3.5.2007 | 18:08
Fín þjónusta hjá VG :þ
Ég fór í göngutúr áðan og ákvað að koma við í búðinni til að ná mér í hvítlauksbrauð til að hafa með matnum (lasagna *slurp*) í kvöld... sitt lítið af hverju öðru slæddist með í leiðinni og ég fer að kassanum. Við kassann víkur sér að mér kona og býður mér taupoka til að hafa vörurnar í... segir að það sé miklu betra að hafa taupoka sem hægt sé að nota aftur og aftur í staðinn fyrir plastið. Ekki nóg með það... hún býðst til að RAÐA í pokann líka fyrir mig! Ég þáði það auðvitað þar sem ég var bæði að borga og með augun á vagni og 2 öðrum skæruliðum svo öll hjálp var vel þegin
Þessi kona var engin önnur en Ragnheiður Eiríksdóttir frambjóðandi fyrir VG (Heiða *Ég og Heilinn minn*)
Auðvitað var þetta auglýsing fyrir VG... pokinn vel merktur og einhverjum pappírssnifsum troðið með en þar sem ég er með framsóknarblóðið í æðunum þá fannst henni ekki alveg hæfa að ég gengi um með barmmerki líka Þakka ég Heiðu KÆRLEGA fyrir hjálpina... mættu margir taka hana til fyrirmyndar
(já og kanski fletti ég í gegnum pappírssnifsin líka)
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1155
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
frábært að heyra:)
Sædís Ósk Harðardóttir, 3.5.2007 kl. 18:15
Þú ert nú alltaf svo hjartagóður Ronni minn.. mátt ekkert aumt sjá þá ertu boðinn og búinn til að hjálpa
Hehe auðvitað er þetta kosningabrella... ekki er ég svo vitlaus að vita það ekki... EN... hún "hefði" getað sleppt þessu og bara rétt mér pokann og snifsin! Sumir eru bara hjálpsamari en aðrir 
Saumakonan, 3.5.2007 kl. 18:59
Ólafur fannberg, 3.5.2007 kl. 22:03
Sniðug hugmynd hjá þeim í VG:
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2007 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.