Dagur 6

Hafði þónokkurn tíma í dag til að sauma þar sem heilsan leyfði ekki mikið annað Angry   Allt í rúst á heimilinu en myndin vex Tounge dagur 6                                                                                                                       Það sést slatta munur síðan í gær Wink    Og já Berglind... þú hefur rétt fyrir þér í því að þetta er strákur í bláum buxum en það er aðeins meira en hann á myndinni Wink

Gleymdi alveg í síðustu færslu... nei Gerða mín... þú átt ekki þessa mynd hehe (enda ertu fullfær um að gera flottar myndir sjálf góða!) Tounge

Komnir 6 dagar... hmm... hvað margir í viðbót? *tíst* Tounge


Dagur 5

Enginn svakalegur árangur í dag þar sem ég sat bara aðeins í kvöld við saumana en samt... smááá munur síðan í gær Wink

WIP 001 Og nei... þetta er ekki kona sem þorir ekki að stíga á vigt!! Tounge


Þvílíkt rugl!!!!

Ég tek undir með öðrum öryrkjum... þetta er þvílíkt rugl að hálfa væri nóg!!

Er sjálf öryrki og fékk kröfu um tæpar 50 þúsund krónur sem ég átti að greiða til baka.   Þegar ég fór að athuga málið AFHVERJU ég ætti að greiða TR 50 þúsund krónur þar sem mér fannst þetta svo ótrúlegt þá kom svolítið skondin saga...    Sýnir best hvernig ríkið er í dag. Devil

Málavextir eru að ég er í sambúð og "samskatta" með manninum mínum... jújú.. allt í lagi...    Við áttum hús sem við seldum í byrjun árs 2006 og fengum smá aura aukalega af sölunni.   EN... aðalmálið er að ÉG átti ekkert í þessu húsi!!!   Hvergi skráð mitt nafn á neina pappíra þar sem maðurinn minn átti það einn!    "Það skiptir engu máli" var sagt við mig... þið samsköttuðuð og þar af leiðandi færð þú hluta af söluhagnaði á skattskýrslu.    oookeeeyyyy.... skrýtið hugsaði ég og fór að pæla aðeins í þessu...  

Við eigum annað hús... tjaaa eða réttara sagt maðurinn minn , mitt nafn er hvergi á pappírum.  

Við eigum bíl líka... tjaaa já eða maðurinn minn réttara sagt því hann er skráður fyrir honum.

Nú skulum við líta aðeins á málið frá annari hlið... 

Þar sem við erum í sambúð... en ekki gift... þá fæ ég EKKERT úr húsinu ef við myndum skilja þar sem allt er á hans nafni!!  Bíllinn er hans svo ég hef náttúrulega enga kröfu í hann heldur! (hann gæti þess vegna hent mér út og ég stæði uppi slypp og snauð!) 

Þar sem við erum í sambúð... en ekki gift...   Ef maðurinn minn selur SÍNA HLUTI á meðan við erum í sambúð... ÞÁ þarf ég að borga til baka af mínum ÖRORKUBÓTUM því TR segir að ÉG hafi fengið of mikið greitt!!!???? 

Þar sem við erum í sambúð... en ekki gift...  þá fengi ég EKKERT útúr húsinu ef hann félli frá... börnin hans myndu erfa allt og að öllum líkindum myndi þurfa að selja húsið þar sem ég sem öryrki með börnin myndi ekki geta greitt af húsinu öll gjöld og það sem fylgir.  Eins með bílinn.  Svo ef húsið og bíllinn yrði selt... hvað myndi ske þá????

  Jú... TR yrði á eftir mér með  látum að heimta  endurgreiðslu fyrir hluti sem ég Á EKKI!!!Devil

HVAR ER RÉTTLÆTIÐ?????   ég bara spyr???? 

Já og þetta er nú bara brotabrot af vitleysunni frá TR... yrði alltof langt að fara að telja upp alla mismununina sem öryrkjar þurfa að búa við Angry

 

STYÐJUM ÖRYRKJA!!!!    http://www.petitiononline.com/lidsauki/petition-sign.html 

 


mbl.is Öryrkjar fram til orrustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur 4

Hélt að déskotans batteríin ætluðu aldrei að hlaðast!!!       Akkúrat þegar ég ætlaði að taka mynd... neibb... "change the batteries"!  Og ég átti náttúrulega engin aukabatterí!!!!  *urgggg*Devil  Leitaði hér dauðaleit... meðal annars í rafmagnslestum skæruliðanna en nóbb... engin hleðslubatterí neinsstaðar!!!   Skil ekki hvar í ósköpunum heilu settin hafa lent!!! Áttum allavega 4 sett (með 4 batteríum í ) og ég get svo svarið það... einhver hefur ÉTIÐ þau!!! W00t

4 dagarAnyway... hér kemur árangurinn eftir 4ra daga vinnu.

Myndin er ca 155x200 spor... eða ca 28x35cm tilbúin Smile

 


Nýtt verkefni... dagur 3 :o)

Jæja... ætlaði að koma með mynd fyrr en þar sem dagurinn í gær fór í skrall á frúnni (sem kom ekki heim fyrr en seint í gærkveldi hálf hífuð Tounge ) varð ekkert úr myndatöku fyrr en núna.

Í rauninni er þetta bara 2ja daga árangur (saumaði náttúrulega ekkert á meðan ég var á skrallinu) en þar sem ég byrjaði á henni á föstudaginn þá verður það víst að reiknast sem 3ji dagur (pffttttt) Pouty

WIP 002 Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þetta er... verðið bara að sjá hana vaxa hehe Tounge  Að vísu fattar kanski ein manneskja þetta strax þar sem hún er sú sem "á" þessa mynd en ehmm... vinsamlega sitja á pikkputtunum svo það kjaftist ekki frá!!! W00t    

Reyni að setja inn dagsárangur á hverju kvöldi en ætla samt ekki að lofa því... maður veit aldrei hvað kemur uppá.. (kanski meira skrall?? ) *frussss* Tounge   Allavega sést daglegur munur núna... aaaaðeins færri litir en í Merry Xmas og aaaðeins minni mynd hehehe Grin  

Einhver sem vill giska á hvað ég verð lengi með þessa???Tounge


eeiiiinnn... tveeeiiiiir... oooooooog... *innsog*...

ÉG ER BÚÚÚÚÚÚÚÚÚIIIIIIIIIIIN !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

MERRY XMAS hoppedískoppedíhopp og heljarstökk og allt það!!!! Grin

NÁKVÆMLEGA 40 vikur tók þetta verkefni!!

Nú fer hún í ferðalag með tengdapabba sem ætlar að vera svo góður að innramma hana fyrir mig Grin

Var eiginlega eins og vængbrotinn fugl hér áðan... er orðin svo vön að hafa þetta verkefni alltaf við sófahornið ásamt nálahöldurunum mínum ómissandi gersamlega troðnum af nálum og garni.   Nú eru nálahaldararnir gersamlega berrassaðir og hornið tómlegt Woundering

Ohh jæja... ekki lengi... gat náttúrulega ekki verið iðjulaus svo næsta verkefni á listanum var tekið fram strax! LoL   Hvur veit nema ég skelli inn mynd af því í kvöld... gæti jafnvel haft árangursmynd daglega... sést allavega eitthvað eftir hvern dag þar sem ég fæ að klára heilu spottana í staðinn fyrir að skipta um nál eftir hvert spor!!Tounge

 


Hvar endar þetta eiginlega???

Biðst velvirðingar á bloggleysinu elsku vinir en þeir sem þekkja til... skilja ástæðuna fyrir andleysinu...

Hér hafa dunið áföll á áföll ofan og ég fer eiginlega stórlega að efast um að geðheilsan hjá  mér þoli meira Frown     Það er lítið sem ég get sagt um þessi áföll hér á veraldarvefnum nema að þau eru ansi alvarleg og það er langt og strangt ferli framundan sem reynir á þolinmæði og andlegan styrk.

Stundum langar mig bara að setjast niður og gráta og gráta en það er eins og ég geti það ekki... (allavega ekki eins og er)...  ég þarf að vera sterk og til staðar fyrir þann aðila sem þarf mest á því að halda núna.

Það er stór og ljótur heimur þarna úti Crying

Ég held að ég hafi sjaldan fundið jafn vel eins og núna hvað handavinnan og dútlið í kringum hana gefa mér mikið...   Er búin að sitja þónokkuð með Merry Xmas og ég get svo svarið það... ég sé fyrir endann á henni bráðlega!! Wink   Saumaskapurinn dreifir aðeins huganum á kvöldin þegar skæruliðarnir eru komnir í ból og ég sit ein hér frammi með mínar hugsanir sem vilja vera ansi mikið á fleygiferð þessa dagana.

Í dag eru 17 ár síðan yngri stelpan mín kom í heiminn...  litla barnið mitt orðin fullorðin...   Ætlum að glomma í okkur gúmmelaði hér í dag mæðgurnar.... kókos/rjóma/jarðarberjatertu... Dajmtertu og fleira góðgæti sem sest utaná mjaðmirnar á mér bara við tilhugsunina!   isss só what... það er ammili!!! Wink


ilmandi kjötsúpa...

kjötsúpa mallar hér í potti ásamt kartöflum, rófum og gulrótum í öðrum potti og matarlyktin dreifist hér um allt hús Wink

Búin að langa í kjötsúpu í þónokkurn tíma og lét verða af því að búa hana til núna en öhmm... ég held að það verði súpa næstu vikuna því hún fyllir 10 lítra pott!!!    

Slurrrrppppp..... hlakka ekkert smá til að fara að borða núna eftir smá stund!!Grin

 

Einhver sem vill koma í mat??????? Tounge


Okur á Íslandi?

Haaaa getur það veeeerið????? W00t

Rakst á þessa þrælgóðu síðu hjá Dr Gunna   http://this.is/drgunni/okur 

hot tubFór að hugsa til baka um nokkrar vikur þegar við skötuhjúin ákváðum að fjárfesta í heitum potti.  Bauðst hann til kaups af fólki sem var að flytja úr bæjarfélaginu og slógum til...

Þessi pottur okkar er frá þekktu vörumerki og var seldur í einni af stórverslunum landsins fyrir rúmum 3 árum síðan...  þá á 650þús.   Við fórum að ath verð á svona pottum nýjum til að fá hugmynd um hvað væri sanngjarnt að borga og sáum að verðbilin lágu frá 650þús og uppí ca 800þús sambærilegir pottar.   

 Akkúrat þessi pottur var ekki til hjá stórversluninni lengur þar sem einkaaðili hafði fengið einkaleyfi fyrir innflutningi frá þessu vörumerki og snérum við okkur til þess fyrirtækis til að forvitnast um verðin.     Fengum hálfgert áfall þegar svörin voru FRÁ MILJÓNINNI!!!    Ekki fengum við nákvæm verð og litlar upplýsingar að hafa nema hvað að plein potturinn án aukahluta væri YFIR miljónina! Bandit

Jæja... við vissum að önnur dælan í pottinum væri eitthvað biluð og spurning hvort þyrfti að skipta henni út...  Hringdum í þetta fyrirtæki aftur til að ath hvað dælan myndi kosta og ég get svo svarið það... það lá við að ég tæki andköf í símanum þegar starfsmaðurinn sagði mér hvað dælan kostaði...  lítil 180 ÞÚSUND kr!!!    WHAT?????

Hringdi svo í aðrar verslun sem er með heita potta, sagði starfsmanninum þar (mjöööög þjónustuliprum þrátt fyrir að hann vissi að ég væri EKKI að fara að kaupa pott hjá honum)  frá því hvað dælan kostaði hjá innflutningsaðilanum og hann bara... "HAAAA...viltu vinsamlegast endurtaka þetta!"...   Sambærileg dæla hjá honum kostar ca 30þús!!! 

EITT HUNDRAÐ OG FIMMTÍU ÞÚSUND KRÓNA VERÐMUNUR!!!!

Ef þetta er ekki OKUR... hvað þá??????

Það þarf svo sem ekki að taka fram að við gerðum við helvvv dæluna í staðinn fyrir að versla við þetta fyrirtæki sem flytur inn pottana!       


I did it again.....

Hvað er þetta með mig og hrakfarir??????   Ég get svo svarið það... óheillakrákan er sest á öxlina á mér til frambúðar held ég bara!

Afrek dagsins...

Rak hausinn í bílhurðina þegar ég var að setja vörur inní bílinn eftir búðarferð... 

Brenndi mig á tungunni á heitu tei þegar ég var í mesta sakleysi að reyna að næra mig smá...

Var að skera niður vínber fyrir minnsta skæruliðann og reyndi að drýgja þau smá með flipa úr puttanum á mér! ÁTS!Frown

Setti plástur á puttann... þrjóskaðist svo við að setjast og sauma smá... og tókst að sauma plásturinn við javann!! ( má þakka fyrir að það var ekki puttinn sem var fastur!)Angry

Fj... skáphurð þvældist fyrir mér þegar ég var að setja glös uppí skáp og ber hausinn á mér merki þess Angry

Var að elda... skellti matnum í ofninn til að hita meðlætið/gúmmelaðið með hamborgarasteikinni... fattaði það hálftíma seinna að það kviknaði ekki á helvvvv ofninum!!   "Einhver" hafði verið þar að fikta og stillt ofninn vitlaust! Pinch

 

Þetta er bara ekki minn dagur...  eða vika... eða mánuður!!!!!!    *dæs*Blush


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 971

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband