18.5.2007 | 22:33
Punktar úr lífi skæruliða...
Nokkrir tugir pappírsþurrkna farnar í horfossa frá litlum nebbum
Á meðan einn skæruliði drakk úr mömmutúttum þá undirlagðist eldhúsið af KAKÓdufti!
Mamman fer á klóið og á meðan heyrist skaðræðisorg... puttar í klemmu því stóri bróðir ætlaði að passa að minnstinginn tæki ekki bækurnar úr skápnum.
Minnsti skæruliði sefur... hvað gerir hinn? Jú fer beinustu leið inní herbergi og vekur hann áður en ég gat stoppað hann!
Ein mjólkurferna endar á gólfinu og mamman þarf að þrífa... "já en mig langaði svo í mjólk"
Barnaherbergi eins og eftir kjarnorkuárás... "ég var bara að búa til girðingu" (hvolft úr dótakössum og þeim staflað)
Mamman kemur með föt til að fara í eftir "slys"..... sokkar allt í einu komnir uppá sjónvarp! "litli bróðir henti "óvart" sokkunum" (ehmm... 10 mánaða já)
Piparkökur í molum útum allt undir borðstofuborði... "litli bróðir henti þeim" (hann fékk EINA)
Kleinuhringjafræ (lesist Cheerios) útum öll gólf....
Minnsti skæruliði horfinn en grenj heyrist undan teppum.... "við erum bara í feluleik"
Púðar, teppi og barnadót um ALLA stofu...
Minnsti skæruliði er takkaóður og skríður um allt í leit að fjöltengjum og snúrum... Grátur og gnístran tanna þegar sjónvarp og öll tæki eru "óvart" tekin úr sambandi og skjárinn slökknar akkúrat þegar er verið að horfa á Cars...
Útidyrahurð læst þar sem einn ætlaði að strjúka...
Klósettrúllum forðað frá puttum sem finnst voða gaman að rífa þær niður og henda í klóið...
Þarf að fá læsingu á ísskápinn!
Samt tókst mér að setja í þvottavél... uppþvottavél... elda hádegismat... skreppa í banka/pósthús/ og sækja pakka fyrir mág minn, fara í búðina að versla smá (dóttlan kom með barnabarnið og passaði skæruliðana á meðan þeir sváfu BÁÐIR í einu )... ganga frá smá þvotti... búa um rúmin... já þessi ýmsu heimilisstörf sem þarf að gera en SAMT lítur allt út eins og það hafi orðið kjarnorkuárás á heimilinu....
Hef varla saumað spor í dag.... er gersamlega búin á limminu....
yfir og út... farin í sófann!
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1155
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú *gætir* laumað róandi í cheeriosið hjá þeim....
Eða... saumað franskan rennilás á þá, og veggfóðrað með hinu laginu af slíkum frönskum rennilás. Svo er einfaldlega málið að "festa" þá nógu vel...
Einar Indriðason, 19.5.2007 kl. 01:19
Gvööööð hvað ég kannast eitthvað við svona lýsingar !!!!
Gangi ykkur vel og látið ykkur batna
Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 02:56
Mér heyrist á öllu að þeir bræður séu vel aktífir eins og pabbinn.
vertu dugleg að hvíla þig þegar þeir eru að hvíla sig.
Kveðja til Langtíburtistan frá Austistan.
Ragga
Ragga Seyðó (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 11:35
Úffffffffffffff...................kannast alveg við þetta. Samt eru 6 og 5 ár á milli mín þrjú...............get eiginlega ekki ýmyndað mér, hvernig þetta er þegar það er svona stutt á milli.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 19.5.2007 kl. 15:00
Hahaha er ekki lífið yndislegt ?
Gerða Kristjáns, 22.5.2007 kl. 21:37
hehehe tja hugsa að það verði nú allavega helmingur af þessu hér á bæ eftir 1-2 ár ;)
Dísa (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.