23.4.2007 | 13:12
Rigning rigning....
og aftur rigning!!! Verður greinilega innidagur í dag.. hef eiginlega ekki orku í að fara með 3 skæruliða út að labba í svona veðri eins og ég ætlaði mér að gera í dag. Spurning um að hita sér bara kaffi, senda tvo eldri út að leika sér í pollagalla og setjast svo og sauma. Fer nú eiginlega eftir hvort sá minnsti verður rólegur að leika sér eitthvað eða hvort hann verður eins og í gær.. helst í mömmufangi.
Fékk glaðning í pósti í dag... Þar sem staðfest var mjólkurprótínsofnæmi hjá minnsta skæruliðanum rétt áður en við fórum í fríið fáum við endurgreiðslu á soyjavörum og hrísmjólk frá TR... að vísu ekki mikil upphæð en miðað við hvað þessar vörur kosta útí búð munar um allt. Td kostar EINN lítri af hrísmjólk hér í apótekinu 305kr og þegar maður þarf að nota soyja eða hrísmjólk í flest alla matargerð og bakstur er það fljótt að telja. Varð voða glöð þegar við fórum í Bónus áður en við keyrðum heim í síðustu viku og ég gat keypt heila kassa af Rice Dream á aðeins 188kr líterinn. Nú er bara að taka nótur fyrir öllum soyja/hrísvörum sem keyptar eru og þær sendar til TR í hverjum mánuði svo ég fái endurgreiðsluna inn á reikninginn
úfff nú er að leita að uppskriftum á netinu og fá hugmyndir þar sem helvvv mjólkurprótínið er í svo mörgum matvælum að þetta verður hálfgert púsluspil hjá mér að setja saman matseðla svo guttinn geti borðað sama mat og við hin
Allar uppskriftir og hugmyndir eru vel þegnar!!!
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1155
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rigning gerir akkúrat ekkert fyrir útlitið, en er yndisleg samt. Treysti því að þú haldir þig innandyra mín kæra
Heiða Þórðar, 23.4.2007 kl. 23:23
Helduru ekki að frúin hafi farið út í rigninguna með skæruliðana! Neyddist til að fara í búð og það var ekki um annað að ræða en að dúða alla í regnföt og lalla sér af stað. Heim komum við eins og hundar blautir af sundi en mikið var þetta nú hressandi samt
Saumakonan, 24.4.2007 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.