20.11.2007 | 14:19
nei sko!
Gírinn eeeeer að finnast!! Ehmm.. ég meina sko saumagírinn
Tók fram saumadótið í gærkvöldi og ég er handviss um að ég náði að sauma allavega 20 spor!!!
Þetta er þó allavega byrjun... sé til hvort ég verð enn í gírnum í kvöld þegar skæruliðar eru komnir í ból Verst að ég er búin að leita dauðaleit að déskotans batteríunum í myndavélina mína... var með þau í hleðslu og svo faldi bóndinn þau einhversstaðar svo vel að ég finn þau ekki aftur!!!
NEI ég er ekki með þau á mjöðminni!!!!!
Ætli ég þurfi ekki að ræna bara batteríunum úr fjarstýringunni svo ég geti tekið WIP mynd bráðlega. Einhverja sönnun verður maður nú að hafa fyrir að ég sé allavega komin í fyrsta gír
Ég snörla út í eitt og aldrei er snýtuklúturinn langt undan... stærsti skæruliði slapp við skóla í dag þar sem þegar hann fór á náðhúsið í morgun eftir morgunmatinn voru bunur í báðar áttir *jukkkkk* Varð nú ekki meira en þessi eina "tvöfalda" ferð svo ég vona að hann sleppi vel frá þessum fjanda. Miðskæruliði fékk nú eitthvað magavesen líka í gær en það varð nú bara yfir daginn sem betur fer og alltaf náði hann á koppinn. Leist nú ekkert á blikuna þegar hann í einni ferðinni skoðar afurðirnar vel og vandlega og tilkynnti svo með háum róm: Þetta er bara alveg eins og KAKÓ!!
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HA HA HA HA HA þetta er eins og kakó !!
Ekki líst mér á þetta allir að fá einhverskonar pest hjá þér, þetta er nú meira pestabælið.
En til hamingju með að vera búin að grípa í saumadótið, keep on going
Linda litla, 20.11.2007 kl. 14:38
Já og endilega haltu áfram að leita að batteríunum, svo við getum séð árangurinn svart á hvítu, eða grænt á rauðu
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2007 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.