24.8.2007 | 21:38
Vatnslaus, sjónvarpslaus, símalaus og netlaus!!!
Já svona var dagurinn í gær! Fyrst var byrjað á að loka fyrir heita vatnið í fyrrakvöld... hef ekki glóru hvers vegna en einhverja ástæðu hljóta þeir að hafa haft fyrir að loka fyrir vatnið af heilu bæjarfélagi.
Sagt var að þetta yrði fram eftir nóttu en ekki kom vatnið á fyrr en seinnipartinn í gær!
Sat hér í makindum við tölvuna um hádegisbilið og allt í einu bara púff! Netið úti... slökknar á sjónvarpinu sem skæruliðar voru að horfa á og ég skil ekki neitt í neinu! Hringi í 8007000 og segi mínar farir ekki sléttar og spyr hvað í fjáranum sé að eiginlega???? Testa hitt og þetta í samráði við gaur þarna en ekkert gengur svo við vorum nú eiginlega orðin ráðalaus og ákveðum bara að þetta sé bilun eða eitthvað og það þurfi að líta á þetta. Jæja... af einverri rælni ákveð ég að taka upp tólið á símanum þegar ég geng framhjá honum og viti menn... enginn sónn!!!! Þá grunaði mig nú ástæðuna... vissi að það var verið að vinna í garðinum hér við hliðina og fer og athuga þar... jújú mikið rétt.... þeir klipptu símasnúruna okkar í sundur!!!! Urrdan bíttann bara!!!
Eftir mikið streð og mörg símtöl bæði frá mér, nágrannanum (þar sem garðurinn var grafinn upp) og íbúunum á efri hæðinni þá loksins komu línukallar í morgun til að laga línuna sem var slitin í sundur. Þegar þeir mættu á svæðið sátum við konan á efri hæðinni úti í kaffi og smók og vorum svo bíræfnar að við klöppuðum fyrir þeim þegar þeir stigu útúr bílnum
Ekki tók betra við núna í kvöld. Hjónin á efri hæðinni komu hingað niður og báðu okkur um að koma aðeins út og skoða með þeim geymsluna þar sem vatnsinntakið er. Haldiði ekki að það hafi sprungið rör eða eitthvað þar og heita vatnið lak þar út svo geymslan var gersamlega full af gufu... mökkur í forstofunni og stiganum upp á efri hæðina (sem er beint fyrir ofan geymsluna úti) og þá kom skýringin á því af hverju það var svo mikil móða á eldhúsglugganum mínum áðan! Spurning hvort eitthvað hafi gefið sig þegar heita vatninu var hleypt á lagnirnar aftur... allavega hefðum við getað búið til gufubað þarna áðan! Píparinn getur náttúrulega ekki mætt á svæðið fyrr en á morgun í fyrsta lagi (gat verið... urrrrrrr PÍPARAR!!! ) svo það þurfti að loka fyrir allt heitt vatn á húsinu og ég þakka bara fyrir að ég var búin að setja guttana í bað.... neyðist víst sjálf til að fara í KALDA STURTU!!! Urr bara!!!
pffftttttttttttttttttt....... eru það nú dagar!!!!!
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er boðið upp á hvítvínsglas í gufubaðinu?
Lilja (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 22:15
Úps, það á ekki af þér að ganga núna, elskan. Njóttu bara gufubaðsins með latte í annarri og góða bók í hinni. Hehhehe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.8.2007 kl. 22:23
Veistu.....það gæti verið verra
Gerða Kristjáns, 24.8.2007 kl. 22:35
iss það verður bara hvítvín í pottinum Lilja mín
Búin með bókina... hata að svitna svo ég og gufa fara ekki aaaaalveg saman en latte gæti ég alveg hugsað mér Gurrí mín hehehehe
Hva... ég er svosem ekkert að kvarta... ef það verður kalt í húsinu (þar sem enginn hiti er á því útaf helvvv lögnunum) þá bara hjúfra ég mig upp að kallinum sem var að koma heim í helgarfrí!!! víhaaaa Ójá það gæti sko verið miklu verra... hvað ef kalda vatnið hefði farið... þá hefði maður ekki einu sinni getað sagt "þetta kemur allt með kalda vatninu" því það væri ekkert kalt vatn!!!!!
Er að vona að píparaskrattinn mæti á meðan ég er í vinnunni á morgun því það þarf bara að nefna orðið "PÍPARI" þá sé ég rautt, vaxa á mig horn og hali og ég krafsa með fætinum í jörðina
Saumakonan, 25.8.2007 kl. 00:36
Ertu viss um að það var ekki þrettándi ágúst hjá þér í gær?
CrazyBitch (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 08:44
Já, orðið "pípari" hefur þessi áhrif á fleiri. Gangi vel að fá píparann á svæðið, og heita vatnið í lag.
Einar Indriðason, 25.8.2007 kl. 10:02
Ekkert smá skrautlegur dagur hjá þér!!!
mongoqueen, 25.8.2007 kl. 13:02
LOL
Gunna-Polly, 25.8.2007 kl. 13:32
úps
Gunna-Polly, 25.8.2007 kl. 13:33
Þetta hefur nú aldeilis verið upplifun mín kæra. Ekki að furða að þú værir dálítið pirruð, menn hafa farið á taugum af minna en þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.