer í fríið... ég feeeer í fríííííiiiiiiið....
Sú stóra græna stendur fyrir sínu og samkvæmt henni treð ég 2 skæruliðum ásamt öllum fylgihlutum í bílinn á föstudag og held norður á bóginn... já eða austur... spurning um hver áttin sé
Planið er að hitta bóndann sem er búinn að gera mig að grasekkju eina ferðina enn... lofa guttum að njóta lífsins með afa og ömmu aðeins (þau rændu skæruliða #2 í dag) og hvur veit nema við familían skellum okkur í fagran fjörð til einnar vinkonu og fögnum þjóðhátíðardegi þar saman
Þegar vaktatörn lýkur hjá húsbóndanum þá verður allt tilbúið til að halda áfram ferðalaginu og verður þá brunað til Akureyrar... svo til Blönduóss (Gerða.. ég heimta kaffi! og ég kem með snapparann með mér )... og svo alla leið í Húsafell þar sem ég ætla sko svo sannarlega að njóta þess að láta fara vel um mig í heitum potti, láta stjana við mig og kanski með eitthvað bubblandi í glasi að kvöldi ammilisdagsins míns
Dem.. ég þarf að kaupa mér sundföt!!!! (vil nú ekki láta stjúpa minn fá áfall þegar ég skríð ofaní pottinn)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.6.2007 | 08:33
Stjórnandi daglegs lífs....
Búin að skrifa inn allar vaktir bóndans í dagbókina svo nú er hægt að plana Þessi stóra græna dagbók stjórnar okkar lífi og ekkert er gert nema ráðfæra sig við hana og ef hún segir nei við einhverjum plönum þá er bara að sætta sig við það!
Á næstu grösum eru plön um að "heimsækja" bóndann til að njóta þjóðhátíðardagsins saman... jú dagbókin segir að það sé í lagi þar sem hann sé á næturvöktum fyrir og eftir en dagurinn sé "frír"
Eins var verið að bjóða okkur í bústað í næstu viku... hmm... skoða bókina... jú smá smuga um miðja vikuna þar sem vaktatörn endar á þriðjudagsmorgni og byrjar ekki aftur fyrr en á laugardag Hvur veit nema ég geti haldið uppá afmælið mitt í heitum potti í Húsafelli?
Best að skoða bókina og athuga hvort ég geti planað eitthvað meira
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2007 | 15:32
örblogg...
nenni ekki að blogga... dunda mér við að taka til í svínastíunni á meðan skæruliði #2 sefur og sest niður með saumaskapinn af og til líka svo eitthvað gangi nú með Merry Xmas verkefnið. Ætla út í góða veðrið á eftir, ómögulegt að hanga svona inni alltaf hreint!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.6.2007 | 22:06
borðið mitt :o)
Alveg déskoti flott fyrir handavinnuna mína Er að spá í að biðja bóndann að setja svona lista ofarlega í hólfið og búa til "skúffu" með handfangi sem fellur ofaná listana (holrými undir). Haldiði ekki að það væri sniðug hugmynd?
sést hvað það er stórt holrýmið ef maður miðar við að Q-snappinn (ramminn) minn er 27x27cm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.6.2007 | 20:45
jahérna...
Þvottavélin búin að ganga næstum stanslaust... endar með að hún fær áfall greyið og strýkur að heiman! Alveg hreint ótrúlegur andskoti þessi þvottur alltaf hreint!
Allt ryksugað og nýskúrað (ekki eftir mig samt)... ekkert uppvask.. (tja jú 3 diskar í vaskinum eftir kvöldmatinn)... haugarnir af hreinum þvotti fara snarminnkandi og meira að segja fór ég með gömul föt og fleira drasl sem var farið að safnast upp hér á gámastöðina líka.
Datt nú í lukkupottinn þar eða réttara sagt sonurinn því hann fékk í Nytjagámnum þennan líka flotta sófa og gestarúm, stofuborð, hillur og fleira smádót sem hann vantaði í íbúðina sína. Gott að hafa svona nytjagám því ekki hafa allir efni á að kaupa allt glænýtt
Þegar við vorum að fara með dótið heim til hans þá rek ég augun í eitthvað lítið borð... svona hálfgerðan "kassa" á löppum... fer að skoða það aðeins betur og var sko fljót að taka það með þegar ég fattaði hvað þetta var! Þetta líka fína handavinnuborð!!! nógu lítið til að hafa við hliðina á sófanum þar sem ég sit og sauma yfirleitt og svo er það holt að innan svo ég opna bara lokið og er komin með þessa fínu hirslu fyrir saumadótið mitt! (svo það sé ekki alltaf útum allt í stofunni hehe) Ætla að biðja bóndann um að smíða smá "lok" eða einhverjar hirslur ofaní það svo það gagnist betur fyrir nálahaldarana mína og fleira smálegt
Allt orðið rólegt hér... skæruliðar komnir í ból dauðþreyttir eftir daginn og ég held að það sé kominn tími á að ég setjist í sófann og saumi smá... er ekki búin að sauma EITT EINASTA spor í allan dag!! GARG!! verð að bæta úr því sko ef ég á að standa undir væntingum með "meðgönguna"!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2007 | 11:29
ohhhhhh......
Nú verð ég að drífa mig með Merry Xmas... á eftir að sauma helling af "jólagjöfum"... Örkina mína og svo álpaðist ég inn á síðu með geeeeggggjuðum myndum sem mig langar svoooo að sauma!!
Arrrrr... af hverju þarf ég alltaf að finna eitthvað svona???? Á sko nóg sem myndi endast mér ævina en finn samt alltaf eitthvað nýtt!!
Þessi er ein þeirra sem ég kolféll fyrir... heitir Dóttir Djúpsins (Daughter of the Deep) og hún yrði hjúts stór!
*stuna* farin að sauma!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.6.2007 | 20:29
Ég er að missa brækurnar....
segi ég nú bara eins og skæruliði #2 segir alltaf þegar hann kemur til mín ríghaldandi í buxurnar sem eru komnar langleiðina niður á tær.
Maður ætti kanski að fara að fjárfesta í axlaböndum?
Búið að vera bongóblíða hér í dag og guttar óvenju þægir úti að leika sér... enginn skæruhernaður og það skemmtilegt að #2 mátti ekkert vera að því að koma inn á klóið. Enda sást það þegar kallað var á þá í mat... kemur lítill maður með flaxandi úlpu, húfuna á skjön og kjagandi í mígblautum buxum.
Ætla að koma guttum í ból og hlamma mér svo í sófann með saumadótið og glápa á "How Clean is Your house".... svo déskoti gaman að sjá þessa þætti... sé alltaf betur og betur hvað mitt heimili er assgoti hreint *hósthóst*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.6.2007 | 13:37
Meðgangan hálfnuð... :þ
Ætlaði að skella þessu inn í gær en hreinlega nennti því ekki.
Til vinstri er 19 vikna árangurinn og sú til hægri sýnir hvar ég er í dag eða 20 vikur. Semsagt hálfnuð "meðganga"
Nú er spurningin.... verður fæðing fyrir tímann.... eða gengið framyfir????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.6.2007 | 21:58
Lítill tími...
fyrir tölvu og blogg... vil frekar njóta þess að vera með bóndanum þessa fáu daga sem hann er heima í fríi
Stórfamilían fór í göngutúr í dag... aldrei slíku vant sást til sólar svo ákveðið var að kíkja á þessi skemmtiatriði sem voru í boði í tilefni sjómannadagsins. Var nú samt ekki alveg viss um hvort ætti að fara með lillemann út þar sem hann var allur að steypast út í einhverjum útbrotum en létum okkur hafa það þar sem það var svo gott veður. Vorum nú ekki lengi en þegar heim var komið var guttinn kominn með hita og útbrotin hríðversnuðu á örskammri stund... er ansi hrædd um að það séu mættir Rauðir hundar á svæðið... allavega líkist þetta ansi mikið þeim óskunda
Miðskæruliðinn er algerlega óborganlegur... það sem honum dettur í hug!! Þeir bræður komu hér inn í dag með öndina í hálsinum... "mammaaaaaaa... það var dauður fugl í sandkassanum!!" Pabbi þeirra segir að þeir verði bara að grafa hann hjá trjánum... eitthvað verði nú að gera fyrir greyið litla. Þá gellur í þeim stutta... "neeihei.... við getum alveg BORÐAÐ hann!!!" Öhhh... ætli hann haldi að við eigum ekki nógan mat???? Held ég þurfi að fara að skýra út fyrir honum hvað sé matarfugl og hvað ekki! (hann eeeelskar kjúlla sko)
Dýrindis lambahryggur ásamt brúnuðum kartöflum og meðlæti var haft í kvöldmat og mættu elstu börnin líka í mat (audda alltaf besti maturinn á hótel mömmu sko)
Yfir og út... farin í sófann að sauma! laters alles
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar