Er á lífi....

Bara ekki nennt að blogga!

Þeytingar á milli bæja í hverri viku liggur við, stúss með skæruliða... afmæli hjá einum og bónda líka um garð gengin...    Hreyfði ekki sauma í heila viku en sit akkúrat núna með Merry Xmas og reyni að myndast við að flækja ekki þræði eða stinga mig!

Er nefnilega búin að vera skelfilegur hrakfallabálkur undanfarið... orðið svolítið slæmt þegar bóndinn fer að tala um að vefja mig bara inní bómul!Blush

Bara í dag rak ég vinstri hlið í.... svo klukkutíma seinna var það hægri hliðin....    hálftíma seinna fór litla táin!!      Svona fyrir utan að það er blaðra á hendinni eftir niðurskurð á 30kg af rabbabara í gær... mjöðmin er í klessu og  einhverjir helvvv skitustingir að bögga mig (sonna kvennamálefni) Tounge
Nenni ekki að telja alla marbletti sem hafa verið duglegir að birtast á löppunum á mér undanfarið heldur Sideways

Á einhver bubbluplast fyrir mig??????? ToungeHaloWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku kerlingin mín.

Nú verður þú að fá þér stóran poka af bómull og svo stóran kassa klæða hann með bómull og skríða svo ofan í hann.

Kv.Ragga

P.S Farðu vel með þig.

Ragga Seyðó (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 17:00

2 identicon

Já uppi í hillu...verður þó að ná í hann sjálf ;-)

En er þó líka með hörkufrétt á bloggi mínu ;-)

Hafdís (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 20:55

3 identicon

Já ég á örugglega eitthvað aukreitis eftir flutningana! Skal senda þér rúllu! Þegar þú verður orðin umvafin þarftu að láta kallinn sjá um öll verkin og hlaup á eftir prinsunum! Knús frá Lilju sem er líka alltaf að reka sig í!

Lilja (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 23:26

4 Smámynd: Einar Indriðason

Vangavelta dagsins:  "Inn í hvað er loftbóluplasti pakkað?"

Einar Indriðason, 27.7.2007 kl. 00:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ættir ef til vill að skoða að taka vítamín, eða járn. Það virðist vera eitthvað svoleiðis í gangi mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 09:12

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gott að heyra frá þér og þú sért á lífi!

Heiða Þórðar, 28.7.2007 kl. 23:52

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hættu að myndarskapast svona ... komdu þér vel fyrir í góðum stól og saumaðu, passaðu samt að stinga þig ekki á nálinni ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.7.2007 kl. 16:33

8 Smámynd: Saumakonan

LOL búin að sauma helling... og án þess að stinga mig!!!   koma myndir síðar þegar ég er búin að skipta um batterí í vélinni

Saumakonan, 31.7.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband