5.6.2007 | 20:29
Ég er að missa brækurnar....
segi ég nú bara eins og skæruliði #2 segir alltaf þegar hann kemur til mín ríghaldandi í buxurnar sem eru komnar langleiðina niður á tær.
Maður ætti kanski að fara að fjárfesta í axlaböndum?
Búið að vera bongóblíða hér í dag og guttar óvenju þægir úti að leika sér... enginn skæruhernaður og það skemmtilegt að #2 mátti ekkert vera að því að koma inn á klóið. Enda sást það þegar kallað var á þá í mat... kemur lítill maður með flaxandi úlpu, húfuna á skjön og kjagandi í mígblautum buxum.
Ætla að koma guttum í ból og hlamma mér svo í sófann með saumadótið og glápa á "How Clean is Your house".... svo déskoti gaman að sjá þessa þætti... sé alltaf betur og betur hvað mitt heimili er assgoti hreint *hósthóst*
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1087
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á það ekki að byrja á morgun ?
Gerða Kristjáns, 5.6.2007 kl. 22:19
nibb var kl 20:30 í kvöld á skjá 1. Varð nú samt fyrir vonbrigðum með þennan þátt... hef séð marga verri.
Saumakonan, 5.6.2007 kl. 23:50
Ólafur fannberg, 6.6.2007 kl. 09:09
Djö.............missti ég af þessu...........horfði altaf á þetta hérna í den. Jæja, kannski maður nái endursýninguni.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 6.6.2007 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.