7.6.2007 | 20:45
jahérna...
Þvottavélin búin að ganga næstum stanslaust... endar með að hún fær áfall greyið og strýkur að heiman! Alveg hreint ótrúlegur andskoti þessi þvottur alltaf hreint!
Allt ryksugað og nýskúrað (ekki eftir mig samt)... ekkert uppvask.. (tja jú 3 diskar í vaskinum eftir kvöldmatinn)... haugarnir af hreinum þvotti fara snarminnkandi og meira að segja fór ég með gömul föt og fleira drasl sem var farið að safnast upp hér á gámastöðina líka.
Datt nú í lukkupottinn þar eða réttara sagt sonurinn því hann fékk í Nytjagámnum þennan líka flotta sófa og gestarúm, stofuborð, hillur og fleira smádót sem hann vantaði í íbúðina sína. Gott að hafa svona nytjagám því ekki hafa allir efni á að kaupa allt glænýtt
Þegar við vorum að fara með dótið heim til hans þá rek ég augun í eitthvað lítið borð... svona hálfgerðan "kassa" á löppum... fer að skoða það aðeins betur og var sko fljót að taka það með þegar ég fattaði hvað þetta var! Þetta líka fína handavinnuborð!!! nógu lítið til að hafa við hliðina á sófanum þar sem ég sit og sauma yfirleitt og svo er það holt að innan svo ég opna bara lokið og er komin með þessa fínu hirslu fyrir saumadótið mitt! (svo það sé ekki alltaf útum allt í stofunni hehe) Ætla að biðja bóndann um að smíða smá "lok" eða einhverjar hirslur ofaní það svo það gagnist betur fyrir nálahaldarana mína og fleira smálegt
Allt orðið rólegt hér... skæruliðar komnir í ból dauðþreyttir eftir daginn og ég held að það sé kominn tími á að ég setjist í sófann og saumi smá... er ekki búin að sauma EITT EINASTA spor í allan dag!! GARG!! verð að bæta úr því sko ef ég á að standa undir væntingum með "meðgönguna"!
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1087
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég bara fatta ekki hvað þú ert dugleg Átt alveg skilið stórt faðmlag Ég er bara ein heima og veit ekkert hvað ég á að gera , á að vísu fullt af föndri sem ég ætti að kíkja á Ok ég geri það BARA af því að mér finnst þú svooooo dugleg
kv unns
Unnur R. H., 7.6.2007 kl. 20:52
ójedúddamía... takk fyrir knúsið og þessi fallegu orð já endilega kíktu á föndrið þitt... handavinna er mikilvæg fyrir geðheilsuna... allavega yrði ég alveg snargalin ef ég hefði hana ekki ( og er nú nógu galin fyrir)
Saumakonan, 7.6.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.