27.4.2007 | 16:09
Hvar endar þessi dagur???
örugglega með kellu afvelta uppí sófa!
Í morgun var frúin svo dugleg að hún labbaði sér með skæruliða nr3 uppá leikskóla þar sem var opið hús hjá nr2... ágætis göngutúr þar með rigningarsuddann hangandi í loftinu og nokkra dropa sem rötuðu á nefið á henni. Svo var haldið heim aftur þar sem húsverkin tóku við... alveg merkilegur andsk hvernig það tekst alltaf að láta líta út eins og um kjarnorkuárás hafi verið að ræða á heimilinu Náði að sauma nokkra spotta í Merry Xmas líka á meðan skæruliði nr3 svaf á sínu græna úti í vagni eftir hádegið. Sit svo í mestu rólegheitum við tölvuna þegar allt í einu er barið svo svakalega á hurðina hjá mér að ég hélt að húsið myndi hrynja! Var þá kominn sendibíll með nýjan Ísskáp handa mér og ég EKKI látin vita af því fyrirfram svo ég gæti tæmt þann sem ég var með fyrir! Hringdi í ofboði í bóndann þar sem mér stóð nú ekki á sama um að flutningamennirnir ætluðu bara að skilja ísskápinn góða eftir á stéttinni!
Málið var að við fjárfestum í rándýrum ísskáp um daginn... ekki í frásögur færandi nema hvað að þegar hann var kominn hingað heim kom í ljós að hann var allur skakkur og skældur... greinilega eitthvað skeð í flutningum hingað til Langtíburtistan. Við vorum náttúrulega ekkert sátt við svona viðskipti svo úr varð að við fengjum að nota þennan skakka (enda ísskápslaus) þar til nýr kæmi að sunnan.
Endirinn varð nú að ég hreinsaði í snarheitum allt úr skakka ísskápnum og hann fékk hálfgerðan kattaþvott líka. Var hann svo borinn út af bóndanum og vasklegum flutningamönnum og er sá nýi kominn í hans stað.
Eins fallegt að ég er með "ný yfirfarna" ryksugu því nú er íbúðin undirlögð af litlum plastkúlum eftir að umbúðirnar voru rifnar af... kræst þakka bara fyrir að vera með parket en ekki teppi!!!!
Semsagt góðu fréttirnar... píparamál að komast í lag... og frúin með splunkunýjan ísskáp eftir daginn
Slæmu fréttirnar..... ég þarf að dröslast til að þrífa eftir allt umstangið!!
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hugsaðu um allar hitaeiningarnar sem þú brennur á því að þrífa ;)
Og hvað á það að þýða að láta mann REIKNA svo maður geti kommentað *dæs* hehe
Berglind (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 16:21
Ég las fyrstu línuna sem "Örugglega með Keilu afvelta upp í sófa". Keila?
Ah... Kella. Ok, það er jú gáfulegra ....
Til lukku með nýjan ísskáp. Þá geturðu nú farið að geyma fleiri rappara og múrara. En, hérna... afhverju þværðu gamla ísskápinn með ketti?
Einar Indriðason, 27.4.2007 kl. 16:32
ROFL Berglind!!! þú verður bara að gerast moggabloggari eins og ég og Einar... þarft svosem ekki að skrifa mikið sjálf en sleppur við allt vesenið við kommentakerfið
Einar.... jahvurassgotinn.... rapparar já... ohhh og ég sem er í ÁTAKI!!!! Hafði ekki tíma til að þrífa þann gamla svo ég henti bara nágrannakettinum inní skáp og lét sleikja! NOT!!! ROFL!!!
Saumakonan, 27.4.2007 kl. 16:48
hann endar með algjörum púkaskap...
Ólafur fannberg, 27.4.2007 kl. 17:13
Til lukku með nýja ísskápinn og píparann hehehe...
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2007 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.