Ekki er nú öll vitleysan eins....

og það sem frúnni dettur í hug!!!

Var eitthvað af rælni að fletta auglýsingarpésa og sá þá auglýsta ferð til Tallin núna 13-17 sept.  Nefni það við bóndann hvort við ættum ekki að skella okkur bara svona að ganni en undirtektirnar voru ekkert voða miklar.   Svo fórum við að skoða þetta betur því oftar sem við skoðuðum... því meira lokkandi var þetta...     eitthvað spes tilboð 2 fyrir 1 í síðustu sætin og yrði kostnaðurinn semsagt ekki nema rétt rúml 70þús kr fyrir okkur bæði MEÐ hóteli og fararstjórn!!!Happy

tallin Allavega ákvað ég að hringja í tengdó og ath málið með pössun þar sem maður kemst náttlega ekki neitt án þess að annaðhvort draga alla skæruliða með eða fá góða pössun.   Jújú ekkert mál... hún er laus þessa daga en eitthvað fannst henni mikið að vera með alla 3 í einu Errm

Það reddaðist nú snarlega því elsta dóttlan mín sagðist geta tekið miðskæruliðann... væri sko ekki mikið mál Wink

Báðar dæturnar eru algerlega með á hreinu að við eigum að skella okkur bara 2 skötuhjúin og vilja gera allt til þess að við fáum smá rómó ferð saman ÁN skæruliða Grin

Þetta væri all svakalega gaman þar sem við komumst frekar sjaldan eitthvað ein og eins og allir vita þá þarf nú að rækta sambandið líka á milli para... tala nú ekki um þegar familían er stór Tounge   Ekki það að sambandið  sé eitthvað slæmt... þvert á móti en þar sem bóndinn hefur verið mikið í burtu og svo þegar hann kemur heim þá er annaðhvort verið að vinna í húsinu okkar eða verið með skæruliðunum sem sakna pabba síns alveg svakalega þegar hann er í burtu.   Semsagt... ekki mikill tími fyrir okkur skötuhjú Blush

Svo nú er stóra spurningin.... EIGUM við að skella okkur  (bóndinn þarf að fá frí úr vinnu að vísu í 3 daga) og njóta þess að vera bara 2 EIN að rölta um í Tallin.... éta gott og bara slappa af???

Ohhhh að fara eða fara ekki....    já stórt er spurt Errm

Já og þið sem hafið farið til Tallin... endilega kommentið hvernig ykkur fannst þar og hvað er áhugavert... er ódýrt þarna ofl??     Hef aldrei farið þangað nefnilega hehe Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Endilega skellið ykkur 2 saman.  Þetta verður frábær ferð!  Ég hef ekki farið til Tallin, en... bara þið tvö... spurning um að sleppa skoðunarferðum, og svona? :-D

og Góða skemmtun!!

Einar Indriðason, 2.9.2007 kl. 13:31

2 Smámynd: HAKMO

Um að gera að drífa sig , pör hafa alltaf gott af smá svona alone time

HAKMO, 2.9.2007 kl. 15:18

3 identicon

ekki má maður skreppa í burtu þá færð þú einhverjar dillur...........nei, í alvöru, líst vel á þessa rómó-ferð

Svanný (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 15:41

4 identicon

Drífa sig út! mamma og pabbi fóru þanngað og þeim fannst mjög fínt þar :D

Berglind (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 18:31

5 identicon

Þetta er ekki nokkur spurning! Bara drífa sig áður en að þið hættið við! Þetta verður frábært og æðislegt fyrir ykkur bara tvö!

Lilja ferðaráðgjafi (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 18:47

6 Smámynd: Saumakonan

ohhh já það er spurning...   er búin að senda fyrirspurn til Trans-Atlantic um hvort það sé enn laust og svo hringi ég í fyrramálið til að ath líka...   krossleggið nú putta og tær og já allt sem hægt er að krossleggja fyrir að það SÉU laus sæti!!!!

Saumakonan, 2.9.2007 kl. 19:08

7 Smámynd: Saumakonan

Já og svo er náttúrulega svakalega stór plús að það er flogið beint frá Egilsstöðum svo maður þarf ekkert að spá í ferð suður... yrði "svolítið" dýrara ef maður þyrfti að þvælast alla leið á suðvesturhornið til að fara í flug hehe

Saumakonan, 2.9.2007 kl. 19:09

8 Smámynd: Gunna-Polly

Fyrirgefðu en eftir hverju ertu að bíða? bókaðu ferðina kona !!!!

Gunna-Polly, 2.9.2007 kl. 21:27

9 Smámynd: Saumakonan

ég get það ekki fyrr en í fyrramálið!!!!!    Svo krossleggja allt sem hægt er að krossleggja fyrir að ég fái miða!!!!

Saumakonan, 2.9.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband