21.4.2007 | 19:59
Slurp!
Mikið djöööö geri ég góðan mat!!! *tíst* Fékk nefnilega alveg hrikalega góðan fiskrétt hjá mágkonu minni um daginn og ákvað að prófa mig áfram með álíka hráefnum. Niðurstaðan var svona:
Nokkrar litlar gulrætur skornar í smáa bita og steiktar í olíu í potti (eða á pönnu)... frosnum paprikustrimlum bætt útí og látið krauma. 1 dós af Thai Masaman Curry sauce hent útí og látið malla smá stund (kartöflubitar sem eru í dósinni skornir smátt niður). 2 litlum dósum af Thai Pride Kókoshnetumjólk hent þar útí, látið krauma upp og svo er þorskbitum bætt útí sósuna og soðið þar til fiskurinn er tilbúinn. Bar þetta fram með hrísgrjónum og fersku salati og át á mig gat!
farin í sófann til að melta herlegheitin!
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hljómar vel, spurning um að prufa þetta við tækifæri
Ólöf , 21.4.2007 kl. 20:50
Ok! keypti í súkkulaðiköku í dag, sem ég ætlaði að baka fyrr í kvöld (Betty C. pakkinn) er enn inn i skáp. Svona er ég nú framkvæmdarglöð húsmóðir....þú einmitt minntir mig á það með uppskriftinni þinni mín kæra
Heiða Þórðar, 22.4.2007 kl. 02:35
var það ekki ekkert skilið eftir sársvöngum kafara á fróni .....
Ólafur fannberg, 22.4.2007 kl. 06:07
Ólafur... Ég er á fróni haddna! Koddu bara í heimsókn og ég skal elda svona rétt handa þér
Heiða mín.... Betty C???? HVAÐ er nú það????? hmm.. spurning um að skella í eina skúffuköku ... er víst að fá gesti í dag *dæs*
Ólöf... be my guest! Ég er ein af þeim sem eru alltaf að prófa sig áfram í matargerð... nota aldrei uppskriftir heldur bara sletta af þessu og sletta af hinu hehhe en þótt ótrúlegt sé þá heppnast þetta nú yfirleitt og maður étur á sig gat!
Saumakonan, 22.4.2007 kl. 09:38
Hljómar vel - þetta verð ég að prófa einhvern daginn - svona þegar danski kúrinn er búinn að virka í einhvern tíma
Dísa (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 10:57
Hljómar vel - þetta verð ég að prófa einhvern daginn - svona þegar danski kúrinn er búinn að virka í einhvern tíma
Dísa (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 10:57
Hljómar vel - þetta verð ég að prófa einhvern daginn - svona þegar danski kúrinn er búinn að virka í einhvern tíma
Dísa (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.