Pælingar....

Fékk óskemmtilegar fréttir í gærkvöldi en þær verða ekki tíundaðar hér...    fór þá að hugsa um það sem ein bloggvinkona mín skrifaði um í gær að barnaverndunarnefnd hefði ekkert þarfara að gera en að hringja í fólk útaf hjálmlausum börnum?

   Hvað með heimili þar sem fíklar undir lögaldri eru heimilismenn?? Sem ráðast á fólkið í fjölskyldunni og hóta þeim lífláti?   Þar sem fíkillinn er undir lögaldri... hvað er þá hægt að gera?  Foreldrar eru skyldug til að sjá fyrir sínum börnum til 18 ára aldurs svo er þetta þá á þeirra ábyrgð? Eða Barnaverndunarnefndar???   Hvað með hin börnin á heimilinu sem hvenær sem er gætu á hverri stundu átt von á brjálæðiskasti,  handalögmálum og jafnvel líkamsmeiðingum?  Hvar er þeirra réttur? 

Meðferðir fyrir fíkilinn? Búið að reyna nokkrum sinnum og virkar ekki...   koma fíklinum út af heimilinu... virkar ekki heldur... bara brotist inn aftur...     Hvað er hægt að gera í svona málum eiginlega??? 

úfff djúpar pælingar í morgunsárið...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona mál eru alltaf jafn sorgleg og erfið.  Ég hef lengi talað um lokaða meðferðarstofnun, þangað sem fíklar eru dæmdir í vist.  Þau eru oft kominn á heljarþröm og hafa engann sjálfstæðan vilja.  Enginn getur talað þau til.  Þá er þrautarráðið að setja þau inn á slíka stofnun, þar sem þau eru mótíveruð til að losna undan fíkninni.  Það eru svona stofnanir á hinum norðurlöndunum.  Að vísu eru þetta dýrar stofnanir, ef fólk út í bæ fær pláss fyrir sitt fólk, en svo er fólk dæmt í svona meðferð, ef það gerir eitthvað af sér.  Fangelsi er ekki staður fyrir fólk sem er svona illa farið.  Og hvað þá fyrir unglinga undir lögaldri. 

Við getum ekki lengur horft upp á þessi mál í aðgerðarleysi og þögn.  Þetta mál snertir nærri því hverja einustu fjölskyldu í landinu.  Og sífellt versnar ástandið af því að það er ekkert að gerast í málunum.  Mál að linni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Saumakonan
Saumakonan
útsaumur og önnur handavinna er mitt líf og yndi.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband