Það er að kvikna í... það er að kvikna í... það er að brenna....

Já neinei... það er ekkert að kvikna í... get bara ekki losnað við þetta lag úr hausnum!!!W00t

Annars gæti nú alveg farið að rjúka.... það er að segja úr myndinni minni!Grin   Þar sem skrokkurinn leyfði engin stórræði í gær þá var setið við sauma bróðurpart dags og þegar skæruliðar voru komnir í ból í gærkvöldi þá hreinlega rauk úr nálinni svo javinn var í stórhættu! Tounge  Verður gaman að sjá muninn á morgun þegar ég tek föstudagsárangursmyndina mína Wink   Þrátt fyrir góðan part með grænu (sem er ekki beint gaman að gera þar sem javinn er grænn) og slatta af 1 spori/skipta... þá var nú þónokkrum sinnum sem ég fékk að sauma HEILA þræði og þá eru nú hlutirnir að ganga Grin

Er enn að reyna að ákveða mig hvað ég á að sauma á "milli" en eitthvað gengur það erfiðlega...   Fékk samt alveg hriiiiiikalega flotta bók í pósti um daginn sem ég er gersamlega kolfallin fyrir...  15 jólasokkar frá Donna Kooler (þeir sem eru mikið í útsaum eiga að vita hver sú dama er hehe).  Alveg gersamlega GEGGJAÐAR myndir.   Spurning hvort ég byrji ekki bara á jólasokk??? Tounge   Á allavega nóg af javanum þar sem ég fékk RISA pakka að utan með BARA java/hör í!!    Mig hreinlega klæjar í puttana að byrja að sauma í einhvern þeirra... frábærir litir nefnilega Smile

Yfir og út... farin að ganga frá einhverju af þessu þvottafjalli sem bíður mín á eldhúsborðinu! *dæs*GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvitt.....hvaða stærð af flotgalla notarðu  hehehe bara varð að spyrja

Ólafur fannberg, 3.5.2007 kl. 12:14

2 Smámynd: Saumakonan

þú ert illkvittinn!!!!!! *frussssssssssssss*

Saumakonan, 3.5.2007 kl. 13:43

3 Smámynd: Einar Indriðason

Flotgalla, segirðu .. .Þetta minnir mig á sögu sem ég heyrði einu sinni....

(Ég má víst ekki segja hana hér.... þá verður víst vissum landshluta lokað fyrir mér....)

Einar Indriðason, 3.5.2007 kl. 14:31

4 Smámynd: Saumakonan

Eiiiiiiiiinaaaaaar!!!!   *urrrr*  þetta er sama sagan!!!    Og JÁ... vissum landshluta verður sko lokað ef þú heldur ekki trantinum (í þessu tilfelli pikkputtunum) lokuðum!!!

Saumakonan, 3.5.2007 kl. 15:02

5 Smámynd: Ólafur fannberg

hehehehe

Ólafur fannberg, 3.5.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1155

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband