Lítill tími...

fyrir tölvu og blogg... vil frekar njóta þess að vera með bóndanum þessa fáu daga sem hann er heima í fríi Smile

Stórfamilían fór í göngutúr í dag... aldrei slíku vant sást til sólar svo ákveðið var að kíkja á þessi skemmtiatriði sem voru í boði í tilefni sjómannadagsins.     Var nú samt ekki alveg viss um hvort ætti að fara með lillemann út þar sem hann var allur að steypast út í einhverjum útbrotum en létum okkur hafa það þar sem það var svo gott veður.     Vorum nú ekki lengi en þegar heim var komið var guttinn kominn með hita og útbrotin hríðversnuðu á örskammri stund... er ansi hrædd um að það séu mættir Rauðir hundar á svæðið... allavega líkist þetta ansi mikið þeim óskundaAngry  

Miðskæruliðinn er algerlega óborganlegur... það sem honum dettur í hug!!   Þeir bræður komu hér inn í dag með öndina í hálsinum... "mammaaaaaaa... það var dauður fugl í sandkassanum!!"     Pabbi þeirra segir að þeir verði bara að grafa hann hjá trjánum... eitthvað verði nú að gera fyrir greyið litla.    Þá gellur í þeim stutta... "neeihei.... við getum alveg BORÐAÐ hann!!!"     Öhhh... ætli hann haldi að við eigum ekki nógan mat????   Held ég þurfi að fara að skýra út fyrir honum hvað sé matarfugl og hvað ekki! (hann eeeelskar kjúlla sko) Tounge

Dýrindis lambahryggur ásamt brúnuðum kartöflum og meðlæti var haft í kvöldmat og mættu elstu börnin líka í mat (audda alltaf besti maturinn á hótel mömmu sko) Grin

Yfir og út... farin í sófann að sauma! laters alles Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeij! Ég fann þig aftur!

Og las afturábak og sá umfjöllun þína um apakommentið á hina síðuna. Og er alveg hundfoj fyrir þína hönd.
Sumt fólk eru bara öfundsjúkir uxahalar.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 10:42

2 Smámynd: Saumakonan

blessuð Sigga Lára   jebb sammála með að sumir séu bara öfundsjúkir uxahalar... ekki örvænta.. ég kem aftur þarna "hinum megin"  þurfti bara smá pásu þar

Saumakonan, 4.6.2007 kl. 11:34

3 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Yngsta dóttirin sagði við mig um daginn:" Bráðum verða allir fuglarnir búnir, Tommi verður búin að veiða þá alla." Tommi er kötturinn okkar, og er öflugur veiðiköttur. Ég er ekkert hrifin af að hann er veiða fugla, en hann heldur hverfinu músa- og rottufríu.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 4.6.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1087

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband