22.4.2007 | 15:36
og þar strauk tölvan....
Nú þarf ég að berjast við kallinn um hans tölvu ef ég á að geta bloggað eitthvað Mín tölva er komin í "frí" og er á leið til Tjöruborgar. Stýrikerfið hefur verið að bögga mig eitthvað undanfarið og alveg frá því að ég fékk þessa tölvu í fyrra þá hef ég aldrei getað horft á td þætti eða einhver video í henni... frýs alltaf og hefur gersamlega verið að gera mig gráhærða. Nú ætlar minn yndislegi mágur að taka tölvuna í gegn, setja upp nýtt stýrikerfi og vonandi verður hún orðin endurnærð þegar ég fæ hana aftur eftir ca viku eða svo
Þar sem ég get ekki "hangið" í tölvunni lengur að leika mér verður saumaskapurinn tekinn upp aftur og unnið af fullum krafti til að vinna upp glataðan tíma... get kanski skellt inn eins og einni eða tvem árangursmyndum bráðum ef ég er góð við kallinn Knúsa hann bara aðeins og þá gerir hann hvað sem er *tíst*
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrðu pakkinn fór í b-póst í gærmorgunn, veit ekki hvað hann verður lengi á leiðinni. Aldrei að vita nema ég póstleggi bara fína bolinn þinn og geislasverðið hans Helga með!
Knús og kossar frá okkur
Lilja (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 17:23
Nei ég hef ekki ennþá fundið litla þeytarann, en fann annan alveg eins um daginn, og svo annan svona pínku pons eins og þú varst með!
Lilja (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 17:58
Ólafur fannberg, 22.4.2007 kl. 22:01
Ég er viss um að Patti leyfir þér að nota tölvuna sína eins og þú vilt hann er alltaf svoddan öðlingur
Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.