22.11.2007 | 18:50
Allt í hers höndum...
Búin að vera á fullu í allan dag... allskonar verkefni sem þurfti að sinna og ég get svo svarið það ég held ég þurfi að klóna mig!! Kl 8 í morgun þurfti ég td að vera á ÞREM stöðum helst í einu.... Vera heima og taka á móti heimilishjálpinni minni... mæta með skæruliða á leikskóla OG fara uppí hús til að opna fyrir vinnumanni!
Svo voru náttúrulega heimilisstörfin en þau hafa setið aðeins á hakanum nema hvað ég hreinsaði herbergin af óhreinum þvotti sem alveg furðulega nokk ratar ALDREI í þvottahúsið!!! Nokkrir óhreinir sokkar fundust hér og þar um íbúðina... alveg hreint ótrúlegir staðir sem þeir finnast á!
Settist nú aðeins niður við tölvuna til að skoða póstinn minn í morgun... Er með meil server sem ég nota frekar sjaldan og álpaðist til að fara að opna hann líka. ÚFFFFF ruslpósturinn!!! Ekkert nema lotterívinningar (vííí ég er ríííík.... NOT), áróður um VIAGRA (öhmm.... er einhver að halda að karlinn minn standi sig ekki í stykkinu???) og bankalána samþykki (hey ég fæ svo mikið af lotterívinningum að ég þarf þau ekki)
Skaust í húsasmiðjuna og verslaði mér VASK í nýja eldhúsið mitt... fattaði nefnilega að ég átti víst að gera þetta í fyrradag en hafði steingleymt því
Svo var að ná í þreytta og svanga skæruliða á leikskólann, finna eitthvað í svanginn handa þeim og koma þeim í ró í bólunum sínum... Náði smá rólegheita tíma á meðan þeir sváfu vært hér inni og barnabarnið í vagni úti (sem ég var með í pössun líka) en svo kom stóri skæruliði heim úr skólanum og stuttu seinna vöknuðu allir hinir svo þá var fjör í kotinu... fullt af strákum, ærsl og læti
Þegar dóttlan kom svo hingað eftir námskeiðið sitt byrjaði ballið aftur... þurfti að fara í búðina og versla inn.... uppí hús að ath hvernig gengi þar ... heim aftur... og varla komin innúr dyrunum þegar ég þurfti að rjúka í ofboði út aftur því þá var málaraþjónustan að koma til að kíkja á verkefni sem við vorum að vandræðast yfir uppi í húsi!
Kjúllaleggir í ofninum og smá pása áður en ég þarf að fara að halda áfram hér.... koma matnum á borðið... vaska upp... koma skæruliðum í náttföt, bursta tennur og svo bíður haugur af þvotti eftir að verða þveginn/þurrkaður/gengið frá inní skápa. Alveg með eindæmum hvað þetta fjandans þvottaskrímsli er lífseigt!!!
Skyldi mér takast að sauma nokkur spor í kvöld???? Úfff gírinn fór bara í bakkgír! Hreinlega NENNI ekki að sauma og það fer alveg skelfilega í pirrurnar á mér!!!
Yfir og út... skæruliðar eru svaaaaaangir!!!
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er bara allt á fullu hjá minni. Ég hafði það af að koma mér úr náttkjólnum og í leggings og bol fyrir 6 bara dugleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 19:22
Mikið að gera á stóru heimili Saumakona mín. Sumir dagar eru bara svona ruglaðir, svei mér þá. Knús til þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2007 kl. 21:52
Úfffff...... og svo er ég að kvarta með minn eina 7 ára skæruliða heima. Og ég er búin á því eftir daginn, bæði andlega og líkamlega.
Linda litla, 22.11.2007 kl. 21:56
Ég verð nú bara þreytt á að lesa hversu dugleg þú ert! og stútfyllist af samviskubiti...góða nótt dúfan mín.
Heiða Þórðar, 22.11.2007 kl. 23:07
Það er greinilega meira en nóg að gera hjá þér!!! Mér fannst ég hafi mikið að gera í dag en úff það var ekkert á við þetta allt saman.
Ólöf , 23.11.2007 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.