Brjót og braml.... og það sem börnum dettur í hug!!!

Uppdeit frá fyrri færslu....    PíparaXXXXXX ákváðu nú loksins að drattast til að koma og reyna að fixa lagnirnar hjá mér í morgun.   Komu rétt fyrir 9 og náði ég bara aðeins að tala við þá áður en ég þurfti að flýta mér í vinnuna.   Sögðu strax að þetta væri lengst undir húsinu og þyrfti örugglega að brjóta eitthvað upp þarna til að komast að biluninni.      Jæja... ég fer í vinnuna sallaróleg þar sem mínar reynslur af pípurum hér á svæðinu einkennast af BIÐ og veseni.

Kem heim í hádeginu eftir að vera búin að ná í skæruliðana á leikskólann og jedúddamía... það er búið að brjóta upp gólfið í forstofunni hjá mér og hjónunum á efri hæðinni og LÍKA þvottahúsgólfið hjá mér!!!  Allt í RÚST!!     Kom semsagt í ljós að lekinn var undir forstofu og þvottahúsgólfinu hjá mér Frown  Að vísu fæ ég nýtt gólf á bæði forstofuna og þvottahúsið svo fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott hehe Smile  EN...  þetta er búið að skemma svo útfrá sér að hálfa væri nóg...    Fáum að vita hvað sé hægt að gera á mánudag þegar matsmaðurinn frá tryggingunum kemur til að skoða þetta.       Þvottahússgólf                                                                                                                                               Þarna sést hvernig umhorfs er í þvottahúsinu mínu (að vísu búið að setja ný rör og þrífa aðeins).       Næstu myndir eru af forstofunni... þar er verið að skipta um lagnirnar og búið að þrífa líka í kring en ekki verður hægt að loka þessu fyrr en á mánudag í fyrsta lagi svo ég þarf að æfa stökk framyfir helgi Undecided  Forstofa- veggur inní þvottahús                                                                    Forstofa-fyrir framan hurð                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                           Ekki beint skemmtilegt að hafa þetta svona!!!Frown

 

Þar sem það er búið að vera á fullu að brjóta og bramla hér þá var eldri skæruliðum hent út að leika...   eins og flestir vita þá eru uppátækjasamir skæruliðar alveg snillingar í því að vilja vesenast í því sem má ekki og öll tæki og tól sem hafa verið hér í dag hafa vægast sagt verið "áhugaverð".

Eins þurfti endilega að draga vini með sér til að sýna "skurðinn" í forstofunni og helst að hoppa nokkrum sinnum yfir líka... voða spennandi.

Mamman var nú bara hundleiðinleg og rak þá óðara út aftur þar sem þrátt fyrir að eiga ágætis herbergi með fullt af dóti þá tolldu þeir ekkert þar inni heldur fóru aftur og aftur að hrella aumingja píparann!      Ætla nú ekki að láta þá hræða hann í burtu loksins þegar einhver MÆTIR á staðinn til að laga!!!  Tounge 

Sit hér í rólegheitum við tölvuna áðan og heyri að miðskæruliðinn er kominn inn voða laumulegur eitthvað.   Fer að ath hvað hann sé að bralla og kem að honum inní gestaherberginu þar sem hann stendur voða sakleysislegur við rúmið.   Ég spyr náttúrulega hvað í ósköpunum hann sé að gera hér inni og ætla að láta hann fara þaðan út en það vildi hann alls ekki!!  Frekar vildi hann standa þarna og gera ekki neitt! ( var ekki með neitt dót með sér þar).    Kemur ekki uppúr kafinu loksins eftir mikið streð við að reyna að fá hann útúr herberginu að hann hafði "smyglað" vini sínum inn og falið hann undir rúmi!!!! W00t

Hvaðan hefur barnið þetta eiginlega?????????Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Þið þó heppin að það skuli vera komin pípari á svæðið.  Ég er enn að bíða eftir að pípari hafi samband við mig vegna uppþvottavélarinnar minnar.  (Ég gafst upp, réðst á hana með skiptilykli, og kláraði dæmið sjálfur.)

En það er með þessa skæruliða... hvaðan hafa þeir þetta eiginlega?  Varla frá þér... ég er ekki *alveg* að sjá þig fyrir mér, smyglandi einhverjum vini inn, og fela hann undir rúmi... hmm... eða... hmm.... já, nei, best að segja ekkert... það gæti allt misskilist sem maður segir akkúrat núna.

En ég ætla rétt að vona að þetta verði lagað hjá ykkur, sem fyrst, og með sem minnstu raski og veseni.

Bið að heilsa frá öðrum landsfjórðungi. 

Einar Indriðason, 31.8.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlega leiðinlegt að standa í svona veseni með iðnaðarmenn.  Trúðu mér, þú ert sko heppinn að vera ekki gift einum.  Þeir gera nefnilega helst ekkert heima hjá sér   En strákur er sniðugur ég held að ég hefði gert þetta líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband