19.11.2007 | 20:12
That's it!
Ok... nú held ég að ég sé endanlega að fara yfirum!
Þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir og virkisveggi náði helvvv pestarfjandi að troða sér hér inn eina ferðina ENN og nú situr frúin með vasaklút við nefið til að stöðva bévítans fossinn sem vill troða sér þar út og þurrkar augun í gríð og erg. Mig vantar eiginlega svona rúðuþurrkur til að nota á rennandi augun. AAAAHHHHHTTTTSSSSSJJJJJÚÚÚÚÚÚÚÚ!!!!!!!!!!!!!! *dnýt*
Eitthvað hafa hnerrafjandarnir ruglað mig í hausnum líka... áðan var bankað hér á dyr og fyrir utan stendur maður sem ég þurfti að spjalla aðeins við. Miðskæruliðinn og minnstinginn vilja náttúrulega vita hvað sé um að vera og eru að væflast í forstofunni fyrir löppunum á mér. Skítakuldi kom að utan svo ég segi skæruliðum að forða sér inn í staðinn fyrir að vera þarna í kuldanum... hlýða? hvað er nú það??? Miðskæruliðinn fer að leika sér með bolta, hoppandi og skoppandi og ég reyni að forða minstingjanum frá boltaskellum ásamt því að reyna að tala við aumingjans manninn og stjórna því að hann fái ekki bolta í hausinn!
Allt í einu finnst mér eitthvað vanta.... HVAR er minnstinginn????? ,,Bíddu... hvert fór minstinginn??" segi ég.... ,, náði hann nokkuð að smeygja sér út um dyrnar??" Ég lít í ofboði í kringum mig og skil ekkert í að maðurinn í dyrunum horfir undarlega á mig og meira að segja miðjuskæruliðinn hættir boltalátum og glápir furðulostinn á móður sína...
Öhmm..... ég var með minnstingjann... Á MJÖÐMINNI!!!!
Talandi um að fatta kanski ekki að gleraugum séu á nefinu og leita að þeim.... en... en... BARN?????
Held ég fari að sofa bara.... *dæs*
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehehehehe, á sko eftir að stríða þér á þessu góða mín.......
Svanhildur Karlsdóttir, 19.11.2007 kl. 21:32
æi dúllurassagatið! Innlitsknús á þig mín kæra.
Heiða Þórðar, 20.11.2007 kl. 01:03
æi vonandi nærðu heilsu sem fyrst. ÉG las þetta samt vitlaust fyrst, las .... prestfj..... í stað pestarfj... hahhaha sá fyrir mér einhvern prest sem væri að troða sér inn til þín.
Sædís Ósk Harðardóttir, 20.11.2007 kl. 08:01
Bwahahaahaha
Berglind (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 13:18
Ég vona að þú náir að rífa þig upp úr þessu sem fyrst, ég fékk þetta ógeð og var bakk í á aðra viku. Láttu þér batna.
Linda litla, 20.11.2007 kl. 13:22
Dísa Dóra, 20.11.2007 kl. 13:28
Spurning um að senda circa 500 metra af frönskum rennilás á þig, þá geturðu saumað á þig og skæruliðana, og fest þá síðan við þig.
Einar Indriðason, 21.11.2007 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.