9.12.2007 | 11:16
Allt á hundraði...
Vil byrja á að þakka ykkur öllum fyrir kveðjurnar elskurnar mínar... það er gott að fá netknús frá góðum vinum
Frúin er búin að vera á hundraði að pússa, mála, spasla og allt sem því tilheyrir... Lít út eins og Bubbi Byggir án verkfærabeltis þegar ég er komin í "vígagallann" segja synir mínir. Einu sinni var gallinn blár og rauður en núna er hann orðinn marglitur því ég er snillingur í að sóða mig út! Einn daginn leit ég út eins og strumpur með dökkt hár og bláar strípur... þá var ég að mála herbergi skæruliða #1... hann heimtaði ljósblátt herbergi. Í fyrradag leit ég út eins og afturganga með stór augu í hvítu andliti... stóð nefnilega upp í tröppu og pússaði spaslið fyrir ofan hurðina og jedúddamía... RYKIÐ!!! *hóst hóst*
Skildi ekkert í því þegar ég dröslaði mér heim og fór í apótekið í leiðinni hvað afgreiðsludömurnar voru sposkar á svipinn... fannst þetta ekkert fyndið sem ég var að gera, ná í lyfin mín og kaupa smá jólagjafir!
Fattaði ástæðuna þegar ég loksins kom heim og varð guðslifandi fegin að hafa ekki farið í fleiri búðir eins og ég var búin að hugsa mér.... Þegar ég leit í spegil þá var ég voða fallega gráhærð og með hvítan kinnalit með strikum eins og stríðsmálning!!! Skil vel að dömurnar hafi átt bágt með sig þarna
Er grasekkja eina ferðina enn... hundleiðinlegur andskoti en svona er þetta bara. Reyni að vera dugleg í húsinu ef mögulegt er (svolítið erfitt með alla skæruliða og enga pössun) og fannst skondið þegar vinkona mín var með mér um daginn... hún spurði hvort ég hefði eitthvað lært þetta (þeas skrapa,spasla,mála,pússa og því sem fylgir) þar sem ég vissi algerlega hvað ætti að gera. Þá hló ég Nei bara sjálflærð sagði ég... meina ef ég veit hvað ég vil... geri hlutina sjálf... þá hef ég við engan að sakast nema sjálfa mig ef ég verð óánægð með þetta seinna meir!! Ef ég er gersamlega "lost" þá hringi ég bara í kallinn og spyr hvað ég eigi að nota en annars finn ég bara útúr því sjálf!
Að vísu hefur þetta streð tekið ansi á skrokkinn en só what.... ég ÆTLA inn fyrir jól!!!!!
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha ein með ekta indjána stríðsmálningu í búð.
En passaðu þig samt að gera ekki út af við þig. Það er ekki þess virði að liggja svo með verki öll jólin og geta varla gert nokkrun skapaðan hlut. Farðu vel með þig.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 9.12.2007 kl. 12:36
BUUUUBBBBIII BYGGGGGGIIRRRRR... tralla lalla la... BUUUUUUBBBIII BYGGGGGIIRRRRR tralla lalla la.....
Einar Indriðason, 9.12.2007 kl. 17:42
Sé þig fyrir mér í bubba byggir gallanum með málningarpenslil í annarri og sleifina í hinni og búin að setja jólatré í bláa herb og þar verða jólin haldin því ekki er annað tilbúið í húsinu fyrir jólin. En þú ÆTLAÐIR inn (smá púki í mér)
Dísa Dóra, 9.12.2007 kl. 21:02
Dugleg ertu, ekki spurning
Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2007 kl. 00:12
BUUUUBBBBIII BYGGGGGGIIRRRRR... tralla lalla la... BUUUUUUBBBIII BYGGGGGIIRRRRR tralla lalla la.....
*söngl*
Einar Indriðason, 12.12.2007 kl. 08:17
Ég efast ekkert um að þú átt eftir að komast inn fyrir jólin og líka í kjólinn. Gangi þér vel
Linda litla, 20.12.2007 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.