Smá jólaskap komið í hús! :o)

Kominn 24. Des... úff hvað tíminn flýgur!     Takk elskurnar mínar fyrir jólaskaps sendingarnar... þær virkuðu!! Grin  Njótið jólanna... það ætla ég að gera Grin
 
 
 
christmaslove
 
CoolGLEÐILEG JÓL Cool

Er hætt þessum andskota!!!!!

Gersamlega búin að fá nóg af húsbyggingum, iðnaðarmönnum og VESENI!!!!!   

Komumst ekki inn fyrir jól... alltof mikið eftir og ALLTAF eitthvað sem kemur uppá!!  

Þegar var verið að reyna að klára baðherbergið þá kom í ljós að helvvvv píparinn tengdi VITLAUST!!!   Og svaraði svo ekki síma þegar reynt var að ná í hann fyrr en eftir margar krókaleiðir *urrrrrrrrrrrrr*

Ekki nóg með það.... eyddum heilum degi í að koma þessum fína sturtuklefa upp.... bara til að sjá að hann er GALLAÐUR!!!   Tók 3 daga að fá hornstoðina sem var of STUTT því hún "gleymdist" á lagernum og endaði með að ég skammaðist svo hún var send með flugi í skyndingu (átti að fara með pósti 3 dögum áður!)   

Ekki nokkur leið að fá fólk til að vinna... iðnaðarmenn af skornum skammti og aðrir hreinlega nenna ekki að vinna!!    

Þvílík vonbrigði Crying   Langar mest að skríða undir sæng og vera þar fram í janúar.... var náttúrulega ekkert búin að gera hér í íbúðinni þar sem ég reiknaði með að byrja að skreyta og gera fínt í nýja húsinu... hef engan tíma haft til að baka eða gera nokkurn skapaðan hlut þar sem maður var að reyna að skipta sér niður á milli að vinna í húsinu og svo líka að sjá um börn og bú á "gamla" staðnum líka.  

Auglýsi hér með eftir jólaskapi.... ef einhver á smá aflögu má alveg senda mér smá því það er akkúrat EKKERT jólaskap í frúnni Frown   Orkan bara gersamlega búin og varaorkan líka!


Allt á hundraði...

Vil byrja á að þakka ykkur öllum fyrir kveðjurnar elskurnar mínar... það er gott að fá netknús frá góðum vinum Smile

Frúin er búin að vera á hundraði að pússa, mála, spasla og allt sem því tilheyrir...  Lít út eins og Bubbi Byggir án verkfærabeltis þegar ég er komin í "vígagallann" segja synir mínir.    Einu sinni var gallinn blár og rauður en núna er hann orðinn marglitur því ég er snillingur í að sóða mig út!     Einn daginn leit ég út eins og strumpur með dökkt hár og bláar strípur... þá var ég að mála herbergi skæruliða #1... hann heimtaði ljósblátt herbergi.         Í fyrradag leit ég út eins og afturganga með stór augu í hvítu andliti...  stóð nefnilega upp í tröppu og pússaði spaslið fyrir ofan hurðina og jedúddamía... RYKIÐ!!!    *hóst hóst*

Skildi ekkert í því þegar ég dröslaði mér heim og fór í apótekið í leiðinni hvað afgreiðsludömurnar voru sposkar á svipinn... fannst þetta ekkert fyndið sem ég var að gera, ná í lyfin mín og kaupa smá jólagjafir! GetLost

Fattaði ástæðuna þegar ég loksins kom heim og varð guðslifandi fegin að hafa ekki farið í fleiri búðir eins og ég var búin að hugsa mér....    Þegar ég leit í spegil þá var ég voða fallega gráhærð og með hvítan kinnalit með strikum eins og stríðsmálning!!! LoL     Skil vel að dömurnar hafi átt bágt með sig þarna Tounge

Er grasekkja eina ferðina enn... hundleiðinlegur andskoti en svona er þetta bara.   Reyni að vera dugleg í húsinu ef mögulegt er (svolítið erfitt með alla skæruliða og enga pössun) og fannst skondið þegar vinkona mín var með mér um daginn...  hún spurði hvort ég hefði eitthvað lært þetta (þeas skrapa,spasla,mála,pússa og því sem fylgir) þar sem ég vissi algerlega hvað ætti að gera.    Þá hló ég Grin Nei bara sjálflærð sagði ég... meina ef ég veit hvað ég vil... geri hlutina sjálf... þá hef ég við engan að sakast nema sjálfa mig ef ég verð óánægð með þetta seinna meir!!   Ef ég er gersamlega "lost" þá hringi ég bara í kallinn og spyr hvað ég eigi að nota en annars finn ég bara útúr því sjálf!

Að vísu hefur þetta streð tekið ansi á skrokkinn en só what.... ég ÆTLA inn fyrir jól!!!!!   Angry

 


Biðin varð stutt :(

candle

Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.

 

Hér er sorg í hjarta Crying  

Elsku amma Katrín... hvíl í friði..  


örblogg

Hef varla haft tíma né orku til að blogga eða fara bloggvinarúnt þar sem nóg er að gera hjá frúnni þessa dagana.   Er þreytt... líkamlega og andlega og varaorkan nýtt í annað en tölvusetur (enda að því komin að sofna ef ég voga mér að setjast fyrir framan tölvuna).  Sleeping

Er grasekkja eina ferðina enn... hundleiðinlegt bara! Angry 

Fengum sorglegar fréttir að vestan Crying      Nú tekur við erfið bið Crying

Æji er ekki í sambandi bara...   of mikið að ske í hausnum og allt í einni hringavitleysu! Frown


Jæja já... hvar eru sporðdrekarnir og fiskarnir????

hús 

Stjörnuspá

KrabbiKrabbi: Byrjaðu að safna saman í lið í gæluverkefnið þitt. (Að taka heila klabbið á sig væri óþarfa píslavætti.) Íhugaðu vel fólk úr hinum vatnsmerkjunum, sporðdreka og fiska.
 
 
Já koma svo... mig vantar vinnumenn í húsið svo ég komist inn fyrir jól!!! Tounge      Gúmmelaðimatur a la Saumakona í boði og tjaaa hvur veit... kanski verð ég góð og baka smá líka!! Grin
 
*smali smali* come out... come out... where ever you are!!! Police

Hrein og fín...

eftir langþráða sturtuferð þar sem allt steinryk og málningarflögur hurfu niður í niðurfallið og skrúbbaðar voru samviskusamlega allar dauðar húðfrumur í burtu með þessum líka fína grófa svampi sem fjárfest var dýrum dómum í RL vöruhúsi í síðustu borgarferð.      Ahhhhhh mikið djööö var þetta notalegt... var farin að iða í skinninu hér eftir afrakstur dagsins í hreinsunarstörfum og ég get svo svarið það... ég fer ALDREI aftur í það að skrapa málningu af lofti... í FLEGNUM BOL!!!  Woundering  

Þurfti sko ekkert "push up" dæmi fyrir bobbingana því brjóstahaldarinn var fullur af málningu!! *klæj*  

Eins leit út fyrir að ég hefði stungið hausnum í steinryksdollu því hárið stóð sjálft upprétt eins og ég hefði spreyjað það með nokkrum brúsum af gráum lit og hárspreyji!!   

sturtaVerður ekki amalegt þegar þessi klefi verður kominn upp í nýja baðherberginu.... fyrst sturta.... svo nudd... (meira að segja nudd á "botninn"!!) og svo að lokum gufa með ljúfa tónlist í eyrunum... ahhhhhh hlakka til að vígja herlegheitin Grin

Nú bíður mín kall, sófi, teppi og einhver góð bíómynd svo ég býð góðrar nætur.... dreymið ljúfa drauma elskurnar mínar Kissing

 


Það er eins fallegt að passa sig á barnum!!! :þ

 drykkir
 
 
 
 
 
 
 
 Barþjónninn veit hver þú ert ! 
-  drykkurinn segir allt... 
Áður en þú pantar drykk á barnum ættirðu að lesa þetta vandlega. Sjö barþjónar frá
New York voru spurðir að því hvort þeir gætu sagt til um persónuleika kvenna eftir
því hvað þær pöntuðu sér á barnum. Þrátt fyrir að vera spurðir í sitt hvoru lagi
voru svörin nánast þau sömu.

Niðurstöðurnar:

Drykkur: Bjór
Persónuleiki: Óformleg, ekki þurftafrek; jarðbundin.
Nálgun: Skoraðu á hana í billjard.

Drykkur: Hrærðir drykkir
Persónuleiki: Óáreiðanleg, síkvartandi, skapraunandi; alveg óþolandi.
Nálgun: Forðastu hana nema þú viljir vera skósveinninn hennar.

Drykkur: Blandaðir drykkir
Persónuleiki: Þroskuð, fáguð, þurftafrek, horfir í hvert smáatriði; veit upp á hár
hvað hún vil.
Nálgun: Þú þarft ekki að nálgast hana. Ef hún hefur áhuga mun hún senda ÞÉR drykk.

Drykkur: Léttvín (Zinfandel hvítvín undanskilið)
Persónuleiki: Íhaldssöm og smekkleg; veraldarvön en fjörkálfur.
Nálgun: Segðu henni að þú elskir að ferðast og njóta rólegra kvöldstunda í góðra
vina hópi.

Drykkur: Zinfandel hvítvín
Persónuleiki: Einföld; telur sig vera smekklega og veraldarvana en hefur í raun
enga hugmynd hvað það er.
Nálgun: Láttu henni finnast hún klárari en hún í raun er... þetta ætti að vera
einfalt skotmark.

Drykkur: Skot
Persónuleiki: Kann því vel að hanga með hóp stráka og er mikið fyrir að vera vel
drukkin... og nakin!
Nálgun: Auðveldasta skotmarkið á staðnum. Þú hefur heppnina með þér. Gerðu ekkert
nema bíða, en ekki reita hana til reiði!

Drykkur: Tequila
Engin þörf á frekari skýringum - segir allt sem segja þarf.
 


SVO, smá viðauki um karlmennina - en aðförin að strákum er alltaf Mjög einföld og
skilvirk:

Innlendur bjór: Hann er fátækur og langar að ríða.

Innfluttur bjór: Hann kann að meta góðan bjór og langar að ríða.

Vín: Hann lifir í þeirri von að vínið gefi honum veraldarvant yfirbragð sem auki
líkurnar á að fá á broddinn.

Viskí: Honum er skítsama um allt nema að fá á broddinn.

Tequila: Hann telur sig eiga sjens í tannlausu þjónustukonuna.

Zinfandel hvítvín: Hann er hommi!

En sá dagur!!!

Jemundur minn eini bara...  

Byrjaði á því að sofa all svakalega yfir mig... Rauk hér á fætur rúmlega 8 en allir skæruliðar áttu að vera farnir í skóla/leikskóla kl 8!    Við tók þvílíkur þeytingur um alla íbúð... koma morgunmat í stærsta skæruliða, finna til nesti... klæða þá minni og gera þá tilbúna fyrir leikskólann... leita um alla íbúð af skónum minnstingjans sem eins og vanalega voru EKKI á sínum stað Angry     Einn fannst inní borstofu og annar inní eldhúsi undir borði.   Var orðin all verulega stressuð en kem allavega öllum guttum í útiföt, gríp í snarhasti pokann minnstingjans og ýti allri hersingunni út um dyrnar....    SLAMM!!   Dyrnar lokast og frúin uppgötvar að hún er læst úti....    á Náttbuxunum!!! Blush   

Við tók ansi vandræðalegt ferðalag á leikskólann þar sem ég skila af mér 2 skæruliðum rjóð í kinnum... svo að keyra þann elsta í skólann þar sem hann hafði náttúrulega misst af skólarútunni greyið. (Sem betur fer þurfti ég ekki að fara út þar) Blush      Neyddist svo til að rífa einn frænda uppúr rúminu sem var með aukalykil að íbúðinni og það er ekki laust við að það hafi verið skrýtinn svipur á honum þegar hann opnar hurðina og sér blauta og aumingjalega frú fyrir utan...á peysu og náttbuxum í grenjandi rigningunni Blush

Komst inn að lokum og gat komið mér í FÖT  (held ég sofi aldrei í náttbuxum aftur eftir þessa reynslu!!)   

Svo tók ýmislegt stúss við fram að hádegi... kunningjar voru að fara norður í land svo ég notaði tækifærið og kom á þá brothættri jólagjöf til föður míns... fattaði það náttúrulega í morgun eftir hrakfarirnar að skipulagða ég (NOT) hafði gleymt að pakka henni inn svo ég þurfti að snúa öllu við hér í brjálæðislegri leit að jólapappír sem ég hafði steingleymt hvar ég hafði falið þegar ég kom heim úr borgarferðinni um daginn!    Tókst þó að lokum og kom pakkanum af mér.    

Náði að henda í eina vél og ganga frá slatta af þvotti áður en ég þurfti að ná í skæruliða aftur á leikskólann,   kom þeim í ból eftir hádegið og stuttu seinna kom bóndinn heim af vaktatörn (jeijjjj, fæ að hafa hann heima í heila 4 daga!) InLove

Seinniparturinn er búinn að fara í allskonar stúss... er búin að vera eins og þeytispjald hér á milli "heima", nýja hússins og Húsasmiðjunnar....    keyptum málningu á eitt herbergi og loftið á baðinu... valdi húna á hurðirnar... fór og skoðaði húsgögn (þurfum að kaupa okkur hjónarúm) og einhversstaðar þarna á milli skaust ég heim til að skella hryggnum í ofninn! W00t      Upp í hús aftur og púlaði þar í 2 tíma við að skrapa málningu af veggjum og loft í borðstofunni (áááiiii handleggurinn á mér!!!) Frown      Heim aftur... lambahryggur a la saumakona ásamt meðlæti og gúmmelaðisósu í kvöldmatinn (slurp!), allir guttar (og barnabarn líka) í bað eftir matinn og nú er bara að koma þeim í ból svo við skötuhjú getum farið aftur uppí hús og orðið rykug aftur (kræst maður lítur út eins og vofa eftir allt þetta málningar/steinryk! ).

Já og svo er sagt að "heimavinnandi húsmóðir" hafi ekkert að gera!!!!! W00t


Allt í hers höndum...

sokkurBúin að vera á fullu í allan dag... allskonar verkefni sem þurfti að sinna og ég get svo svarið það ég held ég þurfi að klóna mig!!   Kl 8 í morgun þurfti ég td að vera á ÞREM stöðum helst í einu....  Vera heima og taka á móti heimilishjálpinni minni... mæta með skæruliða á leikskóla OG fara uppí hús til að opna fyrir vinnumanni!

Svo voru náttúrulega heimilisstörfin en þau hafa setið aðeins á hakanum nema hvað ég hreinsaði herbergin af óhreinum þvotti sem alveg furðulega nokk ratar ALDREI í þvottahúsið!!!    Nokkrir óhreinir sokkar fundust hér og þar um íbúðina... alveg hreint ótrúlegir staðir sem þeir finnast á! W00t

pósturSettist nú aðeins niður við tölvuna til að skoða póstinn minn í morgun... Er með  meil server sem ég nota frekar sjaldan og álpaðist til að fara að opna hann líka.  ÚFFFFF ruslpósturinn!!!     Ekkert nema lotterívinningar (vííí ég er ríííík.... NOT), áróður um VIAGRA (öhmm.... er einhver að halda að karlinn minn standi sig ekki í stykkinu???) og bankalána samþykki  (hey ég fæ svo mikið af lotterívinningum að ég þarf þau ekki) Tounge

Skaust í húsasmiðjuna og verslaði mér VASK í nýja eldhúsið mitt... fattaði nefnilega að ég átti víst að gera þetta í fyrradag en hafði steingleymt því Blush

barnafjöldi Svo var að ná í þreytta og svanga skæruliða á leikskólann, finna eitthvað í svanginn handa þeim og koma þeim í ró í bólunum sínum...   Náði smá rólegheita tíma á meðan þeir sváfu vært hér inni og barnabarnið í vagni úti (sem ég var með í pössun líka) en svo kom stóri skæruliði heim úr skólanum og stuttu seinna vöknuðu allir hinir svo þá var fjör í kotinu... fullt af strákum, ærsl og læti Sideways

Þegar dóttlan kom svo hingað eftir námskeiðið sitt byrjaði ballið aftur... þurfti að fara í búðina og versla inn.... uppí hús að ath hvernig gengi þar ... heim aftur... og varla komin innúr dyrunum þegar ég þurfti að rjúka í ofboði út aftur því þá var málaraþjónustan að koma til að kíkja á verkefni sem við vorum að  vandræðast yfir uppi í húsi!   

Kjúllaleggir í ofninum og smá pása áður en ég þarf að fara að halda áfram hér.... þvottur  koma matnum á borðið... vaska upp... koma skæruliðum í náttföt, bursta tennur og svo bíður haugur af þvotti eftir að verða þveginn/þurrkaður/gengið frá inní skápa.       Alveg með eindæmum hvað þetta fjandans þvottaskrímsli er lífseigt!!!  

Skyldi mér takast að sauma nokkur spor í kvöld????    Úfff gírinn fór bara í bakkgír! Hreinlega NENNI ekki að sauma og það fer alveg skelfilega í pirrurnar á mér!!!

Yfir og út... skæruliðar eru svaaaaaangir!!! 


Næsta síða »

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband