tiltektardagur...

jeminn.... tók törn á heimilinu í dag (sem ég ætlaði að gera í gær)...  þvottavélin búin að ganga stanslaust og haugurinn minnkar óðum... ekkert uppvask lengur og eldhúsið lítur bara sæmilega út... allavega skárra en svínastían sem það var í morgun Tounge  kjulli

Kjúlli í ofninum og ilmurinn breiðist hér útum íbúðina *slurppppp* garnirnar eru farnar að gaula!!!W00t     Hálftími í viðbót og þá getur maður hámað í sig kjúllaleggi ásamt hvítlaukskartöflum og meðlæti *smjattismjatt* Grin

Yngsti skæruliðnn er orðinn heldur betur skæður... farinn að reisa sig upp við allt (á hnjám enn sem komið er) og allt er í stórhættu... fjarstýringar eru í miklu uppáhaldi hjá guttanum og eins þetta fína dót sem er í hillusamstæðunni...   hann lenti í hálfgerðri sjálfheldu áðan þegar hann var að teygja sig þar... kominn upp á hnén... heldur í hilluna... og rennur UNDIR samstæðuna!! Grin   Heyrðist bara vein og sást í haus og hendur sem héldu fast í hilluna heheheLoL

rúgbrauð Uppáhaldið hjá guttanum núna er rúgbrauð með kæfu svo nýryksugaða borðstofugólfið mitt er ALLT útí rúgbrauðsmylsnu!!!   Held ég þurfi að fá mér hænur *dæs* Undecided

 

ég er búin að komast að því að langbesta ráðið til að fá eldri skæruliðana til að taka til í herberginu sínu er að setja þann minnsta þar inn!!!    Déskoti voru þeir fljótir að tína upp allt rusl og smádót í morgun þegar sá stutti kom í "heimsókn" í sprengjuherbergið Tounge  Þeir eru nefnilega voða passasamir á að litli bróðir stingi ekki neinu smádóti uppí sig Wink

 

jæja... farin að huga að matnum... garnagaulið er orðið svo hávært að það fer að heyrast í næstu hús!! Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Heppin að eiga þvottavél ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 31.5.2007 kl. 18:57

2 Smámynd: Saumakonan

lol já... veit ekki hvar ég væri án hennar!! 3 litlir skæruliðar sjá sko algerlega um að halda þvottaskrímslinu lifandi

Saumakonan, 31.5.2007 kl. 19:41

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ber sterkar tilfinningar til þvottavélarinnar minnar ... samt er ég ekki með neina skæruliða. Fékk meilið frá þér, takkkkkk!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:47

4 Smámynd: Saumakonan

hehe annað farið af stað til þín Gurrí mín    vona að það komist líka til skila.

Saumakonan, 31.5.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband