28.5.2007 | 09:43
Lucky Charms... símaskrekkur ofl....
Litarefnin sem eru sett í Lucky CHarms eru skelfileg
Miðskæruliðinn var á koppnum og dóttirin sem var að hjálpa honum varð eiginlega hálf smeyk og spyr mig... "mamma... af hverju er þetta svona GRÆNT?" Ég fer og athuga málið og þá gellur í 3ja ára guttanum... "ég borðaði grænt og gult og blátt Lucky Charms í morgunmatnum!" Þetta var rétt hjá guttanum og þar var komin ástæðan fyrir lituðum hægðum hjá barninu. Jukkkkkk bara! Eins fallegt að skæruliðarnir fá svona sykurjukk bara um helgar.
Síminn hringdi hér í gær... ekki í frásögur færandi nema hvað þetta var HEIMASÍMINN! Við höfum nefnilega ekki verið með heimasíma í laaaangan tíma... Tengingin hefur verið til staðar en við bara ekki fengið okkur borðsíma... enda erum við alltaf með GSM símana og fannst alger óþarfi að vera með marga síma. Jæja... bóndinn kemur með gamlan síma um daginn og stingur í samband, allt virkar eins og á að gera svo síminn er látinn vera á skenknum í ganginum.
Í gær heyri ég þetta hálfbælda hljóð einhversstaðar í íbúðinni og ég er bara ekki að fatta HVAÐA hljóð þetta er!
Geng hér um alla íbúð, leitandi að þessum óskapnaði og gref loksins fram símagreyið undan blaðabunka, húfum og úlpum sem hafði verið fleygt þarna á skenkinn og enginn nennt að ganga frá (vorum búin að steingleyma aumingja símagreyinu þarna undir). Ég ætla að vera fljót að svara þar sem 2 skæruliðar voru sofandi og ég vildi ekki láta símann vekja þá með þessum hávaðahringingum... ekki tekst betur til en símafjandinn álar sig úr greipum mér og endar á gólfinu með látum! Loksins tekst mér að ná tólinu af og svara.... það var VITLAUST NÚMER!!!! ARRRRRR! og ég sem hélt að ég ætti vini *dæs*
Heimasími...úffff... held ég haldi mig bara við gemsann minn litla og sæta
Hér er glampandi sól svo ég held bara að við skæruliðarnir drífum okkur í göngutúr á eftir... það er að segja þegar ég verð búin að hengja út þvottinn... vaska upp... sópa gólfin... öhmm.... NEI.. þetta má bíða... ætla ÚT! Draslið bíður alveg eftir mér þar til ég kem heim aftur
Sól sól...skín á mig.... ský ský... burt með þig.... tralla lalla la..... Njótið dagsins elskurnar mínar
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rangt númer... Símasölufólk... það er nánast það eina sem hringir í heimasímana þessa daga.
Annað sem hefur svona svakalegt litarefni (eða hafði, það er víst búið að draga úr því núna), er grænn Lurkur!
Einar Indriðason, 28.5.2007 kl. 13:09
Hehe, er þetta ekki ágætis tilbreyting frá þessu brúna?
Því miður fer draslið ekkert, trúðu mér, er búin að prófa að fara bara út, og vona að draslið verði horfið, en neí, það liggur þarna á sama stað. Njótum góða veðursins, það eru nógu margir rigningardagar á Íslandi, sem er hægt að nota til að gera húsverkin.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 28.5.2007 kl. 15:38
Alveg hárrétt hjá þér draslið fer ekkert. En sólin sest, og tíminn líður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2007 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.