fleahhhhh....

Ekki beint góður dagur hjá frúnni en það er bara að taka því eins og öðru....   skána kanski aðeins í skrokknum þegar ég verð búin að fara í göngutúr og liðka aðeins liðina en versta er að koma sér af STAÐ út!   Þyrfti eiginlega spark í afturendann (ekkert mál að hitta, hann er það stór) Tounge

Keypti mér torfærutryllitæki á barnalandi um daginn og Ronni góðvinur minn var svo elskulegur að kippa því með sér hingað austur.  Þvílíkur munur að keyra skæruliðann í þessu!!  Góð loftdekk, stillanlegt handfang svo kem ekki heim hálfbogin eins og kroppinbakur eftir göngutúra og það sem er best er að það er hægt að færa handfangið fram og aftur svo ef það er sól (jájá það er búið að vera SÓL hér í langtíburtistan) eða vindur þá færi ég bara handfangið og skæruliðinn snýr annaðhvort að mér eða frá mér.  

Aldrei meir þarf ég að draga kerru á eftir mér.... var svolítið vont þegar þurfti að hlaupa á eftir öðrum hvirfilbyl sem aldrei vill hlýða!      Fannst nú samt svolítið fyndið hvað tryllitækið er lágt miðað við kerruskrattann sem ég var með áður. Wink

*sparkírass* út að labba! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1155

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband