23.11.2007 | 20:58
En sá dagur!!!
Jemundur minn eini bara...
Byrjaði á því að sofa all svakalega yfir mig... Rauk hér á fætur rúmlega 8 en allir skæruliðar áttu að vera farnir í skóla/leikskóla kl 8! Við tók þvílíkur þeytingur um alla íbúð... koma morgunmat í stærsta skæruliða, finna til nesti... klæða þá minni og gera þá tilbúna fyrir leikskólann... leita um alla íbúð af skónum minnstingjans sem eins og vanalega voru EKKI á sínum stað Einn fannst inní borstofu og annar inní eldhúsi undir borði. Var orðin all verulega stressuð en kem allavega öllum guttum í útiföt, gríp í snarhasti pokann minnstingjans og ýti allri hersingunni út um dyrnar.... SLAMM!! Dyrnar lokast og frúin uppgötvar að hún er læst úti.... á Náttbuxunum!!!
Við tók ansi vandræðalegt ferðalag á leikskólann þar sem ég skila af mér 2 skæruliðum rjóð í kinnum... svo að keyra þann elsta í skólann þar sem hann hafði náttúrulega misst af skólarútunni greyið. (Sem betur fer þurfti ég ekki að fara út þar) Neyddist svo til að rífa einn frænda uppúr rúminu sem var með aukalykil að íbúðinni og það er ekki laust við að það hafi verið skrýtinn svipur á honum þegar hann opnar hurðina og sér blauta og aumingjalega frú fyrir utan...á peysu og náttbuxum í grenjandi rigningunni
Komst inn að lokum og gat komið mér í FÖT (held ég sofi aldrei í náttbuxum aftur eftir þessa reynslu!!)
Svo tók ýmislegt stúss við fram að hádegi... kunningjar voru að fara norður í land svo ég notaði tækifærið og kom á þá brothættri jólagjöf til föður míns... fattaði það náttúrulega í morgun eftir hrakfarirnar að skipulagða ég (NOT) hafði gleymt að pakka henni inn svo ég þurfti að snúa öllu við hér í brjálæðislegri leit að jólapappír sem ég hafði steingleymt hvar ég hafði falið þegar ég kom heim úr borgarferðinni um daginn! Tókst þó að lokum og kom pakkanum af mér.
Náði að henda í eina vél og ganga frá slatta af þvotti áður en ég þurfti að ná í skæruliða aftur á leikskólann, kom þeim í ból eftir hádegið og stuttu seinna kom bóndinn heim af vaktatörn (jeijjjj, fæ að hafa hann heima í heila 4 daga!)
Seinniparturinn er búinn að fara í allskonar stúss... er búin að vera eins og þeytispjald hér á milli "heima", nýja hússins og Húsasmiðjunnar.... keyptum málningu á eitt herbergi og loftið á baðinu... valdi húna á hurðirnar... fór og skoðaði húsgögn (þurfum að kaupa okkur hjónarúm) og einhversstaðar þarna á milli skaust ég heim til að skella hryggnum í ofninn! Upp í hús aftur og púlaði þar í 2 tíma við að skrapa málningu af veggjum og loft í borðstofunni (áááiiii handleggurinn á mér!!!) Heim aftur... lambahryggur a la saumakona ásamt meðlæti og gúmmelaðisósu í kvöldmatinn (slurp!), allir guttar (og barnabarn líka) í bað eftir matinn og nú er bara að koma þeim í ból svo við skötuhjú getum farið aftur uppí hús og orðið rykug aftur (kræst maður lítur út eins og vofa eftir allt þetta málningar/steinryk! ).
Já og svo er sagt að "heimavinnandi húsmóðir" hafi ekkert að gera!!!!!
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmm... Hvort er nú betra... að læsa þig úti á náttbuxunum? Eða... læsa þig úti ... ekki í náttbuxunum? Hvort er nú betra?
Hmm........
(annars vil ég sjá þetta á videoi, á 2földum hraða, til að ... upplifa þetta betur... Gera aftur, núna með myndavélar?)
Einar Indriðason, 23.11.2007 kl. 21:06
Oh hvað ég kannast við að sofa yfir mig! Ömurlegt...eyðileggur eitt stykki dag fyrir manni. Knús frá mér til þín
Heiða Þórðar, 24.11.2007 kl. 00:13
Greinilega bara EKKERT að gera hjá svona heimavinnandi.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2007 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.