22.4.2007 | 11:31
Nýr dagur tekinn við....
og djös dugnaður er í kellunni! Er á fullu að ganga frá farangri og nota tækifærið og hendi útúr skápum líka... ehmm... afleiðingin verður að öll rúm og gólf eru full af dóti sem ég hef ekki hugmynd um hvað á að gera við!!!!
Ohh jæja... eitthvað fer í ruslið... annað í Rauða Krossinn og hinu treð ég nú bara inní skápa þar sem eitthvað pláss er eftir. Kræst hvað ég hlakka til að komast í MITT hús með FULLT af plássi svo það líti ekki alltaf út eins og kjarnorkusprenging hafi orðið á heimilinu
Þvottavélin þvær á fullu... fer örugglega að fá taugaáfall greyið og strjúka að heiman! Alveg ótrúlegt hvað safnast af þessum þvotti alltaf hreint!
Keypti mér ísskáp í fyrradag þar sem sá gamli gaf endanlega upp öndina rétt áður en við fórum í ferðalagið... Ekki í frásögur færandi nema að þegar sá nýji var kominn hingað heim þá tökum við eftir að hann er allur skakkur og beyglaður!!! Langar nú eiginlega ekki að kaupa BEYGLAÐAN ísskáp fyrir 94þús kall!! Well sölumaðurinn kom og kíkti á hann aftur og niðurstaðan er sú að við megum nota þennan þar til við fáum nýjan sem pantaður var á stundinni og fáum hann einhvern tíma í næstu viku
Þvílíkur munur að geta haft frysti INNI í staðinn fyrir að þurfa að kappklæða sig og fara útí bílskúr til að ná í eitthvað í matinn úr frystikistunni!
Læt fylgja hér mynd af herlegheitunum
Búið að ryksuga stofuna.... eldhúsið er að líkjast meir og meir eldhúsi í staðinn fyrir svínastíu, búin að búa um rúmin og nú er kominn tími á kaffisopa handa kellunni Kanski maður taki upp saumadótið líka? Er nú eiginlega kominn tími á að halda áfram með Merry Xmas myndina mína sem er búin að bíða svo þolinmóð eftir mér í rúman hálfan mánuð
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hmm þarft þú ekki þrefaldan ískáp fyrir stóðið?
flottur ískápur annars :)
Gunna-Polly, 22.4.2007 kl. 11:49
Flottur ísskápur. Eins gott að hann sé ekki svona tómlegur alltaf, því ég þekki átið á svona herskara !!!!
Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.