Síðasta færsla í bili...

Sit hér með laptop sem ég kann ekkert á og er í því að stroka út vitleysur... úff tæki mig örugglega þónokkurn tíma að læra á eitt svona apparat! 

Heil á húfi komumst við úr óbyggðunum í gær og þetta var bara alveg meiriháttar gaman... svona fyrir utan nokkur skipti sem hjartað var við það að hoppa uppí háls þegar farið var aðeins of nálægt kanti (að mínu mati) eða þegar ég leit "óvart" niður mín megin og sá bara bratta fjallshlíð sem engan endi tók að mér fannst *hrollur*.    "Vegurinn" sem farinn var var óvenju góður sagði bóndinn en jedúddamía... þvílíkar hossur og hristingur!!!  Manni var farið að líða eins og einhver hefði tekið og hrist all verulega upp í manni og allir liðir liðkuðust all svakalega Tounge   Enda fann ég fyrir liðamótum sem ég vissi varla að ég hefði eftir þessa ferð!W00t    Annars heppnaðist þessi ferð rosalega vel... góð mæting, góður grillmatur og skæruliðar voru alveg svakalega ánægðir með að fá að hlaupa um öll tún, fara í fjöruferð, leiki með fullorðna fólkinu, grilla pulsur ofl.   Hefði mátt vera aðeins betra veður en þetta slapp til þótt ekki sæist til sólar neitt að ráði.

Á morgun heldur ferðalagið okkar áfram og verð ég ekki tölvuvædd næstu dagana svo ég bið bara að heilsa í bili elskurnar mínar Smile  Þarf að fara að raða í bílinn og reyna að hreinsa skóna skæruliðanna... þeir tóku held ég hálfa fjöruna með sér heim í gær nefnilega Tounge

knús og kossar frá saumakonu í ferðalagi KissingSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flýttu þér að læra á lappan stelpa.  Það er ekkert mál, bara smáæfing. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband