15.4.2007 | 11:19
Heitt... heitt... heitt... HEITT!!!
Og ég svo gáfuð að ég GLEYMDI að bera á mig sólaráburð! Afleiðing af því er að ég lít út eins og upphleypt rúllupylsa með deplum og læt eins og kláðamaurar séu búnir að finna sér bólfestu á örmum og hálsi! *klóri klóri* arghhhhh!
Annars er allt fínasta héðan... tókum einn dag í að fara bara 2 skötuhjúin með skæruliðana og "villast" í nágrenninu... vorum með "kellinguna" (GPS) og fórum bara alltaf í þveröfuga átt við það sem hún sagði Keyrðum í gegnum nokkra voða fallega bæi með flottum kirkjum og eldgömlum húsum. Það er ofsalega fallegt allstaðar hér en ég held að ég myndi ekki vilja búa hér... alltof "franskt" fyrir mig takk... frakkar kunna ekki stakt orð í ensku og að reyna að bjarga sér hér með íslenskuna/enskuna/sænskuna (sem ég tala reiprennandi) er gersamlega vonlaust svo maður er gersamlega eins og álfur útúr hól þegar á að fara að spyrja að einhverju eða já bara versla í matinn! Að glápa á sjónvarp er vita vonlaust þar sem ALLT er dubbað yfir á frönsku!
Fórum á veitingastað með alla hersinguna um daginn... hann heitir "Bláa Hjólið" og er ca 16km hér í burtu í pínulitlum bæ sem heitir Joyeux. Þar fengum við heldur betur fína þjónustu hjá kalli sem hafði ekki hugmynd um neitt um Ísland nema "Reykjavík og Björk" hehehe Hver man eftir sögunni um "stúlkuna á bláa hjólinu" sem fór á milli bandamanna og frakka í seinni heimsstyrjöldinni (ef ég man rétt)? Staðurinn er skírður eftir þeirri sögu og allt þarna í anda þeirrar sögu. Eins var hægt að leigja hjól og fara sömu leið og "stúlkan" fór en við nýttum okkur nú ekki þann möguleika.
Að skilja matseðilinn var vita vonlaust og ef við hefðum ekki haft neinn frönskumælandi með okkur hefði þetta nú orðið ansi skrautleg máltíð. Enduðum á að fá okkur salat í forrétt, önd og froskalappir í aðalrétt og svo nokkra smárétti í eftirrétt ásamt kaffi. Mikið hrikalega var maður södd á eftir enda tókum við góðan tíma í að borða... sátum alveg frá hálf eitt fram til kl 3! Skæruliðar undu sér vel þarna enda staðurinn gerður fyrir barnafjölskyldur, leiktæki til að klifra í og 2 gamlir asnar í girðingu þarna sem voða gaman var að gefa gras
Erum búin að gera margt meira skemmtilegt en nenni ekki að skrifa meira... farin að fá mér ÍSKALDAN drykk áður en ég bráðna hér í hitanum! Já og muna eftir að bera á mig sólaráburð!!!
Tenglar
Dúllurassar
fleiri bloggvinir...
Handavinna og föndur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gættu þess að bera sólvörnin á húðina að minnsta kosti korteri áður en farið er út í sólina. Vörnin byrjar nefnilega ekki að virka fyrr en hún hefur gengið í efnasamband við húðsýrurnar.
Ef þú finnur þarna úti sólbrúnkufestandi Banana Boat After Sun Lotion þá er það lúxus að bera á sig þegar komið er inn úr sólinni. Uppistöðuhráefnið í því er kælandi, græðandi og húðnærandi Aloe Vera, rakagefandi E-vítamín og eitthvað fleira sem bætir húðinni upp þau efni sem tapast í sólbaði. Á þann hátt er komið í veg fyrir ótímabær öldrunareinkenni húðarinnar.
Ef þetta krem fæst ekki í Frakklandi þá getur þú gripið það upp í Fríhöfninni í Keflavík. Það lætur sólbrúnkuna endast tveimur mánuðum lengur en annars.
Jens Guð, 15.4.2007 kl. 11:48
takk fyrir ráðið... bar á mig einmitt Banana Boat Aloe Vera krem og þvílíkur lúxus... þetta sólarexem sem er að gera mig "klóróða" er strax að lagast
Þar sem ég verð bara "köflótt" eins og dóttir mín einu sinni sagði en ekki brún þá ætla ég sko að kaupa svona krem annaðhvort hér eða í fríhöfninni þegar ég kem heim
Saumakonan, 16.4.2007 kl. 17:40
hahaha bara íslensk rúllupylsa á ferð um France hehehe varð að skjóta........
Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 17:47
Upphleypt með rauðum flekkjum líka... ekki gleyma því! hmm.... frekar eins og malakoffpylsa kanski??? ROFL!
Saumakonan, 16.4.2007 kl. 18:44
Á ekki að leyfa karlinum að kafa í Normandi hehehe?
Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 18:53
LOL nei enginn tími til þess og þar að auki erum við inní miðju landi (Rhone-Alpes)... en hann fékk allavega nýja köfunartölvu!!
Saumakonan, 16.4.2007 kl. 19:37
köfunartölva er góð sárabót í staðin fyrir leyfar seinna stríðs.....bið að heilsa karli bónda....
Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 20:04
heitt - kalt - heitt - kalt - snjókoma, rigning, sól og rok, allt á sama klukkutímanum mín kæra. Sendi á þig innlitskveðju, nóttu blíðunnar.
Heiða Þórðar, 16.4.2007 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.