Hrakfarir, borgarferð og ælupest....

já hvar á maður að byrja?    Hef EKKERT saumað af myndinni minni síðustu daga...  ástæða? Jú... mér tókst eins og óvitum einum er lagið að skaðbrenna mig á hægri hendi með því að álpast til að ath hvort HELLAN væri heit á eldavélinni!!!    Afleiðing þessa óvitaskapar voru blöðrur á puttum og handflötu svo ég hef verið hálf handlama undanfarna daga og allur saumaskapur úr myndinni (enda skapið eftir því) Sideways       Ætla að prófa í kvöld hvort mér takist að sauma hrakfallalaust eða hvort nálin festist í blöðrunum og ær saumakelling standi á öskrinu hér.  *urr bara já*

Við skötuhjú ásamt litlum skæruliða lögðum land undir bíl og skelltum okkur til borgar óttans á föstudaginn þar sem verslað var inn risa helluborð (span auðvitað svo ég brenni mig nú ekki aftur) og þessi voða fíni blástursofn.   Verður gaman að fara að elda með þessum nýju flottu tækjum í nýja eldhúsinu mínu Grin      Eins fjárfestum við líka í þessum svakalega flotta sturtuklefa og viti menn... nú þurfum við ekki að góla í sturtunni lengur því það er útvarp í honum líka!!! W00t   hmm... ætli bóndinn sé með einhverja sneið á mig í þessum kaupum???? Tounge     Svo hef ég nú aldrei séð annað eins... nuddstútar útum allt... gufa og alles og bíðum nú við.... 2 nuddstútar á skrýtnum stað...   í SÆTINU!!!   öhmm.... á maður að fá nudd á "botninn" líka???    ALLT er nú til!!!!! LoL

Keypti svo líka höldur á nýju innréttinguna mína svo nú verður hægt að draga út skúffurnar líka í staðinn fyrir að hafa þær bara lokaðar og brjóta neglur við að reyna að opna Tounge

Ætlaði að gera svo margt í þessari stuttu borgarferð en rétt tókst að versla það sem mig virkilega vantaði... náði engum heimsóknum í þetta sinn, verður bara að bíða betri tíma.    Eins tók lillemann uppá því að ná sér í þessa svakalegu ælupest á laugardeginum og heldur engu niðri ræfillinn Frown  Sem betur fer þá gekk heimferðin í gær sæmilega þar sem lítill gutti bara mókti eiginlega alla leiðina á milli þess að hann fékk smá sopa og gubbaði öllu upp aftur Frown    Ræfilstuskan er svo komin með goshveri hina leiðina líka í dag! úffff leiðindapestir!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

velkomin heim, æi leiðinlegt að heyra með litla stubb, sjáumst

Svanhildur Karlsdóttir, 12.11.2007 kl. 16:21

2 Smámynd: Dísa Dóra

æ leitt með hrakfarir þínar og litla stubb.

Ohhhh hlýtur að vera æðislegt að fara í sturtu í svona lúxusgræju - tja nema að því leiti að sennilega er löng bið að komast að vegna þess að allir eru svo lengi í sturtu

Dísa Dóra, 12.11.2007 kl. 16:30

3 identicon

Fær eldhúsmellan að prófa græjurnar ef hún álpast einhvern tíma til ykkar

Kv.Ragga

Ragga Seyðó (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 17:54

4 identicon

Æ litli kallinn! En leiðinlegt að við skyldum ekki hittast, það verður bara að vera næst! Innilega til hamingju með allt nýja fíneríið! Loksins allt að gerast!

Batakveðjur Lilja

Lilja (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 00:05

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ömurlegt að brenna sig svona, ég brenndi mig einu sinni smá á straubolta og það var bara helv. vont.  Þú verður svaka gella þegur nýju græjurnar fara að virka og höldurnar komnar á innréttinguna.  Langar neglur og vel nuddaður rass.   You're Nuts 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband