1.10.2007 | 20:32
Hrakfallabálkur aldarinnar...
já svei mér þá ég held bara að ég hljóti þann titil!!
Tókst að beygla fína bílinn minn í borgarferðinni... var að reyna að mjaka mér út úr stæði...þurfti að bakka að annari innkeyrslu (að blokk í breiðholti... hvað annað!) til að geta beygt án þess að fara uppá einhvurja bévítans eyju... jújú... næ því... legg á bílinn... og... búmm! Einhver hálviti lagði uppá eyjuna kolólöglega og ég beygla FRAMbrettið þegar ég rekst á járnadrasl undir pallinum. Já þetta var PALLBÍLL og ég barasta sá hann EKKI! (þrátt fyrir að vera skær appelsínugulur!!!)
Heimilistækin gera sitt besta í að ráðast á mig líka hér heima... ætlaði að taka úr þvottavélinni og þegar ég tek í hurðina þá brotnar handfangið næstum af!! Ekki nóg með það... mér dauðbregður, reisi mig upp.. og þá réðst skúringamoppan á mig og lamdi mig í hausinn!!
Hefði nú haldið að þetta væri nóg en ónei.... stólandskoti sem "einhver" hafði stillt upp í ganginum gerði sitt besta í að reyna að taka tærnar af mér og þegar ég hoppa um á einni löpp... haldandi um hina... þá dett ég um barnavagninn!!! Í örvæntingu við að reyna að halda jafnvæginu fálma ég mig áfram og lendi með hendurnar á skenknum og er næstum búin að hrinda niður öllum garnkössunum mínum. Gríp í þá í ofboði til að forða þeim frá falli (skúffu skápar fullir af DMC garni sko)... hendi niður nokkrum bókum í leiðinni og hvar lentu þær???? jú á TÁNUM Á MÉR!!! Tja... allavega EIN lenti á stórutánni
Veðrið gerir sitt besta til að pína mig líka... eins og allir gigtarsjúklingar vita fara veðrabreytingar all svakalega í liðina og í svona rigningu og kulda eins og er hér núna eru mjaðmirnar að drepa mig!!
Svo bætast við skæruliðar sem reyna ákaft að fjölga gráu hárunum á höfði móður sinnar... gera allt sem má ekki.. og ekkert sem þeir eiga að gera!
Bahhhhh... veikindin eru allavega yfirstaðin... maður verður að sjá EITTHVAÐ gott í þessu öllu saman
Farin í sófann að sleikja sárin... ( já og sauma smá... fer að detta á tíma!!!)
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha ég get nú ekki annað en hlegið þegar ég sé þetta fyrir mér - kannski er ég pínulítið kvikindi í mér híhí - æ nei held það sé frekar að ég þekki vel að vera svona hrakfallabálkur og sit oft og flissa yfir sjálfri mér. Frábærlega skemmtilega sagt frá :)
Dísa Dóra, 1.10.2007 kl. 21:33
Það fyrsta sem mér datt í hug, var svona gömul svart-hvít mynd... þar sem einhver heldur á löngum planka eða stiga, og sveiflar honum í kringum sig. Svo, nú ætla ég að segja smá ráðleggingu: Ef einhver nálgast þig, og viðkomandi heldur á löngu apparati, planka, kústi, priki... hlauptu þá .. (ok, skjögraðu) í burtu eins hratt og þú getur. Annars færðu þetta í hnakkann.
Annars leitt að heyra með þetta allt saman, og beygluna á bílnum líka. (En... ég verð að viðurkenna, að svart-hvíta myndin er svoldið fyndin.....)
Einar Indriðason, 1.10.2007 kl. 21:51
ái
HAKMO, 2.10.2007 kl. 00:21
hehehehehehhehehe
Ekki var þetta fyrir utan hjá mér?
Ásta Hj (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 22:01
ójú mín kæra.... er helvvvv appelsínuguli pallbíllinn ENN þarna fyrir utan kanski?????? Var sagt svo síðar að það væri möguleiki á að ég hefði verið í rétti þar sem honum var kolólöglega lagt! Kostar mig ca 40þús kall að láta laga beygluna plús að ég verð bíllaus í 4 daga ( og þetta er vinadíll)
Saumakonan, 3.10.2007 kl. 13:57
Hann er oft þarna en ekki núna síðustu daga
Ásta Hj (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.