fjúffffff....

Alveg er þetta týpískt... um leið og húsbóndinn bregður sér af bæ... þá klikkar eitthvað í tölvunni!!!   Fékk nett áfall áðan þegar ég í sakleysi mínu ætlaði að fara að vesenast eitthvað og lyklaborðið virkaði ekki!!!   Sendi bóndanum í ofboði sms með hróp á hjálp og sem betur fer þá gat hann látið mig fixa þetta í gegnum síma... ég er sko alger ljóska í dulargerfi þegar kemur að tölvumálum.

Var farin að sjá fyrir mér tæpa viku TÖLVULAUSA???? úfff neiiiiiiiiii!!!internet-addiction-joke

Verð nú að hafa eitthvað annað en saumaskapinn þegar maður er ein að dunda sér á kvöldin þegar skæruliðar eru komnir í ból.   Einhver mannleg samskipti verður maður að hafa...( jafnvel þótt það sé bara í gegnum tölvu ) sérstaklega þegar einn skæruliði er enn lasinn og maður kemst varla út í búð til að versla í matinn!  Innivera getur tekið á taugarnar þegar maður er einn og ég verð þeirri stund fegnust þegar lasleikinn verður búinn og ég kemst í göngutúra aftur..  

Fór og tók niður þvottinn af snúrunni áðan.. er víst spáð hundleiðinlegu veðri og það er greinilega byrjað... var að frjósa þegar ég kom inn!!!   HVAR ER SUMARIÐ??????? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sumarið brá sér greinilega af bæ. Urrandi rok hérna fyrir utan gluggann minn. En gott púff! að tölvan sé í lagi.....hálf skollótt að missa af þér í tæpa viku. Góðan dag á þig darling

Heiða Þórðar, 17.5.2007 kl. 10:33

2 Smámynd: Saumakonan

Góðan dag á þig sjálf ljúfan    Já urrandi rok hér líka en þó ekki farið að rigna samt eins og spáð er...  ætla að hita mér kaffibolla og setjast og sauma smá stund á milli þess að ég þarf að hlaupa á eftir litlum skæruliða sem er búinn að fatta að hann getur álað sig hér um allt og það er sko miiiiiikið að skoða allstaðar (sem má ekki)

Saumakonan, 17.5.2007 kl. 11:01

3 Smámynd: Gunna-Polly

sumarið kom og fór aftur kemur næsta vor 14 maí

Gunna-Polly, 17.5.2007 kl. 12:14

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það hefði verið hræðilegt Saumakona mín, ef þú hefðir verið tölvulaus allan þennan tíma.  En hér er bara ágætis verður.  Svolitlar rokur annað slagið og hálfskýjað.  En næturnar eru kaldar. Vorið góða grænt og hlýtt...... kemur bráðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2007 kl. 13:07

5 Smámynd: Einar Indriðason

Hvernig bloggarðu, ef tölvan er biluð?

(nei, bara spekúlera....)

Einar Indriðason, 17.5.2007 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband