12.6.2007 | 08:33
Stjórnandi daglegs lífs....
Búin að skrifa inn allar vaktir bóndans í dagbókina svo nú er hægt að plana Þessi stóra græna dagbók stjórnar okkar lífi og ekkert er gert nema ráðfæra sig við hana og ef hún segir nei við einhverjum plönum þá er bara að sætta sig við það!
Á næstu grösum eru plön um að "heimsækja" bóndann til að njóta þjóðhátíðardagsins saman... jú dagbókin segir að það sé í lagi þar sem hann sé á næturvöktum fyrir og eftir en dagurinn sé "frír"
Eins var verið að bjóða okkur í bústað í næstu viku... hmm... skoða bókina... jú smá smuga um miðja vikuna þar sem vaktatörn endar á þriðjudagsmorgni og byrjar ekki aftur fyrr en á laugardag Hvur veit nema ég geti haldið uppá afmælið mitt í heitum potti í Húsafelli?
Best að skoða bókina og athuga hvort ég geti planað eitthvað meira
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1087
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér á bæ er svona svört bók og hún kallast nú reyndar vitið ;)
Ef bókinn einhverra hluta vegna týnist einn dag er frúin vitlaus og veit ekkert hvar hún á að vera eða hvað hún á að gera haha
Dísa (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.