Er ekki kominn tími...

 á nýja bloggfærslu og nýja WIP mynd???Wink

Hef lítið verið í tölvunni undanfarið... hreinlega ekki nennt þar sem ég er ekki með mína tölvu (ekki komin úr yfirhalningu enn) og þessi déskotans stóll sem kallinn notar við sína fer algerlega með bakið á mér (þarf greinilega að fjárfesta í nýjum tölvustól!).   Eins hefur flensuskrattinn ákveðið að yfirgefa mig ekki alveg strax þrátt fyrir að ég hafi reynt að reka hann út með öllum ráðumDevil

Breytingar verða hér á heimilinu  í næstu viku þar sem húsbóndinn verður staðsettur í öðru byggðarlagi mestan part mánaðarins og úfff ég er strax farin að fá kvíðaköst... er orðin alltof vön að hafa hann "heima" og miðað við mína heilsu undanfarið þá hreinlega veit ég ekki hvort ég ræð við allt sem þarf að gera þá daga sem hann er í burtuFrown   Einhvernveginn verður að fá aura í kassann og þetta var eiginlega skásti kosturinn þótt þetta kosti þónokkrar breytingar og aðlögun.

Jæja... að öðru...   Þar sem heilsan hefur ekki leyft nein stórræði hefur Merry Xmas vaxið þónokkuð við mínar sófasetur Wink   Myndin til vinstri er15 vikna árangurinn og sú til hægri sýnir 2ja vikna árangur síðan þá eða 17 vikur.                                                                                         

15 vikur 00317 vikur

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir hvað það er mikil vinna á þessari mynd (nema þær sem eru saumaóðar eins og ég) Tounge  en þrátt fyrir alla vinnuna, lita/nálaskipti og grá hár þá er ótrúlega gaman að sjá hana vaxa fram á javanum Grin     Núna er ég að nálgast miðju... við neðri hluta slaufunnar á bangsanum er akkúrat miðjan svo bráðum verður helmingurinn búinnWink

Yfir og út... farin að sauma!  Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ.

Myndin verður æði þegar hún verður búin.

Ég geri nú mikið að því að sauma svo mér finnst þú ekkert geggjuð.

Kveðja

Ragga Seyðó (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 11:34

2 identicon

Ertu með sitthvora nálina í sitthvorri hendinni og saumar með báðum höndum í einu eða hvað?..

Ég er að rembast við einn lítin andarunga á meðan þú spænir þessu upp kona!

Berglind (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 12:12

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Dugleg stelpa! Flott mynd og já nýjan tölvustól undir rassinn, spíta í lófana og BLOGGA..... meira

Heiða Þórðar, 14.5.2007 kl. 17:12

4 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ekkert smá flott mynd, verður örugglega æðisleg, þegar hún er búin. Ég er nú meira í prjónunum, en sauma út annað slagið, en ekkert í líkingu við það sem þú ert að gera.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 14.5.2007 kl. 19:16

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert nú meiri dugnaðardúllan! Mikið verður þessi mynd flott. Hlakka til að sjá hana fullbúna! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.5.2007 kl. 19:26

6 Smámynd: Ólöf

Meiriháttar flott mynd ! og ekkert smá þolinmæði sem þú hlýtur að hafa

Ólöf , 14.5.2007 kl. 20:24

7 Smámynd: Saumakonan

Takk fyrir hrósin elskurnar mínar  

Ólöf... Ha.. þolinmæði?? hvað er nú það???? Er sko ein hrikalegasta óþolinmóðasta manneskja sem hægt er að hugsa sér og frekar mætti segja að ég skeyti skapi mínu á saumaskapnum því ef heilsan er eitthvað að bögga mig þá gengur nálin eins og saumavél!

Matthilda.. ég hef ekki prjónað í áraraðir en gerði það mikið hér áður fyrr... allar peysur, vettlingar, húfur ofl á eldri börnin voru heimaprjónuð... eins heklaði ég líka all svakalega á meðan ég bjó utanlands... flestar gardínur voru heklaðar og ófáir dúkar og löberar... djíssss ég hef greinilega verið snarrugluð sko

Heiða mín... ég skal "reyna" að vera duglegri við að blogga en sit lítið við tölvu á næstunni þar sem ég verð ein með skæruliðana og það verður víst nógu mikið álag á skrokkinn þó ég fari ekki að pína mig á þessu pyndingatæki sem kallinn kallar STÓL við tölvuna hans *dæs* 

 Iss Ragga... eins og þú veist þá er ég og verð alltaf snargeggjuð *tíst*

Gurrí... það verður nú  bið á að sjá hana fullbúna... en þetta kemur smám saman hehehe

Berglind... hva.. gengur ekkert með brabra???    verður bara að kíkja hingað til langtíburtistan og sitja og sauma með mér

Svana.. neinei... dugar alveg að mínir puttar séu þreyttir.... ætlast nú ekki til að þetta smiti!

Saumakonan, 15.5.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1155

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband