Hvar endar þetta eiginlega???

Biðst velvirðingar á bloggleysinu elsku vinir en þeir sem þekkja til... skilja ástæðuna fyrir andleysinu...

Hér hafa dunið áföll á áföll ofan og ég fer eiginlega stórlega að efast um að geðheilsan hjá  mér þoli meira Frown     Það er lítið sem ég get sagt um þessi áföll hér á veraldarvefnum nema að þau eru ansi alvarleg og það er langt og strangt ferli framundan sem reynir á þolinmæði og andlegan styrk.

Stundum langar mig bara að setjast niður og gráta og gráta en það er eins og ég geti það ekki... (allavega ekki eins og er)...  ég þarf að vera sterk og til staðar fyrir þann aðila sem þarf mest á því að halda núna.

Það er stór og ljótur heimur þarna úti Crying

Ég held að ég hafi sjaldan fundið jafn vel eins og núna hvað handavinnan og dútlið í kringum hana gefa mér mikið...   Er búin að sitja þónokkuð með Merry Xmas og ég get svo svarið það... ég sé fyrir endann á henni bráðlega!! Wink   Saumaskapurinn dreifir aðeins huganum á kvöldin þegar skæruliðarnir eru komnir í ból og ég sit ein hér frammi með mínar hugsanir sem vilja vera ansi mikið á fleygiferð þessa dagana.

Í dag eru 17 ár síðan yngri stelpan mín kom í heiminn...  litla barnið mitt orðin fullorðin...   Ætlum að glomma í okkur gúmmelaði hér í dag mæðgurnar.... kókos/rjóma/jarðarberjatertu... Dajmtertu og fleira góðgæti sem sest utaná mjaðmirnar á mér bara við tilhugsunina!   isss só what... það er ammili!!! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sendi þér stuðningskveðjur elskan. Vona að allt verði betra með tímanum!

Knús frá Skaganum. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2007 kl. 11:00

2 Smámynd: HAKMO

HAKMO, 14.10.2007 kl. 11:03

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Elsku vinkona, hugur minn er hjá þér, það var gott að geta faðmað þig á föstudeginum, en knúsaðu Lindu frá mér.

Svanhildur Karlsdóttir, 14.10.2007 kl. 11:11

4 Smámynd: Einar Indriðason

Innlitskvitt, og draga hugann frá Daimtertunni!  Til hamingju með afmælið.  (Restina veistu um.)

Einar Indriðason, 14.10.2007 kl. 11:54

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Saumakona mín.  Vonandi lagast þetta allt hjá þér.  Sendi þér risaknús.             Og til lukku með dótturina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2007 kl. 13:50

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsku músamús, það er vel hægt að fá pillur við þessu.

Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 14:03

7 Smámynd: Dísa Dóra

Sendi þér risastórt rafrænt knús og góðar kveðjur.  Innilega til hamingju með dóttluna líka

Dísa Dóra, 14.10.2007 kl. 15:37

8 identicon

Afhverju frétti ég ekki neitt? Hvað skeði núna????????????

Ásta Hj (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 23:04

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sendi þér kærleiksríkar kveðjur og hugsanir elskan.

Heiða Þórðar, 16.10.2007 kl. 17:28

10 Smámynd: Gunna-Polly

RISA KNÚS TIL ÞÍN OG GANGI ÞÉR VEL MEÐ ALLT ÞETTA

Gunna-Polly, 16.10.2007 kl. 19:58

11 identicon

Sæl frænka mín leitt að heyra að eitthvað sé að hjá þér vonandi gengur það allt saman vel og til hamingju með dóttirina sem á afmæli á þessum frábæra degi 14. okt. því ég á líka afmæli á þessum degi. Kærar kveðjur frá Eyrarbakka.

Emma Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 22:02

12 Smámynd: Saumakonan

Takk elskurnar mínar fyrir knúsið og peppið  

Saumakonan, 19.10.2007 kl. 16:35

13 Smámynd: Ólafur fannberg

stuðningsinnritunarkvitt kemur hér

Ólafur fannberg, 19.10.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband