Hvað er þetta með sokka???

sokkur Skil ekkert í því hvað þvottavélin étur sokkana okkar!  Í síðustu borgarferð keypti ég næstum upp lagerinn af sokkum í borginni (allavega fannst mér það) og núna finnast engir frá skæruliðunum!!    Tjaaa eða allavega ekki samstæðir!    Er með eldhúsborðið troðið af útbreiddum sokkum sem eru voða einmana án makans og skilja ekkert í þessum aðskilnaði Shocking  

Að vísu fann ég þónokkur stykki í herbergi skæruliðanna áðan en það er ég handviss um að þegar ég verð búin að þvo... þá bætast þeir bara í hóp þeirra einstæðu!   Er farin að halda að það sé draugur í þvottavélinni sem nærist á sokkum!

Talandi um sokka já...   Minsti skæruliðinn labbar hér um bíreifur og alltaf þarf hann að drösla með sér uppáhaldinu sínu.  Sum börn dröslast með bangsa... önnur með teppi... eða snuð í báðum höndum og munni...      Minn?...   Hann dröslast með SOKKA!!!    Helst sína eigin að vísu... er voða eigingjarn á sokkana sína (enda flottir sokkar með myndum og svona hálkudæmi neðaná) Wink   Ef engir sokkar finnast á gólfinu þá fer hann bara í skúffuna sína og nær sér í sokk!!    Jújú.. hann leikur sér að dótinu sínu líka... en alltaf er sokkur nálægt og ef móðirin sér óhreinan sokk liggja á gólfi og tekur til að fara með í þvottahúsið... tjaaaa þá er ekki langt að bíða að næsti sokkur birtist nálægt litlum manni Grin   

Akkúrat núna var sá stutti að koma kjagandi til mín við tölvuna.... með TVO sokka í hendinni... annan óhreinan og hinn hreinan!!  LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

hehe kannast við svona sokkaétandi þvottavélaskrímsli - það er eitt slíkt hér á bæ líka

Dísa Dóra, 3.11.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Kannast við þetta og er farinn að kaupa 10 pör af sömu sokkunum svo ef tvö pör týna maka sínum þá geta þau bara parað sig við hvorn annan

Jón Þór Ólafsson, 3.11.2007 kl. 11:37

3 Smámynd: Einar Indriðason

Hefurðu spáð í því að MÁLA sokkana á krakkana?

Einar Indriðason, 3.11.2007 kl. 12:52

4 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Kannast við þetta með sokkavélina. Hef gert það undanfarin ár, eins og Jón Þór, að kaupa bara eins sokka, svo geta þeir bara parað sig. Voða þægilegt.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 3.11.2007 kl. 14:21

5 identicon

Ég held að það sé ekkert þvottavélaskrímsli sem étur sokkana ég hef þennan minnsta grunaðan og eflaust á hann "secret stash" einhverstaðar höhö

Berglind (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband