Þvílíkt rugl!!!!

Ég tek undir með öðrum öryrkjum... þetta er þvílíkt rugl að hálfa væri nóg!!

Er sjálf öryrki og fékk kröfu um tæpar 50 þúsund krónur sem ég átti að greiða til baka.   Þegar ég fór að athuga málið AFHVERJU ég ætti að greiða TR 50 þúsund krónur þar sem mér fannst þetta svo ótrúlegt þá kom svolítið skondin saga...    Sýnir best hvernig ríkið er í dag. Devil

Málavextir eru að ég er í sambúð og "samskatta" með manninum mínum... jújú.. allt í lagi...    Við áttum hús sem við seldum í byrjun árs 2006 og fengum smá aura aukalega af sölunni.   EN... aðalmálið er að ÉG átti ekkert í þessu húsi!!!   Hvergi skráð mitt nafn á neina pappíra þar sem maðurinn minn átti það einn!    "Það skiptir engu máli" var sagt við mig... þið samsköttuðuð og þar af leiðandi færð þú hluta af söluhagnaði á skattskýrslu.    oookeeeyyyy.... skrýtið hugsaði ég og fór að pæla aðeins í þessu...  

Við eigum annað hús... tjaaa eða réttara sagt maðurinn minn , mitt nafn er hvergi á pappírum.  

Við eigum bíl líka... tjaaa já eða maðurinn minn réttara sagt því hann er skráður fyrir honum.

Nú skulum við líta aðeins á málið frá annari hlið... 

Þar sem við erum í sambúð... en ekki gift... þá fæ ég EKKERT úr húsinu ef við myndum skilja þar sem allt er á hans nafni!!  Bíllinn er hans svo ég hef náttúrulega enga kröfu í hann heldur! (hann gæti þess vegna hent mér út og ég stæði uppi slypp og snauð!) 

Þar sem við erum í sambúð... en ekki gift...   Ef maðurinn minn selur SÍNA HLUTI á meðan við erum í sambúð... ÞÁ þarf ég að borga til baka af mínum ÖRORKUBÓTUM því TR segir að ÉG hafi fengið of mikið greitt!!!???? 

Þar sem við erum í sambúð... en ekki gift...  þá fengi ég EKKERT útúr húsinu ef hann félli frá... börnin hans myndu erfa allt og að öllum líkindum myndi þurfa að selja húsið þar sem ég sem öryrki með börnin myndi ekki geta greitt af húsinu öll gjöld og það sem fylgir.  Eins með bílinn.  Svo ef húsið og bíllinn yrði selt... hvað myndi ske þá????

  Jú... TR yrði á eftir mér með  látum að heimta  endurgreiðslu fyrir hluti sem ég Á EKKI!!!Devil

HVAR ER RÉTTLÆTIÐ?????   ég bara spyr???? 

Já og þetta er nú bara brotabrot af vitleysunni frá TR... yrði alltof langt að fara að telja upp alla mismununina sem öryrkjar þurfa að búa við Angry

 

STYÐJUM ÖRYRKJA!!!!    http://www.petitiononline.com/lidsauki/petition-sign.html 

 


mbl.is Öryrkjar fram til orrustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

*dæs*  Mér finnst pólitíkusar alveg mega (já, allir saman, með tölu) eyða eins og einu ári, lifandi á kjörum hins almenna manns, t.d. eins og ykkur.  Þá *hugsanlega* myndu þessir ... aðilar ... átta sig aðeins betur á lífinu.  Ekki bara til að púkka upp á sér-pakk, heldur líka til að hjálpa almenningi í landinu.

Annars var lítill fugl að hvísla því að mér hver skýringin á bak við orðið "politicus" sé.  Þetta eru tvö orð, sem hafa blandast saman.  "Poly" er forskeyti, og þýðir "margir".  "Tickus" er lítil blóðsuga, skordýr.  Þannig að ... "Politicus" (og íslenska orðið "pólitíkus") þýðir í raun:  "margar litlar blóðsugur".

(Ég sel þetta ekki dýrari en ég keypti, en ég er alveg sáttur við skýringuna.)

Hvernig gengur svo með Stjána Bláa?

Einar Indriðason, 23.10.2007 kl. 08:58

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

já, þetta kerfi er kolruglað, ef minn kall vinnur aukavinnu, dregur Tr.stofnun af mér bæturnar.           ég var fljót að kvitta á þennan lista, þegar hann varð til og vona að sem flestir geri það.          

Svanhildur Karlsdóttir, 23.10.2007 kl. 09:19

3 identicon

Þetta kerfi er hin mesta mannfyrirlitning sem fyrirfinnst hér á landi. Kerfið er þannig upp sett að öryrkjar þurfa að sætta sig við að kerfið skilgreini þá sem ómaga á framfærslu maka (eða sambýlinga) sinna. Hendum þessu kerfi út í ysta hafsauga og endurreisum reisn þeirra sem hafa orðið fyrir þeirri ógæfu að verða öryrkjar.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 10:20

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Nákvæmlega! það er alveg ótrúlegt að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi. Nú bara gerum við uppreisn og þögnum ekki og enginn fær frið fyrir okkur fyrr en við höfum fengið réttlætingu á okkar málum.

Bestu baráttukveðjur

Ragga fjöryrki

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.10.2007 kl. 10:28

5 Smámynd: Saumakonan

Mörgum finnst þetta allt í lagi... semsagt að ef makinn hefur sæmileg laun... þá eigum við ekki rétt á eins miklum bótum.

 En.. hvað með okkar sjálfsvirðingu???   Eigum við að lifa bara af makanum???    Erum við ekki nógu langt niðri þó svo það sé ekki bætt um betur með því að láta okkur líða eins og annars flokks fólk??? 

"heyrðu elskan... má ég fá smá pening fyrir mjólk".....  "ástin mín... mááá ég fá smá pening fyrir afmælisgjöf handa mömmu?".....    "ég þarf að fá pening til að versla inn fyrir vikuna"...    "elskan mín... geturu lagt smá inná mig svo ég geti borgað jólagjöfina þína?"

*HROLLUR!!!!!* 

Kalla þetta að sparka í liggjandi mann!!!!

Saumakonan, 23.10.2007 kl. 10:56

6 Smámynd: Gunna-Polly

síðan hvenær hefur verið réttlæti í íslenska kerfinu? og svo kýs fólk þetta aftur og aftur

Gunna-Polly, 23.10.2007 kl. 13:54

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl elsku saumakona. Þetta er ótrúlegt dæmi og örugglega ekki margir sem átta sig á að svona iðja sé stunduð.  Viltu senda mér þessa sögu þína í pósti  bella@simnet.is  við Heiða ætlum að safna svona sögum og hafa nöfn þeirra sem segja frá með, hafa þetta lifandi dæmi um hvernig málum er háttað og dreifa því siðan til þeirra sem málið varðar og ég mun örugglega láta þær sögur sem ég fæ til þeirrar nefndar sem fjallar um mál okkar. Við berjumst áfram

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 17:05

8 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Kerfið okkar er hrein klikkun hér á Íslandi, það má með sanni segja, öryrkjar eru ekki metnir sem einstaklingar , það er á hreinu,

.Gæti skrifað hér svo miklu miklu meira í bræði minni en læt það kyrt liggja. Með baráttukv til þín.......er þér svo sammála....

Erna Friðriksdóttir, 27.10.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband