16.8.2007 | 11:56
Djös leti erþetta!
Er búin að vera eitthvað "ekki" í bloggstuði... að vísu nóg að gera hjá kellu þar sem hún er grasekkja eina ferðina enn og gersamlega að verða gráhærð á skæruliðum sem finnst ekkert skemmtilegra en að hrella móður sína!! Tja að vísu geta þetta verið algerir englar svona á köflum en... mega bara vera það aðeins oftar en í skæruliðaham!
Ég held ég þurfi að fara í klippingu! Svo er komið að ég þarf ekkert að éta því ég er alltaf étandi hárið á mér!! Má ekki fara út þá fýkur það fyrir andlitið svo ég reika í blindni að bílnum, rek mig náttúrulega í og uppsker þessa fallegu marbletti og þegar loksins er komist í bílinn þá þarf að byrja að leita að andlitinu og koma makkanum í sæmilegt horf áður en farið er að keyra af stað. Er mikið að spá í að fá lánaðar garðklippurnar hjá nágrannanum bara
Hey já.. ég á eldhúsinnréttingu!!!!
Rændi þessari mynd frá Gunnubúðarsíðu þar sem mín er enn í þúsund pörtum uppí húsi og ómögulegt að ná góðri mynd af henni í gegnum allan pappann!
Hvenær hún verður sett upp? Tja... öh... sko... ehh.... segjum bara svo... ég ætla að vona að ég verði flutt fyrir jól!!!
Tek það að vísu ekki fram fyrir HVAÐA jól þar sem meiningin var nú að flytja inn í síðasta lagi 2006 og hvaða ár er núna? Iðnaðarmenn jú nó... GARG!!!
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig þið farið að því að gera þetta allt saman, smíða húsið, eldhúsinnréttingar, ná í pípara, sauma út, busla í heita pottinum, grilla og ég veit ekki hvað ..... Maður verður eiginlega bara þreyttur að heyra af þessu hjá ykkur, og ekkert hissa að svona minniháttar hlutir eins og að ná í eldhússkærin, hnefafylli af hári og *klipp* sitji á hakanum. Það er bara ekki það mikill tími, heyrist manni, vera aflögu. (En, úff, púff, ... sitja á haka... hvaðan skildi það orðtæki vera komið?)
Semsagt, stutt kvitt frá suðvestur horninu :-)
Einar Indriðason, 16.8.2007 kl. 13:19
vantar þig sex kant ?
Gunna-Polly, 16.8.2007 kl. 15:11
LOL aldrei neinn tími til neins á þessu heimili... er alveg snillingur í að búa til tíma samt (tja allavega fyrir mín áhugamál)
Polly.... já! Bæði SEX (kallinn ekki heima sko) og sexKANT þar sem ég er alltaf í vandræðum þegar eitthvað þarf að skrúfa hér.... lentum í því um daginn að vera í hreinustu vandræðum með að setja upp kojur fyrir skæruliðana... dugðu engin skrúfjárn nei.... vantaði SEXKANT! arghhhh!
Saumakonan, 16.8.2007 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.