Bandbrjáluð kelling...

Jæja.. þá er maður komin heim úr fyrri borgarferð...    Margt tókst að gera á stuttum tíma, fara til doksa, fá sér kínamat, skreppa í kaffi til vinkonu og eyða allt of miklum pening!

handavinna Eyða alltof miklum pening já... öhmm... sko.. ehh... kellan fór nefnilega og keypti heilan handavinnulager! W00t   Jájá ég veit að ég er snargalin Tounge

Nú verður farið á fullt með að bóka markaði og kynningar til að koma þessu út til soltinna handavinnukellna sem eru að fara á hausinn við að reyna að versla í venjulegum hannyrðabúðum þar sem garndokkan kostar liggur við hönd og fót!   Miklu ódýrara að versla við mig bara þar sem allt er á heildsöluverði Tounge    

Ef þið handóðu kellur (og karlar) hafið áhuga á kynningu eða markaði skrifið þá í kommentakerfið og allt er tekið til athugunar Wink

Iss piss.is... ekki voru nú margir sem vildu fá mig í kaffi næst þegar ég kem suður Crying  hmmppffff... hvurslags er þetta eiginlega??!!!!     Engin komment í síðustu færslu nema frá eyjadísinni sem er alltaf svo dugleg að kommenta  (miklu duglegri en ég allavega hehehehe) Woundering

Nú er allavega planið að ég bruni suður nk sunnudag og verði frameftir vikunni.... hvur veit nema ég verði heila viku... fer eftir ýmsu svo það er ekki of seint að bjóða í kaffi Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð saumakona. Ég er konan hans frænda þíns og mamma hennar ellusprellu. Ég var að segja henni að ég hefði lesið bloggið þitt og að þú værir að fara í kaupstaðarferð og værir að spá í kaffi. Hún bað mig að segja þér að þú værir velkomin en hringja fyrst 6639201.  Hún var að flytja og er enn ekki komin í netsamband. Hefur því ekkert getað bloggað né svarað kommentum þennan tíma. Kveðja frá nafla alheimsins, Eyrarbakka.

Auður Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 23:41

2 Smámynd: Saumakonan

Blessuð Auður

Takk fyrir að láta mig vita... ég hringi í Elínu þegar ég kem suður, væri rosalega gaman að kíkja í kaffi til hennar
Svo getur meira en verið að ég kíki niður á Eyrarbakka líka... það er svona verið að spá í að halda kynningu þar og þá verður náttúrulega hóað í alla ættingjana til að koma og skoða

Svana mín... ég hringi líka í þig og reyni að kíkja í kaffi

Saumakonan, 13.9.2007 kl. 08:15

3 identicon

Heyrðu sko. Maður þarf ekkert að bjóða þér í kaffi. Þú kemur bara!

Lilja (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 09:19

4 Smámynd: Saumakonan

LOL Lilja mín... það verður nú meira en kaffi hjá þér þar sem þú situr uppi með mig og minnsta skæruliðann í marga daga!!!

Saumakonan, 13.9.2007 kl. 09:59

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Kaffi? Ekki spurning, hefði keypt handa þér 1 stk. kaffikönnu bara! Svo hefðum við getað prjónað saman og allt.....hvurslags!

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 17:53

6 Smámynd: Saumakonan

Mikið rosalega væri nú gaman að geta hitt á þig Heiða!   Fá loksins að sjá manneskjuna sem manni er farið að þykja vænt um í gegnum blogg!!!

Saumakonan, 13.9.2007 kl. 18:46

7 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Hæ, saumakona. Á ekki að koma til eyja og halda kynningu? Á eina vinkonu sem er líka með æði fyrir útsaumi. Myndi örugglega bjóða þér upp á kaffi, eða allavega te. Við hjónin drekkum hvorugt kaffi, erum miklir te-drykkjumenn, en á yfirleitt Néskaffi upp í skáp.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 13.9.2007 kl. 20:59

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert nú meiri dúllan, kaupir heilan lager  Nú vil ég fara að sjá meira af jólasaumnum þínum.  Hvað ertu komin langt nuna ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2007 kl. 12:05

9 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Bara keyptur heill lager... svo finnst bóndanum mínum ég kaupa mikið saumadót stundum.. og mitt dót nær ekki að fylla nema eina kistu... sem er sko ekki stór

Væri alveg til í að komast í að "gramsa" í lagernum og sjá hvað maður fyndi spennandi.. bý bara svoooo langt í burtu

Rannveig Lena Gísladóttir, 14.9.2007 kl. 19:58

10 Smámynd: Saumakonan

Tjaaaa... eyjar má alveg athuga með einhvern daginn.... hmm... hvað ætli kosti undir bíl, galna kerlingu og eitt stykki skæruliða með dallinum?

Ásthildur mín... hún vex.. hún vex...    skelli inn árangursmynd bráðlega

Rannveig Lena... hvur veit nema ég komi á þínar heimaslóðir líka bara bráðlega.... blikkaðu bara frænku þína til að bjóða mér í heimsókn    Er ekki einhver salur þarna sem hægt væri að leggja undir sig og auglýsa bara?

Saumakonan, 14.9.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband