31.7.2007 | 11:55
Rigning, bixímatur og hænuvöntun.
Eftir bongóblíðu seinustu daga fáum við nú heldur betur að kenna á því... rok og rigning og varla hundi út sigandi (tja að vísu þurfti kallinn að vera úti áðan að rífa niður tjöld og festa önnur)
Gerði herferð í ísskápinn og úr varð þessi líka flotti Bixímatur... frosið grænmeti, pylsubitar, forsoðnar kartöflur og skinkubitar... öllu hent á pönnu með smá olíu... kryddað með pínu salti, reyktri papriku og frönsku kartöflukryddi. Borið fram með ristuðu brauði og spældu eggi *slurrrrpppppppp*
Litli skæruliðinn gerði sitt besta í að plokka uppí sig af diski en þegar maður leit undir borð þá var alvarlega farið að spá í að fá sér hænur!!! Humm.... eða kanski ekki... yrði svo déskoti leiðinlegt að þrífa skítinn eftir þær
Mig vantar HUND!!!!!
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig vantar ekki hund en dauðlangar í hund Já besti maturinn er oft rétt fyrir mánaðarmót þegar maður er orðin blankur og farin að nýta allt sem maður finnur. Kann fullt af flottum uppskriftum sem ég hef skáldað úr næstum engu Ég þarf að skúra eldúsgólfið á hverjum einasta degi.......skil ekkert í öllum þessum mat á gólfinu Hafðu það gott í dag frænka
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 31.7.2007 kl. 12:16
Hundar eru alveg ágætir í að eta upp matarleifar. En það eru hænurnar líka, en það er samt betra að færa þeim leifarnar upp í hænsnakofa. Eggin þeirra eru líka betri en úr búð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.